Segir mál Lilju vonda lögfræði og enn verri pólitík Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2021 20:24 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Stöð 2 Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um að Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, hafi brotið jafnréttislög við skipan ráðuneytisstjóra var afdráttarlaus um að leikreglur hafi verið brotnar að mati þingmanns Viðreisnar. Í málinu sé vond lögfræði og ennþá verri pólitík. Lilja hefur ekki veitt fjölmiðlum kost á viðtali í dag eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði því að fella úr gildi úrskurð kærunefndar í jafnréttismálum um að hún hafi brotið jafnréttislög þegar hún skipaði Pál Magnússon ráðuneytisstjóra í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Aðstoðarmaður Lilju staðfesti þó að ráðherrann ætlaði að áfrýja dómnum til Landsréttar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði einnkennilegt að Lilja ætlaði að áfrýja málið og sérskennilegt að ráðherrann hefði lagt upp í málareksturinn yfir höfuð í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Dómurinn hafi verið skýr, afdráttarlaus og þungur í garð ráðherra. Bæði kærunefnd og dómstólar hafi komið að afdráttarlausri niðurstöðu um að leikreglur hafi verið brotnar við skipan ráðuneytisstjórans. „Ég er reyndar þeirrar skoðunar að það sé vond lögfræði í þessu máli og enn verri pólitík. Hún hefði ekki átt að leggja af stað með þetta en hefur sagt hérna inni í þingsal að hún sé með þessu að standa með sinni sannfæringu. Niðurstaða dómsins í dag er sú að sannfæring hennar stenst ekki skoðun,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Málið í heild telur hún „vondan spegil“ á heilbrigða jafnréttispólitík, að ríkisvaldið fari fram með þesusm hætti gegn einstaklingi sem taldi brotið á rétti sínum. „Mér finnst þetta umhugsunarverð stefna í jafnréttismálum af hálfu stjórnarinnar,“ sagði þingmaðurinn. Ríkið var dæmt til að greiða allan málskostnað Hafdísar Helgu Ólafsdóttur sem kærði skipan í stöðu ráðuneytisstjórans upp á fjórar og hálfa milljón króna. Lilja skipaði Pál í embættið frá 1. desember 2019 en hann var lengi virkur í Framsóknarflokki Lilju og hefur meðal annars starfað sem aðstoðarmaður ráðherra og bæjarritari Kópavogs. Stjórnsýsla Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Áfrýjar dómi um brot á jafnréttislögum Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði kröfu hennar um að úrskurður kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra yrði ógiltur í dag. 5. mars 2021 19:20 Menntamálaráðherra tapaði í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um ógildingu úrskurðar kærunefndar jafnréttisnefndarmála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið. 5. mars 2021 12:12 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Lilja hefur ekki veitt fjölmiðlum kost á viðtali í dag eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði því að fella úr gildi úrskurð kærunefndar í jafnréttismálum um að hún hafi brotið jafnréttislög þegar hún skipaði Pál Magnússon ráðuneytisstjóra í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Aðstoðarmaður Lilju staðfesti þó að ráðherrann ætlaði að áfrýja dómnum til Landsréttar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði einnkennilegt að Lilja ætlaði að áfrýja málið og sérskennilegt að ráðherrann hefði lagt upp í málareksturinn yfir höfuð í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Dómurinn hafi verið skýr, afdráttarlaus og þungur í garð ráðherra. Bæði kærunefnd og dómstólar hafi komið að afdráttarlausri niðurstöðu um að leikreglur hafi verið brotnar við skipan ráðuneytisstjórans. „Ég er reyndar þeirrar skoðunar að það sé vond lögfræði í þessu máli og enn verri pólitík. Hún hefði ekki átt að leggja af stað með þetta en hefur sagt hérna inni í þingsal að hún sé með þessu að standa með sinni sannfæringu. Niðurstaða dómsins í dag er sú að sannfæring hennar stenst ekki skoðun,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Málið í heild telur hún „vondan spegil“ á heilbrigða jafnréttispólitík, að ríkisvaldið fari fram með þesusm hætti gegn einstaklingi sem taldi brotið á rétti sínum. „Mér finnst þetta umhugsunarverð stefna í jafnréttismálum af hálfu stjórnarinnar,“ sagði þingmaðurinn. Ríkið var dæmt til að greiða allan málskostnað Hafdísar Helgu Ólafsdóttur sem kærði skipan í stöðu ráðuneytisstjórans upp á fjórar og hálfa milljón króna. Lilja skipaði Pál í embættið frá 1. desember 2019 en hann var lengi virkur í Framsóknarflokki Lilju og hefur meðal annars starfað sem aðstoðarmaður ráðherra og bæjarritari Kópavogs.
Stjórnsýsla Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Áfrýjar dómi um brot á jafnréttislögum Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði kröfu hennar um að úrskurður kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra yrði ógiltur í dag. 5. mars 2021 19:20 Menntamálaráðherra tapaði í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um ógildingu úrskurðar kærunefndar jafnréttisnefndarmála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið. 5. mars 2021 12:12 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Áfrýjar dómi um brot á jafnréttislögum Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði kröfu hennar um að úrskurður kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra yrði ógiltur í dag. 5. mars 2021 19:20
Menntamálaráðherra tapaði í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um ógildingu úrskurðar kærunefndar jafnréttisnefndarmála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið. 5. mars 2021 12:12