Hefði ekki átt að vera rafmagnslaust svona lengi Elín Margrét Böðvarsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 6. mars 2021 11:32 Rafmagnslaust var í Grindavík í þónokkuð langan tíma. Vísir/Egill Egill Þorsteinn Sigmundsson, Sviðsstjóri rafmagnssviðs hjá HS Veitum, segir ólíklegt að rafmagnsleysið í Grindavík megi rekja til jarðhræringa á Reykjanesi. Það sé fyrst og fremst óheppni að rafmagni hafi slegið út í Grindavík á þessum tímapunkti. Töluvert langan tíma tók að finna bilunina sem olli rafmagnsleysinu. Rafmagnslaust var í um átta til tíu klukkustundir í gær. „Það er búið að finna orsökina, þetta var í tveimur spennistöðvum niðri í Grindavík, bæði háspennubúnaður sem var bilaður og svo lágpennubúnaður í öðru tilfelli. Tengist ekki neitt þannig. Við erum svo sem ekki búin að greina þetta þannig, þetta gætu verið einhverjar orsakir eftir þessa skjálfta en það þarf ekki að vera,“ segir Egill í samtali við fréttastofu. „Útslátturinn verður um tvö leytið, þá slær út hluti af Svartsengi og öll Grindavík, sá búnaður sem slær þessu út, það má segja að hann sé til að verja stóran spenni sem er í Svartsengi, á bara að sjá um það, en hann fer út fyrir sitt starfssvið, hann horfir lengra en bara á þann búnað sem hann á að verja og sér einhverja bilun og hún er niðri í Grindavík,“ útskýrir Egill. Í byrjun hafi starfsfólk ekki skynjað þetta og það hafi truflaði alla greiningu í byrjun. „Fyrst héldum við að það væri spennirinn sem var bilaður, þá fór tími í það og verið að ákveða hvort það ætti að skjóta á hann,“ segir Egill. Hefði átt að standa í um þrjá tíma í mesta lagi „Menn þurfa að vera fullvissir um að það sé ekkert bilað í spenninum þegar það er skotið á hann, þannig að það tekur tíma, síðan í framhaldinu þá fara menn að horfa aðeins út úr spenninum og þá telja menn líklegt að tengining frá Svartsengi og niður í Grindavík, að það sé eitthvað að þeim streng. Við förum í miklar mælingar til að sannfæra okkur um að þessir strengir séu í lagi, og þetta allt tekur mjög langan tíma, og þá loksins sjáum við að bilunin er raunverulega niðri í Grindavík,“ segir Egill. „Í byrjun þá hefði aldrei átt að slá út þessi búnaður sem að sló út í Svartsengi, hann átti ekkert að vera að skipta sér af þessu svæði og það er það sem truflaði okkur í byrjun með þessa bilanagreiningu og þess vegna tók þetta allt of langan tíma og þetta hefði kannski bara staðið yfir í þrjá, þrjá og hálfan tíma í mesta lagi og bara í hluta Grindavíkur ef að þessi búnaður hefði ekki verið að vinna svona upp. Búnaðurinn kominn til ára sinna Er ekki hægt að útiloka skjálftarnir hafi komið þessu af stað? „Það eru litlar líkur,“ svarar Egill. Það væri hálfgerð óheppni að slegið hafi út í Grindavík í ofanálag við allt annað sem þar hefur verið í gangi sökum jarðhræringa undanfarinna daga. „Ég held að þetta sé nú bara bæði það að rofinn sem fer þarna í háspennunni var kominn til ára sinna og það var svo sem planið að skipta honum út,“ segir Egill. Í mesta lagi sé möguleiki að bilunina sem upp kom í lágspennukerfi í nýju hverfi í Grindavík megi rekja til jarðskjálfta. Hann kveðst þó ekki geta fullyrt um það. Egill segir jafnframt að rafmagnsleysið í Grindavík og Svartsengi tengist ekkert rafmagnsleysinu á Selfossi í gær. „Á Selfossi þá töldu menn sig sjá eldingu í línu Landsnets sem liggur frá Eyrarfoss og niður á Selfoss og alla veganna sló sú lína út og um leið og hún fer út þá slær hún út bæði spenni fyrir okkur HS Veitur og Rarik á Selfossi,“ segir Egill. Mjög stuttan tíma hafi þó tekið að gera við þá bilun. Fréttin hefur verið uppfærð. Orkumál Grindavík Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
„Það er búið að finna orsökina, þetta var í tveimur spennistöðvum niðri í Grindavík, bæði háspennubúnaður sem var bilaður og svo lágpennubúnaður í öðru tilfelli. Tengist ekki neitt þannig. Við erum svo sem ekki búin að greina þetta þannig, þetta gætu verið einhverjar orsakir eftir þessa skjálfta en það þarf ekki að vera,“ segir Egill í samtali við fréttastofu. „Útslátturinn verður um tvö leytið, þá slær út hluti af Svartsengi og öll Grindavík, sá búnaður sem slær þessu út, það má segja að hann sé til að verja stóran spenni sem er í Svartsengi, á bara að sjá um það, en hann fer út fyrir sitt starfssvið, hann horfir lengra en bara á þann búnað sem hann á að verja og sér einhverja bilun og hún er niðri í Grindavík,“ útskýrir Egill. Í byrjun hafi starfsfólk ekki skynjað þetta og það hafi truflaði alla greiningu í byrjun. „Fyrst héldum við að það væri spennirinn sem var bilaður, þá fór tími í það og verið að ákveða hvort það ætti að skjóta á hann,“ segir Egill. Hefði átt að standa í um þrjá tíma í mesta lagi „Menn þurfa að vera fullvissir um að það sé ekkert bilað í spenninum þegar það er skotið á hann, þannig að það tekur tíma, síðan í framhaldinu þá fara menn að horfa aðeins út úr spenninum og þá telja menn líklegt að tengining frá Svartsengi og niður í Grindavík, að það sé eitthvað að þeim streng. Við förum í miklar mælingar til að sannfæra okkur um að þessir strengir séu í lagi, og þetta allt tekur mjög langan tíma, og þá loksins sjáum við að bilunin er raunverulega niðri í Grindavík,“ segir Egill. „Í byrjun þá hefði aldrei átt að slá út þessi búnaður sem að sló út í Svartsengi, hann átti ekkert að vera að skipta sér af þessu svæði og það er það sem truflaði okkur í byrjun með þessa bilanagreiningu og þess vegna tók þetta allt of langan tíma og þetta hefði kannski bara staðið yfir í þrjá, þrjá og hálfan tíma í mesta lagi og bara í hluta Grindavíkur ef að þessi búnaður hefði ekki verið að vinna svona upp. Búnaðurinn kominn til ára sinna Er ekki hægt að útiloka skjálftarnir hafi komið þessu af stað? „Það eru litlar líkur,“ svarar Egill. Það væri hálfgerð óheppni að slegið hafi út í Grindavík í ofanálag við allt annað sem þar hefur verið í gangi sökum jarðhræringa undanfarinna daga. „Ég held að þetta sé nú bara bæði það að rofinn sem fer þarna í háspennunni var kominn til ára sinna og það var svo sem planið að skipta honum út,“ segir Egill. Í mesta lagi sé möguleiki að bilunina sem upp kom í lágspennukerfi í nýju hverfi í Grindavík megi rekja til jarðskjálfta. Hann kveðst þó ekki geta fullyrt um það. Egill segir jafnframt að rafmagnsleysið í Grindavík og Svartsengi tengist ekkert rafmagnsleysinu á Selfossi í gær. „Á Selfossi þá töldu menn sig sjá eldingu í línu Landsnets sem liggur frá Eyrarfoss og niður á Selfoss og alla veganna sló sú lína út og um leið og hún fer út þá slær hún út bæði spenni fyrir okkur HS Veitur og Rarik á Selfossi,“ segir Egill. Mjög stuttan tíma hafi þó tekið að gera við þá bilun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Orkumál Grindavík Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira