Hefði ekki átt að vera rafmagnslaust svona lengi Elín Margrét Böðvarsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 6. mars 2021 11:32 Rafmagnslaust var í Grindavík í þónokkuð langan tíma. Vísir/Egill Egill Þorsteinn Sigmundsson, Sviðsstjóri rafmagnssviðs hjá HS Veitum, segir ólíklegt að rafmagnsleysið í Grindavík megi rekja til jarðhræringa á Reykjanesi. Það sé fyrst og fremst óheppni að rafmagni hafi slegið út í Grindavík á þessum tímapunkti. Töluvert langan tíma tók að finna bilunina sem olli rafmagnsleysinu. Rafmagnslaust var í um átta til tíu klukkustundir í gær. „Það er búið að finna orsökina, þetta var í tveimur spennistöðvum niðri í Grindavík, bæði háspennubúnaður sem var bilaður og svo lágpennubúnaður í öðru tilfelli. Tengist ekki neitt þannig. Við erum svo sem ekki búin að greina þetta þannig, þetta gætu verið einhverjar orsakir eftir þessa skjálfta en það þarf ekki að vera,“ segir Egill í samtali við fréttastofu. „Útslátturinn verður um tvö leytið, þá slær út hluti af Svartsengi og öll Grindavík, sá búnaður sem slær þessu út, það má segja að hann sé til að verja stóran spenni sem er í Svartsengi, á bara að sjá um það, en hann fer út fyrir sitt starfssvið, hann horfir lengra en bara á þann búnað sem hann á að verja og sér einhverja bilun og hún er niðri í Grindavík,“ útskýrir Egill. Í byrjun hafi starfsfólk ekki skynjað þetta og það hafi truflaði alla greiningu í byrjun. „Fyrst héldum við að það væri spennirinn sem var bilaður, þá fór tími í það og verið að ákveða hvort það ætti að skjóta á hann,“ segir Egill. Hefði átt að standa í um þrjá tíma í mesta lagi „Menn þurfa að vera fullvissir um að það sé ekkert bilað í spenninum þegar það er skotið á hann, þannig að það tekur tíma, síðan í framhaldinu þá fara menn að horfa aðeins út úr spenninum og þá telja menn líklegt að tengining frá Svartsengi og niður í Grindavík, að það sé eitthvað að þeim streng. Við förum í miklar mælingar til að sannfæra okkur um að þessir strengir séu í lagi, og þetta allt tekur mjög langan tíma, og þá loksins sjáum við að bilunin er raunverulega niðri í Grindavík,“ segir Egill. „Í byrjun þá hefði aldrei átt að slá út þessi búnaður sem að sló út í Svartsengi, hann átti ekkert að vera að skipta sér af þessu svæði og það er það sem truflaði okkur í byrjun með þessa bilanagreiningu og þess vegna tók þetta allt of langan tíma og þetta hefði kannski bara staðið yfir í þrjá, þrjá og hálfan tíma í mesta lagi og bara í hluta Grindavíkur ef að þessi búnaður hefði ekki verið að vinna svona upp. Búnaðurinn kominn til ára sinna Er ekki hægt að útiloka skjálftarnir hafi komið þessu af stað? „Það eru litlar líkur,“ svarar Egill. Það væri hálfgerð óheppni að slegið hafi út í Grindavík í ofanálag við allt annað sem þar hefur verið í gangi sökum jarðhræringa undanfarinna daga. „Ég held að þetta sé nú bara bæði það að rofinn sem fer þarna í háspennunni var kominn til ára sinna og það var svo sem planið að skipta honum út,“ segir Egill. Í mesta lagi sé möguleiki að bilunina sem upp kom í lágspennukerfi í nýju hverfi í Grindavík megi rekja til jarðskjálfta. Hann kveðst þó ekki geta fullyrt um það. Egill segir jafnframt að rafmagnsleysið í Grindavík og Svartsengi tengist ekkert rafmagnsleysinu á Selfossi í gær. „Á Selfossi þá töldu menn sig sjá eldingu í línu Landsnets sem liggur frá Eyrarfoss og niður á Selfoss og alla veganna sló sú lína út og um leið og hún fer út þá slær hún út bæði spenni fyrir okkur HS Veitur og Rarik á Selfossi,“ segir Egill. Mjög stuttan tíma hafi þó tekið að gera við þá bilun. Fréttin hefur verið uppfærð. Orkumál Grindavík Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Sjá meira
„Það er búið að finna orsökina, þetta var í tveimur spennistöðvum niðri í Grindavík, bæði háspennubúnaður sem var bilaður og svo lágpennubúnaður í öðru tilfelli. Tengist ekki neitt þannig. Við erum svo sem ekki búin að greina þetta þannig, þetta gætu verið einhverjar orsakir eftir þessa skjálfta en það þarf ekki að vera,“ segir Egill í samtali við fréttastofu. „Útslátturinn verður um tvö leytið, þá slær út hluti af Svartsengi og öll Grindavík, sá búnaður sem slær þessu út, það má segja að hann sé til að verja stóran spenni sem er í Svartsengi, á bara að sjá um það, en hann fer út fyrir sitt starfssvið, hann horfir lengra en bara á þann búnað sem hann á að verja og sér einhverja bilun og hún er niðri í Grindavík,“ útskýrir Egill. Í byrjun hafi starfsfólk ekki skynjað þetta og það hafi truflaði alla greiningu í byrjun. „Fyrst héldum við að það væri spennirinn sem var bilaður, þá fór tími í það og verið að ákveða hvort það ætti að skjóta á hann,“ segir Egill. Hefði átt að standa í um þrjá tíma í mesta lagi „Menn þurfa að vera fullvissir um að það sé ekkert bilað í spenninum þegar það er skotið á hann, þannig að það tekur tíma, síðan í framhaldinu þá fara menn að horfa aðeins út úr spenninum og þá telja menn líklegt að tengining frá Svartsengi og niður í Grindavík, að það sé eitthvað að þeim streng. Við förum í miklar mælingar til að sannfæra okkur um að þessir strengir séu í lagi, og þetta allt tekur mjög langan tíma, og þá loksins sjáum við að bilunin er raunverulega niðri í Grindavík,“ segir Egill. „Í byrjun þá hefði aldrei átt að slá út þessi búnaður sem að sló út í Svartsengi, hann átti ekkert að vera að skipta sér af þessu svæði og það er það sem truflaði okkur í byrjun með þessa bilanagreiningu og þess vegna tók þetta allt of langan tíma og þetta hefði kannski bara staðið yfir í þrjá, þrjá og hálfan tíma í mesta lagi og bara í hluta Grindavíkur ef að þessi búnaður hefði ekki verið að vinna svona upp. Búnaðurinn kominn til ára sinna Er ekki hægt að útiloka skjálftarnir hafi komið þessu af stað? „Það eru litlar líkur,“ svarar Egill. Það væri hálfgerð óheppni að slegið hafi út í Grindavík í ofanálag við allt annað sem þar hefur verið í gangi sökum jarðhræringa undanfarinna daga. „Ég held að þetta sé nú bara bæði það að rofinn sem fer þarna í háspennunni var kominn til ára sinna og það var svo sem planið að skipta honum út,“ segir Egill. Í mesta lagi sé möguleiki að bilunina sem upp kom í lágspennukerfi í nýju hverfi í Grindavík megi rekja til jarðskjálfta. Hann kveðst þó ekki geta fullyrt um það. Egill segir jafnframt að rafmagnsleysið í Grindavík og Svartsengi tengist ekkert rafmagnsleysinu á Selfossi í gær. „Á Selfossi þá töldu menn sig sjá eldingu í línu Landsnets sem liggur frá Eyrarfoss og niður á Selfoss og alla veganna sló sú lína út og um leið og hún fer út þá slær hún út bæði spenni fyrir okkur HS Veitur og Rarik á Selfossi,“ segir Egill. Mjög stuttan tíma hafi þó tekið að gera við þá bilun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Orkumál Grindavík Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Sjá meira