Fjölmiðlar hafa verið duglegir að skrifa um meiðsli leikmanna Liverpool í titilvörninni og ekki að ástæðulausu.
Jürgen Klopp hefur sem dæmi þurft að stilla upp átján mismunandi miðvarðarpörum á leiktíðinni en það virðist vera stórhættulegt fyrir leikmenn Liverpool að spila í miðri vörninni.
Sky Sports tók saman þá daga sem leikmenn liðanna hafa verið frá vegna meiðsla.
Leikmenn Liverpool eru nú komnir með yfir þúsund daga á meiðslalistanum en aðeins eitt annað lið er yfir átta hundruð dögum á listanum.
The injury lists keep growing as the games keep coming, but could injuries determine the top-four race?
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 2, 2021
Næsta félag er Crystal Palace en svo kom Newcastle og Southamption í næstu sætum.
Stærstu meiðslin hjá Liverpool eru án efa fjarvera hollenska miðvarðarins Virgil van Dijk sem sleit krossband í hné á móti Everton um miðjan október.
Miðverðirnir Joe Gomez og Joël Matip eru líka meiddir sem og þeir Fabinho og Jordan Henderson sem hafa leyst af í vörninni síðan að Van Dijk meiddist.
20. Chelsea
— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 3, 2021
13. Man United
8. Man City
1. Liverpool
Maybe Robertson was right when he said no team could deal with the injuries Liverpool have had #LFChttps://t.co/S1GLmVtg5O
Þá hefur Naby Keita verið mikið frá að venju og liðið misst líka Diogo Jota í byrjun desember og portúgalski framherjinn er ekki enn byrjaður að spila aftur.
Það er margt sem bendir til þess að mikið álag á fáum leikmönnum undanfarin tímabil sé að koma í bakið á Jürgen Klopp og lærisveinum hans. Fyrir vikið er liðið ekki að keppa um Englandsmeistaratitilinn í mars heldur um að komast aftur upp í hóp fjögurra efstu liðanna.