Þjónustugreiðslur vegna barna: Bylting í framkvæmd fjárhagsaðstoðar á Íslandi Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 5. mars 2021 11:30 Borgarráð samþykkti í gær breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð sem flestar eiga rætur sínar að rekja til tillagna stýrihóps um aðgerðir gegn sárafátækt barna og fjölskyldna þeirra. Stýrihópurinn starfaði í umboði sviðsstjóra Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar á árunum 2019-2020 og var ég í forsvari fyrir hann. Hópurinn lagði mikla áherslu á að ná víðtæku samráði, við fræðimenn, starfsmenn, notendur og fulltrúa samtaka sem hafa reynslu af því að starfa með fólki í fátækt. Hópurinn lagði til ýmsar úrbætur í þjónustu Velferðarsviðs bæði á sviði úrræða, reglna, upplýsingagjafar og samráðs. Rík áhersla var á að koma á fót þjónustugreiðslum til barna þeirra sem nutu fjárhagsaðstoðar til að tryggja þeim mikilvæga grunnþjónustu óháð efnahag foreldra. Stærstu breytingarnar sem nú hafa verið samþykktar á reglum um fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar felast í því, að heimildagreiðslur sem hafa verið til vegna barna verða nú þjónustugreiðslur, sem verða að sjálfkrafa rétti en ekki heimild. Þannig er hægt að veita börnum notenda fjárhagsaðstoðar ákveðna grunnþjónustu á vegum borgarinnar. Þjónustugreiðslurnar duga fyrir allt að átta tíma dvöl á leikskóla ásamt fæðisgjaldi, dvöl á frístundaheimili fimm daga í viku ásamt síðdegishressingu og skólamat fyrir hvert barn notenda fjárhagsaðstoðar. Greiningar velferðarsviðs sýndu að fyrirkomulagið sem hefur verið við lýði varðandi heimildagreiðslur vegna barna, hamlaði notendum að sækja rétt sinn, þar sem fyrst þurfti að leggja út fyrir kostnaði og fá síðan hluta hans endurgreiddan. Fyrstu sex mánuði ársins 2019 nýttu einungis 41% foreldra á fjárhagsaðstoð heimildagreiðslur vegna barna. Með nýju fyrirkomulagi verður hægt að tryggja öllum notendum þjónustugreiðslur með skilvirkum hætti og börnum þeirra mikilvæga grunnþjónustu. Hér er um að ræða algjörlega nýja nálgun í framkvæmd fjárhagsaðstoðar hér á landi, barnmiðaða nálgun, þar sem litið er á sjálfstæðan rétt barna til þjónustu. Þjónustugreiðslur vegna barna er bylting í framkvæmd fjárhagsaðstoðar hér á landi þar sem unnið er með hagsmuni og velferð barna að leiðarljósi. Þessarri mikilvægu breytingu ber að fagna enda mikilvægt skref í átt að barnvænna og betra samfélagi. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Vinstri græn Reykjavík Borgarstjórn Félagsmál Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Borgarráð samþykkti í gær breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð sem flestar eiga rætur sínar að rekja til tillagna stýrihóps um aðgerðir gegn sárafátækt barna og fjölskyldna þeirra. Stýrihópurinn starfaði í umboði sviðsstjóra Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar á árunum 2019-2020 og var ég í forsvari fyrir hann. Hópurinn lagði mikla áherslu á að ná víðtæku samráði, við fræðimenn, starfsmenn, notendur og fulltrúa samtaka sem hafa reynslu af því að starfa með fólki í fátækt. Hópurinn lagði til ýmsar úrbætur í þjónustu Velferðarsviðs bæði á sviði úrræða, reglna, upplýsingagjafar og samráðs. Rík áhersla var á að koma á fót þjónustugreiðslum til barna þeirra sem nutu fjárhagsaðstoðar til að tryggja þeim mikilvæga grunnþjónustu óháð efnahag foreldra. Stærstu breytingarnar sem nú hafa verið samþykktar á reglum um fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar felast í því, að heimildagreiðslur sem hafa verið til vegna barna verða nú þjónustugreiðslur, sem verða að sjálfkrafa rétti en ekki heimild. Þannig er hægt að veita börnum notenda fjárhagsaðstoðar ákveðna grunnþjónustu á vegum borgarinnar. Þjónustugreiðslurnar duga fyrir allt að átta tíma dvöl á leikskóla ásamt fæðisgjaldi, dvöl á frístundaheimili fimm daga í viku ásamt síðdegishressingu og skólamat fyrir hvert barn notenda fjárhagsaðstoðar. Greiningar velferðarsviðs sýndu að fyrirkomulagið sem hefur verið við lýði varðandi heimildagreiðslur vegna barna, hamlaði notendum að sækja rétt sinn, þar sem fyrst þurfti að leggja út fyrir kostnaði og fá síðan hluta hans endurgreiddan. Fyrstu sex mánuði ársins 2019 nýttu einungis 41% foreldra á fjárhagsaðstoð heimildagreiðslur vegna barna. Með nýju fyrirkomulagi verður hægt að tryggja öllum notendum þjónustugreiðslur með skilvirkum hætti og börnum þeirra mikilvæga grunnþjónustu. Hér er um að ræða algjörlega nýja nálgun í framkvæmd fjárhagsaðstoðar hér á landi, barnmiðaða nálgun, þar sem litið er á sjálfstæðan rétt barna til þjónustu. Þjónustugreiðslur vegna barna er bylting í framkvæmd fjárhagsaðstoðar hér á landi þar sem unnið er með hagsmuni og velferð barna að leiðarljósi. Þessarri mikilvægu breytingu ber að fagna enda mikilvægt skref í átt að barnvænna og betra samfélagi. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun