Treysti Helgu Guðrúnu best sem formanni VR Ingibjörg Ásta Gunnarsdóttir skrifar 8. mars 2021 19:30 Engum treysti ég betur til að leiða VR til nýrra sigra í þágu launafólks en Helgu Guðrúnu Jónasdóttur. Helga er kraftmikil kona með mikinn kjark og þor til að takast á við verkefni, bæði stór og smá. Hún er framsýn, með næman skilning á straumum og stefnum líðandi stundar og stórt hjarta sem slær með þeim sem hallað er á. Harðsnúinn jafnréttissinni Ég kynntist Helgu þegar við vorum í Háskóla Íslands. Helga lagði stund á stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði. Fjölmiðlafræði var þá nýjung í félagsvísindadeild skólans. Það lýsir Helgu að mörgu leyti vel að hún skyldi velja þessa nýju grein og taka með því móti þátt í að ryðja henni braut innan háskólans. Nokkrum árum síðar, á þeim tíma sem hún vann á Skrifstofu jafnréttismála, nýttist henni fjölmiðlafræðin jafnframt vel er hún vann fyrstu kynbundnu fjölmiðlagreininguna sem gerð var hér á landi í samstarfi við kennara í fjölmiðlafræðinni. Þarna sameinaði Helga jafnframt starf og áhugamál, en hún hefur alla tíð verið harðsnúinn jafnréttissinni. 30 ára farsæll ferill Lungann úr starfsævinni hefur Helga starfað í samskiptum og á hún að baki samtals 30 ára feril sem m.a. upplýsingafulltrúi og samskiptastjóri hjá Bændasamtökum Íslands, Verslunarráði Íslands, B&L bílaumboði og sveitarfélaginu Fjarðabyggð, svo að það helsta sé nefnt. Þá tók hún um árabil þátt í nærsamfélagi Kópavogsbæjar með setu í m.a. félagsmálaráði og lista- og menningarráði sveitarfélagsins og hún hefur verið í forystu stórra samtaka sem formaður Kvenréttindasambands Ísland, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna og stjórnarmaður í Landvernd, svo að dæmi séu tekin. Þá átti hún um árabil sæti í stjórn Vottunarstofunnar Túns, brautryðjanda í lífrænni vottun hér á landi. Mikil VR kona Áhugi Helgu á kjaramálum hefur vart farið fram hjá þeim sem hana þekkja. Hún fékk fyrst útrás fyrir þessu brennandi áhugamáli sínu þegar hún tók að sér ráðgjafaverkefni hjá VR vegna innleiðingar á markaðslaunakerfinu. Hún sagði síðar að sú vinna hefði myndað vatnaskil í sýn hennar á íslenska vinnumarkaðinn og VR og hefur hún æ síðan haldið mikilli tryggð við stéttarfélagið. Þetta var um síðustu aldamót. Síðan þá hefur hún tekið virkan þátt í störfum m.a. Félags íslenskra félagsvísindamanna og Bandalagi háskólamanna. Einn helsti kostur Helgu er hversu jafnréttissinnuð hún er. Hún hefur einlægan áhuga á samferðarfólki sínu og velferð þess og ber eðlislæga virðingu fyrir skoðunum annarra. Hún á fyrir vikið breiðan vina- og kunningjahóp þvert á pólitíska litrófið. Ég get óhikað mælt með þessari góðu konu sem næsta formanni VR. Höfundur er skrifstofustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Engum treysti ég betur til að leiða VR til nýrra sigra í þágu launafólks en Helgu Guðrúnu Jónasdóttur. Helga er kraftmikil kona með mikinn kjark og þor til að takast á við verkefni, bæði stór og smá. Hún er framsýn, með næman skilning á straumum og stefnum líðandi stundar og stórt hjarta sem slær með þeim sem hallað er á. Harðsnúinn jafnréttissinni Ég kynntist Helgu þegar við vorum í Háskóla Íslands. Helga lagði stund á stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði. Fjölmiðlafræði var þá nýjung í félagsvísindadeild skólans. Það lýsir Helgu að mörgu leyti vel að hún skyldi velja þessa nýju grein og taka með því móti þátt í að ryðja henni braut innan háskólans. Nokkrum árum síðar, á þeim tíma sem hún vann á Skrifstofu jafnréttismála, nýttist henni fjölmiðlafræðin jafnframt vel er hún vann fyrstu kynbundnu fjölmiðlagreininguna sem gerð var hér á landi í samstarfi við kennara í fjölmiðlafræðinni. Þarna sameinaði Helga jafnframt starf og áhugamál, en hún hefur alla tíð verið harðsnúinn jafnréttissinni. 30 ára farsæll ferill Lungann úr starfsævinni hefur Helga starfað í samskiptum og á hún að baki samtals 30 ára feril sem m.a. upplýsingafulltrúi og samskiptastjóri hjá Bændasamtökum Íslands, Verslunarráði Íslands, B&L bílaumboði og sveitarfélaginu Fjarðabyggð, svo að það helsta sé nefnt. Þá tók hún um árabil þátt í nærsamfélagi Kópavogsbæjar með setu í m.a. félagsmálaráði og lista- og menningarráði sveitarfélagsins og hún hefur verið í forystu stórra samtaka sem formaður Kvenréttindasambands Ísland, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna og stjórnarmaður í Landvernd, svo að dæmi séu tekin. Þá átti hún um árabil sæti í stjórn Vottunarstofunnar Túns, brautryðjanda í lífrænni vottun hér á landi. Mikil VR kona Áhugi Helgu á kjaramálum hefur vart farið fram hjá þeim sem hana þekkja. Hún fékk fyrst útrás fyrir þessu brennandi áhugamáli sínu þegar hún tók að sér ráðgjafaverkefni hjá VR vegna innleiðingar á markaðslaunakerfinu. Hún sagði síðar að sú vinna hefði myndað vatnaskil í sýn hennar á íslenska vinnumarkaðinn og VR og hefur hún æ síðan haldið mikilli tryggð við stéttarfélagið. Þetta var um síðustu aldamót. Síðan þá hefur hún tekið virkan þátt í störfum m.a. Félags íslenskra félagsvísindamanna og Bandalagi háskólamanna. Einn helsti kostur Helgu er hversu jafnréttissinnuð hún er. Hún hefur einlægan áhuga á samferðarfólki sínu og velferð þess og ber eðlislæga virðingu fyrir skoðunum annarra. Hún á fyrir vikið breiðan vina- og kunningjahóp þvert á pólitíska litrófið. Ég get óhikað mælt með þessari góðu konu sem næsta formanni VR. Höfundur er skrifstofustjóri.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar