Körfubolti

Valencia tapaði í Tyrk­landi | Litlar líkur á að liðið komist í út­sláttar­keppnina

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martin, líkt og félagar sínir, komst lítt áleiðis í kvöld.
Martin, líkt og félagar sínir, komst lítt áleiðis í kvöld. Tolga Adanali/Getty Images

Martin Hermannsson og félagar í Valencia töpuðu með 16 stiga mun gegn Anadolu Efes Istanbul í EuroLeague í kvöld, lokatölur 99-83.

Gestirnir frá Spáni byrjuðu leikinn ágætlega og leiddu með fimm stiga mun að loknum fyrsta fjórðungi leiksins, staðan þá 18-23. Í öðrum fjórðung snerist dæmið algerlega við og heimamenn tóku öll völd á vellinum, þeir unnu leikhlutann með ellefu stiga mun og voru því sex stigum yfir í hálfleik, staðan þá 46-40.

Yfirburðir heimamanna í síðari hálfleik héldu áfram og fór það svo að þeir unnu leikinn á endanum nokkuð sannfærandi með 16 stiga mun eins og áður sagði, lokatölur 99-83.

Valencia hefði þurft á sigri að halda til að auka möguleika sína á að komast áfram í útsláttarkeppni EuroLeague en þangað fara aðeins efstu átta lið deildarinnar. Valencia er sem stendur í 9. sæti með 14 sigra og 12 töp. Þar fyrir ofan er Real Madrid með 16 sigra og 11 töp.

Martin skoraði fjögur stig, gaf þrjár stoðsendingar og tók eitt frákast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×