Mátti kalla barnsföður sinn ofbeldismann á Facebook Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2021 19:01 Þrír dómarar Landsréttar stðafestu sýknudóm Héraðsdóms Reykjaness yfir konunni. Þeir töldu að tjáningarfrelsi hennar væru of miklar hömlur settar væri henni meinað að tjá sig með þeim hætti sem hún gerði. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti sýknu yfir konu sem var kærð fyrir meintar ærumeiðingar um barnsföður sinn á samfélagsmiðlinum Facebook. Konan vísaði til mannsins sem ofbeldismanns í nokkrum færslum á miðlinum. Fólkið var í sambúð um árabil og eiga tvö börn saman. Eftir að þau slitu sambúð hófust málaferli um forsjá, lögheimili og umgengni við börn þeirra, að því er segir í upphaflegum dómi Héraðsdóms Reykjaness. Karlmaðurinn kærði barnsmóður sína vegna átján ummæla á Facebook. Krafðist hann ómerkingar á ummælunum og að konan yrði dæmd til refsingar fyrir að hafa viðhaft og birt ummælin opinberlega. Henni yrði ennfremur gert að greiða honum milljón krónur í miskabætur og að kosta birtingu dómsins. Byggði maðurinn á að ummæli konunnar væru uppspuni. Í ummælunum lýsti konan því að hún og börn hennar hefðu orðið fyrir ofbeldi af hálfu fyrrverandi maka. Lýsti hún manninum meðal annars sem „ofbeldismanni“. Konan byggði vörn sína á að ummælin væru sönn en til vara að þau fælu í sér gildisdóm. Landsréttur taldi að konan hefði með ummælum sínum tekið í þátt í almennri þjóðfélagsumræðu um heimilisofbeldi og tálmun á umgengnisrétti barna við foreldra. Rúmt tjáningarfrelsi gildi almennt um þátttöku í slíkri umræðu. Bent var á að konan hefði hvorki nafngreint manninn í ummælum sínum né annars staðar í færslum sínum. Við meðferð málsins hafi konan jafnframt lagt fram gögn sem leiddu nægar líkur að því að ummæli hennar hefðu ekki verið tilhæfulaus og að hún hafi þar með verið í góðri trú um réttmæti þeirra. Þannig lagði konan meðal annars fram sex tilkynningar til barnaverndar frá fjögurra ára tímabili og fleiri gögn frá barnavernd máli sínu til stuðnings. Konan var sýknuð af kröfum mannsins. Landsréttur felldi niður málskostnað milli aðila fyrir héraðsdómi og Landsrétti. Dómsmál Heimilisofbeldi Tjáningarfrelsi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Fólkið var í sambúð um árabil og eiga tvö börn saman. Eftir að þau slitu sambúð hófust málaferli um forsjá, lögheimili og umgengni við börn þeirra, að því er segir í upphaflegum dómi Héraðsdóms Reykjaness. Karlmaðurinn kærði barnsmóður sína vegna átján ummæla á Facebook. Krafðist hann ómerkingar á ummælunum og að konan yrði dæmd til refsingar fyrir að hafa viðhaft og birt ummælin opinberlega. Henni yrði ennfremur gert að greiða honum milljón krónur í miskabætur og að kosta birtingu dómsins. Byggði maðurinn á að ummæli konunnar væru uppspuni. Í ummælunum lýsti konan því að hún og börn hennar hefðu orðið fyrir ofbeldi af hálfu fyrrverandi maka. Lýsti hún manninum meðal annars sem „ofbeldismanni“. Konan byggði vörn sína á að ummælin væru sönn en til vara að þau fælu í sér gildisdóm. Landsréttur taldi að konan hefði með ummælum sínum tekið í þátt í almennri þjóðfélagsumræðu um heimilisofbeldi og tálmun á umgengnisrétti barna við foreldra. Rúmt tjáningarfrelsi gildi almennt um þátttöku í slíkri umræðu. Bent var á að konan hefði hvorki nafngreint manninn í ummælum sínum né annars staðar í færslum sínum. Við meðferð málsins hafi konan jafnframt lagt fram gögn sem leiddu nægar líkur að því að ummæli hennar hefðu ekki verið tilhæfulaus og að hún hafi þar með verið í góðri trú um réttmæti þeirra. Þannig lagði konan meðal annars fram sex tilkynningar til barnaverndar frá fjögurra ára tímabili og fleiri gögn frá barnavernd máli sínu til stuðnings. Konan var sýknuð af kröfum mannsins. Landsréttur felldi niður málskostnað milli aðila fyrir héraðsdómi og Landsrétti.
Dómsmál Heimilisofbeldi Tjáningarfrelsi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira