Reykjavíkurborg telur kristinfræðifrumvarp ekki til að auka víðsýni og efla mannskilning Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. mars 2021 11:41 Frumvarpið er lagt fram af þingflokki Miðflokksins og tveimur þingmönnum Sjálfstæðisflokks. Reykjavíkurborg er „alfarið á móti þeirri nálgun að heiti námsgreinarinnar trúarbragðafræði verði breytt í kristinfræði og trúarbragðafræði og telur þá aðferð ekki til þess fallna að styðja við víðsýni og efla mannskilning.“ Þetta kemur fram í umsögn borgarinnar um frumvarp Miðflokksins um að efla stöðu kristinfræði í kennslu um trúarbragðafræði í grunnskólum. Meðflutningsmenn utan þingmanna Miðflokksins eru tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Brynjar Níelsson og Ásmundur Friðriksson. Í greinargerð með frumvarpinu segir meðal annars að æska landsins eigi rétt á að fá að kynnast þeim trúarbrögðum sem mótuðu það samfélag sem við búum í. „Saga landsins og kristni er að mörgu leyti samofin, þess vegna á kristinfræðin að njóta sérstöðu innan veggja grunnskólanna. Eðlilegt er að hún sé því í forgrunni í kennslu trúarbragða og vegna tengsla trúarinnar við sögu Íslands og menningu. Tengslin eru menningarleg, söguleg og félagsleg. Okkur ber að kynna áhrifin sem kristnin hefur haft á samfélag okkar. Eðlilegt er því að fræða sérstaklega um ríkjandi trú landsins. Það gerir nemendur læsa á íslenska og vestræna menningu og menningararf.“ Námið þurfi að þjóna fjölmenningarlegu samfélagi Í greinargerðinni er lögð áhersla á að markmiðið með fræðslu í kristnum fræðum sé ekki trúarleg boðun. Skólinn sé ekki trúboðsstofnun og því eigi kennslan ekki að stangast á við trúfrelsi. Lögmaður Reykjavíkurborgar segir hins vegar í umsögn að með því að leggja áherslu á fræðslu um kristna trú umfram aðra sé óbeint verið að senda nemendum og kennurum þau skilaboð að kristni sé mikilvægari eða betri en önnur trúarbrögð eða lífsskoðanir. „Í frumvarpi þessu felst því gífurleg mótsögn, enda fráleitt að halda því fram að nemendur öðlist aukið umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum með „sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni“, umfram önnur trúarbrögð eða lífsskoðanir,“ segir í umsögninni. „Reykjavíkurborg telur mikilvægt að kennsla um trúarbrögð fari fram á hlutlausan hátt og að námsgreinin taki mið af þeirri þróun sem orðið hefur í samfélaginu. Námið þarf að þjóna fjölmenningarlegu samfélagi og kenna nemendum að bera virðingu fyrir fólki óháð trú, trúleysi eða öðrum skoðunum. Markmið kennslunnar þarf að vera að auka skilning nemenda á ólíkum hefðum og lífsgildum og hvetja til fordómalausra umræðna sem einkennast af umburðarlyndi og virðingu. Þessum markmiðum verður aðeins náð með kennslu sem tekur jafnt tillit til ólíkra trúarbragða og trúleysis.“ Trúmál Alþingi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn borgarinnar um frumvarp Miðflokksins um að efla stöðu kristinfræði í kennslu um trúarbragðafræði í grunnskólum. Meðflutningsmenn utan þingmanna Miðflokksins eru tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Brynjar Níelsson og Ásmundur Friðriksson. Í greinargerð með frumvarpinu segir meðal annars að æska landsins eigi rétt á að fá að kynnast þeim trúarbrögðum sem mótuðu það samfélag sem við búum í. „Saga landsins og kristni er að mörgu leyti samofin, þess vegna á kristinfræðin að njóta sérstöðu innan veggja grunnskólanna. Eðlilegt er að hún sé því í forgrunni í kennslu trúarbragða og vegna tengsla trúarinnar við sögu Íslands og menningu. Tengslin eru menningarleg, söguleg og félagsleg. Okkur ber að kynna áhrifin sem kristnin hefur haft á samfélag okkar. Eðlilegt er því að fræða sérstaklega um ríkjandi trú landsins. Það gerir nemendur læsa á íslenska og vestræna menningu og menningararf.“ Námið þurfi að þjóna fjölmenningarlegu samfélagi Í greinargerðinni er lögð áhersla á að markmiðið með fræðslu í kristnum fræðum sé ekki trúarleg boðun. Skólinn sé ekki trúboðsstofnun og því eigi kennslan ekki að stangast á við trúfrelsi. Lögmaður Reykjavíkurborgar segir hins vegar í umsögn að með því að leggja áherslu á fræðslu um kristna trú umfram aðra sé óbeint verið að senda nemendum og kennurum þau skilaboð að kristni sé mikilvægari eða betri en önnur trúarbrögð eða lífsskoðanir. „Í frumvarpi þessu felst því gífurleg mótsögn, enda fráleitt að halda því fram að nemendur öðlist aukið umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum með „sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni“, umfram önnur trúarbrögð eða lífsskoðanir,“ segir í umsögninni. „Reykjavíkurborg telur mikilvægt að kennsla um trúarbrögð fari fram á hlutlausan hátt og að námsgreinin taki mið af þeirri þróun sem orðið hefur í samfélaginu. Námið þarf að þjóna fjölmenningarlegu samfélagi og kenna nemendum að bera virðingu fyrir fólki óháð trú, trúleysi eða öðrum skoðunum. Markmið kennslunnar þarf að vera að auka skilning nemenda á ólíkum hefðum og lífsgildum og hvetja til fordómalausra umræðna sem einkennast af umburðarlyndi og virðingu. Þessum markmiðum verður aðeins náð með kennslu sem tekur jafnt tillit til ólíkra trúarbragða og trúleysis.“
Trúmál Alþingi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira