Segir óeðlilegt að neðri deildar félög stjórni því hvernig fyrirkomulagið í efstu deild er Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. mars 2021 12:01 E. Börkur Edvardsson er formaður knattspyrnudeildar Vals. VÍSIR/SIGURJÓN E. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir að sú niðurstaða að hafa mótafyrirkomulag í efstu deild karla óbreytt sé vonbrigði. Hann segir að það komi til greina að Íslenskur toppfótbolti (ÍTF) verði aftur bara samtök félaga í efstu deild. Á ársþingi KSÍ um helgina var kosið um tvær tillögur um framtíðarfyrirkomulag efstu deildar karla, annars vegar um tillögu Fram um að fjölga liðum í efstu deild úr tólf í fjórtán og hins vegar tillögu starfshóps KSÍ um að taka upp úrslitakeppni. Hvorug tillagan fékk nægilegan fjölda atkvæða til að hljóta brautargengi. Í samtali við Fréttablaðið segir Börkur að óbreytt fyrirkomulag sé íslenskum fótbolta ekki til heilla. „Þetta eru mikil vonbrigði að mínu mati, því er ekki að leyna. Tillaga starfshóps KSÍ var ákveðin málamiðlun milli þeirra félaga sem eru í efstu deild og neðri deildanna. Af þeim sökum finnst mér það bagalegt að hún hafi ekki fengið brautargengi og þeim félögum sem vilja og hafa getu til að taka rökrétt skref í átt að atvinnumennsku sé haldið niðri,“ sagði Börkur. Hann veltir fyrir sér framtíð ÍTF og segir að ef til vill væri það hagstæðara ef samtökin væru aðeins skipuð fulltrúum félaga í efstu deild, eins og var í árdaga samtakanna. ÍTF eru nú skipuð fulltrúum félaganna í efstu tveimur deildum karla og kvenna. „Það kemur alveg til greina að mínu mati að fara aftur í það fyrirkomulag sem var á hagsmunasamtökunum Íslenskum toppfótbolta þegar þau voru stofnuð, það er að stofna samtök sem gæta hagsmuna félaganna í efstu deild karla. Hagsmunir og framtíðarsýn flestra félaganna sem eru með lið í efstu deild í knattspyrnu eru ekki í takt við önnur félög og við því þarf að bregðast,“ sagði Börkur. „Það kann ekki góðri lukku að stýra né getur talist eðlilegt að félög sem eru í neðri deildum stjórni því hvernig fyrirkomulagið sé í efstu deild þvert á vilja þeirra félaga sem þar leika.“ Ummæli Barkar ríma við þá skoðun sem Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, setti fram í pistli á Fótbolta.net í síðustu viku, eftir aðalfund ÍTF. Þar veltir Páll fyrir sér framtíð ÍTF og hvort samtökin hafi villst af leið, stækkað meira en góðu hófi gegnir. „Þar erum við komin að kjarna málsins. Íslenskur Toppfótbolti er ekki lengur sérstakur félagsskapur liða í fremstu röð, heldur er þetta félagsskapur sem stendur opinn svo að segja öllum. Toppfótbolti þjónar ekki hagsmunum stærstu félaganna eins og lagt var upp með. Samtökin eru ekki á þeim stað sem stefnt var að, heldur hafa þau þanist út eins og sveitarfélag og gera lítið annað en enduróma starfsemi KSÍ. Íslenskur Toppfótbolti sinnir í þessu formi aðeins verktöku fyrir KSÍ,“ skrifaði Páll. Pistil hans má lesa með því að smella hér. Pepsi Max-deild karla Valur Íslenski boltinn KSÍ Tengdar fréttir Engin breyting var versta niðurstaðan „Það er hagsmunamál fyrir leikmenn að fá fleiri leiki sem skipta máli. Þeir sinna fótboltanum allan ársins hring,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, nú þegar ljóst er að ekki verða breytingar á Pepsi Max-deild karla í fótbolta að sinni. 1. mars 2021 13:02 Svona var 75. ársþing KSÍ Í dag fór fram ársþing KSÍ en vegna samkomutakmarkanna vegna kórónuveirunnar fer þingið í ár fram rafrænt. 27. febrúar 2021 12:31 Tekst að knýja fram breytingar á Pepsi Max deild karla? Hugsanlega mun aðeins ein tillaga af fjórum standa eftir um breytingar á úrvalsdeild karla í fótbolta, Pepsi Max-deildinni, þegar fulltrúar knattspyrnufélaga landsins ganga til kosninga á laugardaginn. Óvissa ríkir um hvort nokkur breyting verði samþykkt. 25. febrúar 2021 12:31 „Þessi samtök eru á ákveðnum krossgötum“ „Samtökin eru ekki eitthvað útibú frá KSÍ,“ segir Orri Vignir Hlöðversson, nýr formaður Íslensks toppfótbolta. Orri var sjálfkjörinn í embættið í síðustu viku eftir að Geir Þorsteinsson dró framboð sitt til baka, ósáttur við að framboð Orra væri álitið lögmætt, en Orri kveðst alls ekki líta svo á að hann hefji sitt starf í mótbyr. 23. febrúar 2021 09:39 „Þetta er orðið atvinnugrein og við erum ekkert að laumupokast með það“ Formaður knattspyrnudeildar Vals fór yfir nýjar áherslur félagsins fyrir komandi tímabil í Pepsi Max deildinni í fótbolta í viðtali við Stöð 2 Sport. Liðið æfir tvisvar á dag tvo daga vikunnar og er í raun orðið atvinnumannalið. 2. febrúar 2021 19:00 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Á ársþingi KSÍ um helgina var kosið um tvær tillögur um framtíðarfyrirkomulag efstu deildar karla, annars vegar um tillögu Fram um að fjölga liðum í efstu deild úr tólf í fjórtán og hins vegar tillögu starfshóps KSÍ um að taka upp úrslitakeppni. Hvorug tillagan fékk nægilegan fjölda atkvæða til að hljóta brautargengi. Í samtali við Fréttablaðið segir Börkur að óbreytt fyrirkomulag sé íslenskum fótbolta ekki til heilla. „Þetta eru mikil vonbrigði að mínu mati, því er ekki að leyna. Tillaga starfshóps KSÍ var ákveðin málamiðlun milli þeirra félaga sem eru í efstu deild og neðri deildanna. Af þeim sökum finnst mér það bagalegt að hún hafi ekki fengið brautargengi og þeim félögum sem vilja og hafa getu til að taka rökrétt skref í átt að atvinnumennsku sé haldið niðri,“ sagði Börkur. Hann veltir fyrir sér framtíð ÍTF og segir að ef til vill væri það hagstæðara ef samtökin væru aðeins skipuð fulltrúum félaga í efstu deild, eins og var í árdaga samtakanna. ÍTF eru nú skipuð fulltrúum félaganna í efstu tveimur deildum karla og kvenna. „Það kemur alveg til greina að mínu mati að fara aftur í það fyrirkomulag sem var á hagsmunasamtökunum Íslenskum toppfótbolta þegar þau voru stofnuð, það er að stofna samtök sem gæta hagsmuna félaganna í efstu deild karla. Hagsmunir og framtíðarsýn flestra félaganna sem eru með lið í efstu deild í knattspyrnu eru ekki í takt við önnur félög og við því þarf að bregðast,“ sagði Börkur. „Það kann ekki góðri lukku að stýra né getur talist eðlilegt að félög sem eru í neðri deildum stjórni því hvernig fyrirkomulagið sé í efstu deild þvert á vilja þeirra félaga sem þar leika.“ Ummæli Barkar ríma við þá skoðun sem Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, setti fram í pistli á Fótbolta.net í síðustu viku, eftir aðalfund ÍTF. Þar veltir Páll fyrir sér framtíð ÍTF og hvort samtökin hafi villst af leið, stækkað meira en góðu hófi gegnir. „Þar erum við komin að kjarna málsins. Íslenskur Toppfótbolti er ekki lengur sérstakur félagsskapur liða í fremstu röð, heldur er þetta félagsskapur sem stendur opinn svo að segja öllum. Toppfótbolti þjónar ekki hagsmunum stærstu félaganna eins og lagt var upp með. Samtökin eru ekki á þeim stað sem stefnt var að, heldur hafa þau þanist út eins og sveitarfélag og gera lítið annað en enduróma starfsemi KSÍ. Íslenskur Toppfótbolti sinnir í þessu formi aðeins verktöku fyrir KSÍ,“ skrifaði Páll. Pistil hans má lesa með því að smella hér.
Pepsi Max-deild karla Valur Íslenski boltinn KSÍ Tengdar fréttir Engin breyting var versta niðurstaðan „Það er hagsmunamál fyrir leikmenn að fá fleiri leiki sem skipta máli. Þeir sinna fótboltanum allan ársins hring,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, nú þegar ljóst er að ekki verða breytingar á Pepsi Max-deild karla í fótbolta að sinni. 1. mars 2021 13:02 Svona var 75. ársþing KSÍ Í dag fór fram ársþing KSÍ en vegna samkomutakmarkanna vegna kórónuveirunnar fer þingið í ár fram rafrænt. 27. febrúar 2021 12:31 Tekst að knýja fram breytingar á Pepsi Max deild karla? Hugsanlega mun aðeins ein tillaga af fjórum standa eftir um breytingar á úrvalsdeild karla í fótbolta, Pepsi Max-deildinni, þegar fulltrúar knattspyrnufélaga landsins ganga til kosninga á laugardaginn. Óvissa ríkir um hvort nokkur breyting verði samþykkt. 25. febrúar 2021 12:31 „Þessi samtök eru á ákveðnum krossgötum“ „Samtökin eru ekki eitthvað útibú frá KSÍ,“ segir Orri Vignir Hlöðversson, nýr formaður Íslensks toppfótbolta. Orri var sjálfkjörinn í embættið í síðustu viku eftir að Geir Þorsteinsson dró framboð sitt til baka, ósáttur við að framboð Orra væri álitið lögmætt, en Orri kveðst alls ekki líta svo á að hann hefji sitt starf í mótbyr. 23. febrúar 2021 09:39 „Þetta er orðið atvinnugrein og við erum ekkert að laumupokast með það“ Formaður knattspyrnudeildar Vals fór yfir nýjar áherslur félagsins fyrir komandi tímabil í Pepsi Max deildinni í fótbolta í viðtali við Stöð 2 Sport. Liðið æfir tvisvar á dag tvo daga vikunnar og er í raun orðið atvinnumannalið. 2. febrúar 2021 19:00 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Engin breyting var versta niðurstaðan „Það er hagsmunamál fyrir leikmenn að fá fleiri leiki sem skipta máli. Þeir sinna fótboltanum allan ársins hring,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, nú þegar ljóst er að ekki verða breytingar á Pepsi Max-deild karla í fótbolta að sinni. 1. mars 2021 13:02
Svona var 75. ársþing KSÍ Í dag fór fram ársþing KSÍ en vegna samkomutakmarkanna vegna kórónuveirunnar fer þingið í ár fram rafrænt. 27. febrúar 2021 12:31
Tekst að knýja fram breytingar á Pepsi Max deild karla? Hugsanlega mun aðeins ein tillaga af fjórum standa eftir um breytingar á úrvalsdeild karla í fótbolta, Pepsi Max-deildinni, þegar fulltrúar knattspyrnufélaga landsins ganga til kosninga á laugardaginn. Óvissa ríkir um hvort nokkur breyting verði samþykkt. 25. febrúar 2021 12:31
„Þessi samtök eru á ákveðnum krossgötum“ „Samtökin eru ekki eitthvað útibú frá KSÍ,“ segir Orri Vignir Hlöðversson, nýr formaður Íslensks toppfótbolta. Orri var sjálfkjörinn í embættið í síðustu viku eftir að Geir Þorsteinsson dró framboð sitt til baka, ósáttur við að framboð Orra væri álitið lögmætt, en Orri kveðst alls ekki líta svo á að hann hefji sitt starf í mótbyr. 23. febrúar 2021 09:39
„Þetta er orðið atvinnugrein og við erum ekkert að laumupokast með það“ Formaður knattspyrnudeildar Vals fór yfir nýjar áherslur félagsins fyrir komandi tímabil í Pepsi Max deildinni í fótbolta í viðtali við Stöð 2 Sport. Liðið æfir tvisvar á dag tvo daga vikunnar og er í raun orðið atvinnumannalið. 2. febrúar 2021 19:00