Svona yrði brugðist við á Keflavíkurflugvelli í eldgosi Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. mars 2021 12:27 Keflavíkurflugvöllur er vel staðsettur með tillit til eldgosa á Reykjanesskaga, að sögn Isavia. Vísir/vilhelm Litlar líkur eru á að hraun loki Keflavíkurflugvelli komi til eldgoss. Öskufall er helsti áhrifaþáttur á völlinn. Þetta kemur fram í svari Isavia við fyrirspurn fréttastofu um áhrif eldgoss á starfsemi Keflavíkurflugvallar. Vísindaráð almannavarna telur líklegustu skýringu jarðskjálftavirkninnar á Reykjanesskaga undanfarna daga vera þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mest jarðskjálftavirkni hefur verið. Isavia segir að kæmi til eldgos á Reykjanesskaga yrðu áætlanir félagsins vegna eldgosa og öskufalls virkjaðar. Þær feli í sér að tryggja öryggi og áframhaldandi rekstur. Vert sé að hafa í huga að í aðdraganda eldgoss verði flugrekendur að taka ýmsar ákvarðanir um sinn rekstur, færa til vélar og þess háttar. Þær ákvarðanir séu ekki á borðum Isavia. „Við upphaf eldgoss er afmarkaður 120 sjómílna (220 km) hringur utan um eldstöðina sem er lokaður fyrir allri flugumferð, ef flugvöllurinn er innan þess svæðis verða ekki komur eða brottfarir á flugvellinum,“ segir Isavia. Á sama tíma sé útbúin spá um öskusvæðið. Lokunarhringurinn verði tekinn af um leið og spáin liggi fyrir og flugrekendur ákveði hvort þeir vilji fljúga í gegnum spásvæðið. Keflavíkurflugvöllur verði opinn meðan aðstæður leyfa en helsti áhrifaþáttur í því samhengi sé öskufall á vellinum. Lítil hætta stafi af hraunflæði. „Keflavíkurflugvöllur er afar vel staðsettur með tilliti til hraunflæðis hann stendur hátt og litlar líkur eru á að hraun loki vellinum sjálfum, það gæti hins vegar lokað aðkomu að vellinum. Keflavíkurflugvöllur er vel búin með tilliti til varaafls og mikilvægar gagnaleiðir eru tvöfaldar.“ Keflavíkurflugvöllur Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Isavia við fyrirspurn fréttastofu um áhrif eldgoss á starfsemi Keflavíkurflugvallar. Vísindaráð almannavarna telur líklegustu skýringu jarðskjálftavirkninnar á Reykjanesskaga undanfarna daga vera þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mest jarðskjálftavirkni hefur verið. Isavia segir að kæmi til eldgos á Reykjanesskaga yrðu áætlanir félagsins vegna eldgosa og öskufalls virkjaðar. Þær feli í sér að tryggja öryggi og áframhaldandi rekstur. Vert sé að hafa í huga að í aðdraganda eldgoss verði flugrekendur að taka ýmsar ákvarðanir um sinn rekstur, færa til vélar og þess háttar. Þær ákvarðanir séu ekki á borðum Isavia. „Við upphaf eldgoss er afmarkaður 120 sjómílna (220 km) hringur utan um eldstöðina sem er lokaður fyrir allri flugumferð, ef flugvöllurinn er innan þess svæðis verða ekki komur eða brottfarir á flugvellinum,“ segir Isavia. Á sama tíma sé útbúin spá um öskusvæðið. Lokunarhringurinn verði tekinn af um leið og spáin liggi fyrir og flugrekendur ákveði hvort þeir vilji fljúga í gegnum spásvæðið. Keflavíkurflugvöllur verði opinn meðan aðstæður leyfa en helsti áhrifaþáttur í því samhengi sé öskufall á vellinum. Lítil hætta stafi af hraunflæði. „Keflavíkurflugvöllur er afar vel staðsettur með tilliti til hraunflæðis hann stendur hátt og litlar líkur eru á að hraun loki vellinum sjálfum, það gæti hins vegar lokað aðkomu að vellinum. Keflavíkurflugvöllur er vel búin með tilliti til varaafls og mikilvægar gagnaleiðir eru tvöfaldar.“
Keflavíkurflugvöllur Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira