„Héldu að við værum bara litlar stelpur með engan sjálfstæðan vilja“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 2. mars 2021 10:40 Heimildarmyndin Hækkum rána hefur fengið mikla gagnrýni. Frosti Logason umsjónarmaður Íslands í dag heimsótti stelpurnar í körfuboltaliðinu Aþenu og fékk að heyra þeirra viðbrögð og upplifun við umtalinu. Skjáskot „Ég hélt fyrst að hann væri bara algjör fáviti. Ég horfði á hann og bara; Hvað er hann að gera? Svo fékk ég að kynnast honum og stelpunum og fannst þetta geggjað. Ef hann hefði aldrei byrjað að þjálfa okkur þá væri ég ekki í körfubolta.“ Þetta segir Eybjört Torfadóttir liðsmaður körfuboltaliðsins Aþenu í viðtali við Ísland í dag. Í þættinum ræddi Frosti við stúlkurnar í liðinu um reynslu þeirra og líðan undir stjórn Brynjars Karls Sigurðssonar en Brynjar Karl hefur sætt mikilli gagnrýni og verið mjög umdeildur fyrir kennsluaðferðir sínar. Í síðasta mánuði var heimildarmyndin Hækkum rána frumsýnd á Íslandi en myndin er á góðri leið með að verða ein umtalaðasta mynd síðari ára hér á landi. Myndin fjallar um réttindabaráttu 8-13 ára stúlkna sem vilja breyta viðmiðum í kvennakörfubolta á Íslandi og hafa farið í ýmiskonar mótmælaaðgerðir til að vekja athygli á kröfum sínum. Þegar Frosti spyr stelpurnar um myndina og viðbrögð samfélagsins við henni er augljóst að sjá að þeim liggur mikið á hjarta. „Þetta er loksins komið út. Ég var orðin svolítið reið yfir því hvað fólk var að segja sem vissi ekki neitt um þetta. Það var gott að fá loksins fólk til að sjá þetta,“ segir Tanja Brynjarsdóttir. Tanja Brynjarsdóttir segist reið yfir því að fólk sem ekki hafi hvorki kynnt sér kennsluaðferðina né horft á myndinna sé að hafa sterkar skoðanir. Skjáskot Stelpurnar segjast hafa orðið fyrir vonbrigðum með þær hörðu umræður sem hafa skapast um liðið og finnst gagnrýnin á hendur Brynjari þjálfara sínum óvægin. „Mjög leiðinlegt hvað fólk pældi bara í Brynjari en ekki því sem við værum að vekja athygli á. Héldu að við værum bara litlar stelpur með engan sjálfstæðan vilja,“ segir Eybjört. Stelpurnar benda á að upp að 13-14 ára aldri er engin líkamlegur munur á stelpum og strákum, eini munurinn er þjálfunin sem virðist alltaf vera miklu metnaðarfyllri hjá þjálfurum drengja. Þá hafi málið ekki bara snúist um þær og að liðið þeirra væri miklu betra en önnur stúlknalið heldur vildu þær að allar stelpur fengju auknar áskoranir til að hækka viðmið kvennakörfuboltans í heild sinni. Og stelpurnar eru sannfærðar um að barátta þeirra hafi ekki verið til einskis. „Kannski munum við ekki fá að keppa á móti strákum en það mun klárlega gerast í framtíðinni,“ segir Eybjört áveðin. Viðbrögðin við myndinni hafa verið hörð og mikil og segir Kolka Henningsdóttir þær stöllur þó vanar mikilli gagnrýni. Fullt af kennurum eru að tala um þetta og hafa verið bara eitthvað: „Þú varst mjög flott í myndinni.“ Það er mjög skrýtið að einhver sé að segja góða hluti um okkur því ég er svo vön að það alltaf einhver að dissa okkur. „Mér finnst að fólk ætti að fræða sig um þetta áður en það fer að segja eitthvað. Að vita um hvað það er að tala. Þá getur það farið að segja einhverja hluti. Það er svo mikið af fólki sem er að segja eitthvað en veit ekki alveg um hvað það er að tala,“ bætir Eybjört við. Árið 2019 neituðu stelpurnar að taka við verðlaunum eftir að hafa unnið Íslandsmót stúlkna í minnibolta með 11 ára liði ÍR. Þá má segja að allt hafi orðið vitlaust og leystist liðið á endanum upp eftir að þjálfarinn Brynjar var látinn taka poka sinn í kjölfar atviksins. Þegar Frosti spyr þær hvernig þeim hafi liðið eftir þetta atvik, svarar Eybjört þessu: Fyrst voru við mjög glaðar yfir því sem við höfðum gert, og mjög spenntar. Svo kom ein mamman og byrjaði að drulla yfir okkur og Brynjar og þá breyttist andrúmsloftið. Við fórum bara eiginlega allar að gráta. Aðferðir Brynjars segja stelpurnar að séu mjög misskildar og þær snúist um miklu meira en bara körfubolta. Þær séu fyrst og fremst valdeflandi og hafi gert úr þeim mun sterkari einstaklinga en þær voru áður. „Ég hef lært svo mikið, ekki bara körfubolta. Ég var mjög feimin og ég þorði ekki að segja neitt. Ég hefði aldrei þorað að tala við þig núna,“ segir Kolka. Frosti spyr einnig að því hvernig þær taki því þegar Brynjar öskri reiðilega á þær. En viðmót hans og ákveðni þykir mörgum full harkaleg. „Ég tek því bara sem góðum hlut. Því þá veit ég að hann hefur trú á mér og er að reyna að láta mig verða betri og betri,“ segir Sylvía Hákonardóttir. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Körfubolti Börn og uppeldi Íþróttir barna Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Í þættinum ræddi Frosti við stúlkurnar í liðinu um reynslu þeirra og líðan undir stjórn Brynjars Karls Sigurðssonar en Brynjar Karl hefur sætt mikilli gagnrýni og verið mjög umdeildur fyrir kennsluaðferðir sínar. Í síðasta mánuði var heimildarmyndin Hækkum rána frumsýnd á Íslandi en myndin er á góðri leið með að verða ein umtalaðasta mynd síðari ára hér á landi. Myndin fjallar um réttindabaráttu 8-13 ára stúlkna sem vilja breyta viðmiðum í kvennakörfubolta á Íslandi og hafa farið í ýmiskonar mótmælaaðgerðir til að vekja athygli á kröfum sínum. Þegar Frosti spyr stelpurnar um myndina og viðbrögð samfélagsins við henni er augljóst að sjá að þeim liggur mikið á hjarta. „Þetta er loksins komið út. Ég var orðin svolítið reið yfir því hvað fólk var að segja sem vissi ekki neitt um þetta. Það var gott að fá loksins fólk til að sjá þetta,“ segir Tanja Brynjarsdóttir. Tanja Brynjarsdóttir segist reið yfir því að fólk sem ekki hafi hvorki kynnt sér kennsluaðferðina né horft á myndinna sé að hafa sterkar skoðanir. Skjáskot Stelpurnar segjast hafa orðið fyrir vonbrigðum með þær hörðu umræður sem hafa skapast um liðið og finnst gagnrýnin á hendur Brynjari þjálfara sínum óvægin. „Mjög leiðinlegt hvað fólk pældi bara í Brynjari en ekki því sem við værum að vekja athygli á. Héldu að við værum bara litlar stelpur með engan sjálfstæðan vilja,“ segir Eybjört. Stelpurnar benda á að upp að 13-14 ára aldri er engin líkamlegur munur á stelpum og strákum, eini munurinn er þjálfunin sem virðist alltaf vera miklu metnaðarfyllri hjá þjálfurum drengja. Þá hafi málið ekki bara snúist um þær og að liðið þeirra væri miklu betra en önnur stúlknalið heldur vildu þær að allar stelpur fengju auknar áskoranir til að hækka viðmið kvennakörfuboltans í heild sinni. Og stelpurnar eru sannfærðar um að barátta þeirra hafi ekki verið til einskis. „Kannski munum við ekki fá að keppa á móti strákum en það mun klárlega gerast í framtíðinni,“ segir Eybjört áveðin. Viðbrögðin við myndinni hafa verið hörð og mikil og segir Kolka Henningsdóttir þær stöllur þó vanar mikilli gagnrýni. Fullt af kennurum eru að tala um þetta og hafa verið bara eitthvað: „Þú varst mjög flott í myndinni.“ Það er mjög skrýtið að einhver sé að segja góða hluti um okkur því ég er svo vön að það alltaf einhver að dissa okkur. „Mér finnst að fólk ætti að fræða sig um þetta áður en það fer að segja eitthvað. Að vita um hvað það er að tala. Þá getur það farið að segja einhverja hluti. Það er svo mikið af fólki sem er að segja eitthvað en veit ekki alveg um hvað það er að tala,“ bætir Eybjört við. Árið 2019 neituðu stelpurnar að taka við verðlaunum eftir að hafa unnið Íslandsmót stúlkna í minnibolta með 11 ára liði ÍR. Þá má segja að allt hafi orðið vitlaust og leystist liðið á endanum upp eftir að þjálfarinn Brynjar var látinn taka poka sinn í kjölfar atviksins. Þegar Frosti spyr þær hvernig þeim hafi liðið eftir þetta atvik, svarar Eybjört þessu: Fyrst voru við mjög glaðar yfir því sem við höfðum gert, og mjög spenntar. Svo kom ein mamman og byrjaði að drulla yfir okkur og Brynjar og þá breyttist andrúmsloftið. Við fórum bara eiginlega allar að gráta. Aðferðir Brynjars segja stelpurnar að séu mjög misskildar og þær snúist um miklu meira en bara körfubolta. Þær séu fyrst og fremst valdeflandi og hafi gert úr þeim mun sterkari einstaklinga en þær voru áður. „Ég hef lært svo mikið, ekki bara körfubolta. Ég var mjög feimin og ég þorði ekki að segja neitt. Ég hefði aldrei þorað að tala við þig núna,“ segir Kolka. Frosti spyr einnig að því hvernig þær taki því þegar Brynjar öskri reiðilega á þær. En viðmót hans og ákveðni þykir mörgum full harkaleg. „Ég tek því bara sem góðum hlut. Því þá veit ég að hann hefur trú á mér og er að reyna að láta mig verða betri og betri,“ segir Sylvía Hákonardóttir. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Körfubolti Börn og uppeldi Íþróttir barna Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög