Gestirnir frá Spáni byrjuðu leikinn ágætlega og leiddu með fimm stiga mun að loknum fyrsta fjórðungi leiksins, staðan þá 18-23. Í öðrum fjórðung snerist dæmið algerlega við og heimamenn tóku öll völd á vellinum, þeir unnu leikhlutann með ellefu stiga mun og voru því sex stigum yfir í hálfleik, staðan þá 46-40.
Yfirburðir heimamanna í síðari hálfleik héldu áfram og fór það svo að þeir unnu leikinn á endanum nokkuð sannfærandi með 16 stiga mun eins og áður sagði, lokatölur 99-83.
Final
— Valencia Basket Club (@valenciabasket) March 2, 2021
Buscaremos la victoria 15 el jueves en Tel Aviv
J27 #EuroLeague
@AnadoluEfesSK 99@valenciabasket 83#EActíVate pic.twitter.com/cxoClhbWOW
Valencia hefði þurft á sigri að halda til að auka möguleika sína á að komast áfram í útsláttarkeppni EuroLeague en þangað fara aðeins efstu átta lið deildarinnar. Valencia er sem stendur í 9. sæti með 14 sigra og 12 töp. Þar fyrir ofan er Real Madrid með 16 sigra og 11 töp.
Martin skoraði fjögur stig, gaf þrjár stoðsendingar og tók eitt frákast.