Páfinn ætlar að stappa stálinu í kristna Íraka sem hafa átt undir högg að sækja Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2021 08:47 Hermenn standa vörð nærri mynd af páfanum í Bagdad. AP/Hadi Mizban Frans Páfi leggur leið sína til Íraks í dag þar sem hann mun hitta kristna Íraka. Þeim hefur fækkað gífurlega á undanförnum árum vegna ofbeldis í landinu og af ótta við ofbeldi gegn þeim. Ráðamenn í Írak segjast ætla að taka páfanum fagnandi og sýna þann árangur sem náðst hefur í að skapa öryggi í landinu. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar mun páfinn reiða sig á öryggissveitir Íraka og hefur Bagdad verið skreytt táknum kaþólsku trúarinnar og íslamstrúar. Páfinn mun vera í Írak í þrjá daga og mun hann meðal annars funda með sjíaklerknum Ali al-Sistani, sem er einn æðsti klerkur landsins og er mjög áhrifamikill í íslamstrú. Hann mun einnig biðja í kirkju kristinna í Bagdad þar sem 58 manns voru myrtir af vígamönnum árið 2010. Hann ætlar einnig að heiðra kristna Íraka og boða skilaboð samheldni og sátta, sem AP fréttaveitan segir að geti orðið erfitt. Frans páfi lagði af stað frá Róm í morgun.AP/Gregorio Borgia Aldagamall menningarhópur Páfinn hefur ítrekað ferðast til landa þar sem kristnir eru í minnihluta og hafa jafnvel orðið fyrir fordómum og ofbeldi. Kristnir Írakar eru þar ekki undanskildir en Frans páfi segist lengi hafa dáðst að þessum hópi. Vatíkanið og páfinn hafa lengi krafist þess að þessi hópur sé varðveittur og honum sé tryggt öryggi. Um er að ræða menningarhóp sem spannar tvö árþúsund og inniheldur iðkendur einhverra elstu og fjölbreyttustu trúarbragða í heimi. Kristnir Íraka hafa orðið fyrir fordómum og ofbeldi mörg ár aftur í tímann, löngu fyriri upprisu Íslamska ríkisins eða innrás Bandaríkjanna árið 2003, sem hleypti landinu í óreiðu. Hefur fækkað gífurlega Vitað er til þess að á undanförnum tveimur áratugum hafa minnst milljón kristna Íraka flúið land vegna átaka, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar frá því í síðasta mánuði. Talið er að um 400 til 250 þúsund manns séu eftir og margir þeirra voru reknir frá heimahögum sínum á Nineveh sléttunum af vígamönnum ISIS sumarið 2015. Þeir fáu sem hafa snúið aftur síðan þá hafa komið að heimilum sínum og kirkjum í rústum. Árið 2003, þegar Saddam Hussein var komið frá völdum, er talið að kristnir Írakar hafi verið um 1,5 milljón talsins, í landi þar sem um 25 milljónir búa. Í dag eru Írakar um 40 milljónir og, eins og áður segir, um 400 til 250 þúsund þeirra eru kristnir. „Þegar ég var 24 ára hafði ég upplifað þrjú stríð,“ sagði einn viðmælandi AFP, Sally Fawzi. Hún og fjölskylda hennar flúðu fyrir áratug og búa nú í Texas í Bandaríkjunum. Um helmingur þeirra sem hefur flúið búa nú í Bandaríkjunum. Einnig búa margir í Kanada, Ástralíu, Noregi og öðrum hlutum Evrópu. Írak Trúmál Páfagarður Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Sjá meira
Ráðamenn í Írak segjast ætla að taka páfanum fagnandi og sýna þann árangur sem náðst hefur í að skapa öryggi í landinu. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar mun páfinn reiða sig á öryggissveitir Íraka og hefur Bagdad verið skreytt táknum kaþólsku trúarinnar og íslamstrúar. Páfinn mun vera í Írak í þrjá daga og mun hann meðal annars funda með sjíaklerknum Ali al-Sistani, sem er einn æðsti klerkur landsins og er mjög áhrifamikill í íslamstrú. Hann mun einnig biðja í kirkju kristinna í Bagdad þar sem 58 manns voru myrtir af vígamönnum árið 2010. Hann ætlar einnig að heiðra kristna Íraka og boða skilaboð samheldni og sátta, sem AP fréttaveitan segir að geti orðið erfitt. Frans páfi lagði af stað frá Róm í morgun.AP/Gregorio Borgia Aldagamall menningarhópur Páfinn hefur ítrekað ferðast til landa þar sem kristnir eru í minnihluta og hafa jafnvel orðið fyrir fordómum og ofbeldi. Kristnir Írakar eru þar ekki undanskildir en Frans páfi segist lengi hafa dáðst að þessum hópi. Vatíkanið og páfinn hafa lengi krafist þess að þessi hópur sé varðveittur og honum sé tryggt öryggi. Um er að ræða menningarhóp sem spannar tvö árþúsund og inniheldur iðkendur einhverra elstu og fjölbreyttustu trúarbragða í heimi. Kristnir Íraka hafa orðið fyrir fordómum og ofbeldi mörg ár aftur í tímann, löngu fyriri upprisu Íslamska ríkisins eða innrás Bandaríkjanna árið 2003, sem hleypti landinu í óreiðu. Hefur fækkað gífurlega Vitað er til þess að á undanförnum tveimur áratugum hafa minnst milljón kristna Íraka flúið land vegna átaka, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar frá því í síðasta mánuði. Talið er að um 400 til 250 þúsund manns séu eftir og margir þeirra voru reknir frá heimahögum sínum á Nineveh sléttunum af vígamönnum ISIS sumarið 2015. Þeir fáu sem hafa snúið aftur síðan þá hafa komið að heimilum sínum og kirkjum í rústum. Árið 2003, þegar Saddam Hussein var komið frá völdum, er talið að kristnir Írakar hafi verið um 1,5 milljón talsins, í landi þar sem um 25 milljónir búa. Í dag eru Írakar um 40 milljónir og, eins og áður segir, um 400 til 250 þúsund þeirra eru kristnir. „Þegar ég var 24 ára hafði ég upplifað þrjú stríð,“ sagði einn viðmælandi AFP, Sally Fawzi. Hún og fjölskylda hennar flúðu fyrir áratug og búa nú í Texas í Bandaríkjunum. Um helmingur þeirra sem hefur flúið búa nú í Bandaríkjunum. Einnig búa margir í Kanada, Ástralíu, Noregi og öðrum hlutum Evrópu.
Írak Trúmál Páfagarður Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Sjá meira