Lilja þurfi að svara fyrir ákvörðun um áfrýjun Sylvía Hall skrifar 8. mars 2021 20:27 Þorbjörg Sigríður segir nauðsynlegt að Lilja svari fyrir tilgang þess að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra verða að svara því hvers vegna hún ætlar að áfrýja dómi héraðsdóms, sem komst að þeirri niðurstöðu að úrskurður kærunefndar jafnréttismála stæði óhaggaður. Kærunefndin hafði úrskurðað að Lilja hefði brotið jafnréttislög með ráðningu í stöðu ráðuneytisstjóra. Þetta kemur fram í fyrirspurn Þorbjargar til ráðherra þar sem hún segir það vekja athygli að ráðherra ákvað að áfrýja dómnum aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann féll. Dómurinn sé rúmlega fjörutíu blaðsíður að lengd og því ætti að taka nokkurn tíma að greina hann og meta hvort ástæða sé til þess að áfrýja honum. Að auki sé það veigamikil ákvörðun af hálfu ríkisins að áfrýja máli sem það hefur höfðað gegn einstaklingi og tapað. „Mér finnst þess vegna að menntamálaráðherra verði að svara því hvaða forsendur lágu þar að baki. Og að við fáum svör við því hvaða vinna fór fram í menntamálaráðuneyti við að greina niðurstöður dómsins áður en sú ákvörðun var tekin. Hafdís hafi verið vanmetin af ráðherra Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu á síðasta ári að Lilja hefði brotið jafnréttislög þegar Páll Magnússon, flokksbróðir hennar, var ráðinn í embætti ráðuneytisstjóra. Taldi kærunefndin ráðherra hafa vanmetið Hafdísi Helgu Ólafsdóttur sem einnig sótti um starfið. Hafdís, sem er skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, hafði einnig áður starfað sem forstöðumaður nefndarsviðs Alþingis og var fulltrúi forsætisráðuneytisins í sendiráði Íslands í Brussel. Hafdís kærði ráðninguna í mars og var úrskurður kveðinn upp í lok maí á síðasta ári. Hafði Hafdís þá óskað eftir rökstuðningi fyrir ráðningunni ásamt gögnum máls í nóvember, en hún þurfti að ítreka beiðni um gögnin þrívegis eftir að ráðuneytið hafði neitað að afhenda gögnin. Málinu áfrýjað vegna hagsmuna ríkisins eða persónulegra hagsmuna? Þorbjörg segir nauðsynlegt að greina frá atriðum sem varpi ljósi á hvaða tilgangi ákvörðun um áfrýjun þjónar. Hún vilji því vita við hverja hún ráðfærði sig og hvort faglegt mat lægi til grundvallar ákvörðuninni. Til viðbótar óskar Þorbjörg eftir svörum um kostnað vegna málsins, allt frá kærunefnd jafnréttismálar til áfrýjunar til Landsréttar, en ríkið var dæmt til þess að greiða málskostnað sem nemur 4,5 milljónum króna. Embætti ríkislögmanns útvistaði málinu og var það því rekið af lögmanni utan stjórnsýslunnar. Þorbjörg segir Lilju ekki getað komið sér undan því að svara þessum spurningum þar sem þær varpi ljósi á hvernig hún fer með vald sitt sem ráðherra: „Hvort þar er verið að áfrýja máli vegna hagsmuna íslenska ríkisins eða mögulega vegna persónulegra hagsmuna ráðherra.“ Stjórnsýsla Jafnréttismál Dómsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Útvista dómsmáli menntamálaráðherra gegn Hafdísi Embætti ríkislögmanns útvistaði máli íslenska ríkisins og mennta- og menningarmálaráðherra gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur. Er málið því rekið af lögmanni utan stjórnsýslunnar. 7. mars 2021 15:19 Menntamálaráðherra tapaði í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um ógildingu úrskurðar kærunefndar jafnréttisnefndarmála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið. 5. mars 2021 12:12 Furða sig á málshöfðun Lilju Stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún furðar sig á ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að stefna félagsmanni félagsins fyrir dómi. 21. ágúst 2020 17:18 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Kærunefndin hafði úrskurðað að Lilja hefði brotið jafnréttislög með ráðningu í stöðu ráðuneytisstjóra. Þetta kemur fram í fyrirspurn Þorbjargar til ráðherra þar sem hún segir það vekja athygli að ráðherra ákvað að áfrýja dómnum aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann féll. Dómurinn sé rúmlega fjörutíu blaðsíður að lengd og því ætti að taka nokkurn tíma að greina hann og meta hvort ástæða sé til þess að áfrýja honum. Að auki sé það veigamikil ákvörðun af hálfu ríkisins að áfrýja máli sem það hefur höfðað gegn einstaklingi og tapað. „Mér finnst þess vegna að menntamálaráðherra verði að svara því hvaða forsendur lágu þar að baki. Og að við fáum svör við því hvaða vinna fór fram í menntamálaráðuneyti við að greina niðurstöður dómsins áður en sú ákvörðun var tekin. Hafdís hafi verið vanmetin af ráðherra Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu á síðasta ári að Lilja hefði brotið jafnréttislög þegar Páll Magnússon, flokksbróðir hennar, var ráðinn í embætti ráðuneytisstjóra. Taldi kærunefndin ráðherra hafa vanmetið Hafdísi Helgu Ólafsdóttur sem einnig sótti um starfið. Hafdís, sem er skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, hafði einnig áður starfað sem forstöðumaður nefndarsviðs Alþingis og var fulltrúi forsætisráðuneytisins í sendiráði Íslands í Brussel. Hafdís kærði ráðninguna í mars og var úrskurður kveðinn upp í lok maí á síðasta ári. Hafði Hafdís þá óskað eftir rökstuðningi fyrir ráðningunni ásamt gögnum máls í nóvember, en hún þurfti að ítreka beiðni um gögnin þrívegis eftir að ráðuneytið hafði neitað að afhenda gögnin. Málinu áfrýjað vegna hagsmuna ríkisins eða persónulegra hagsmuna? Þorbjörg segir nauðsynlegt að greina frá atriðum sem varpi ljósi á hvaða tilgangi ákvörðun um áfrýjun þjónar. Hún vilji því vita við hverja hún ráðfærði sig og hvort faglegt mat lægi til grundvallar ákvörðuninni. Til viðbótar óskar Þorbjörg eftir svörum um kostnað vegna málsins, allt frá kærunefnd jafnréttismálar til áfrýjunar til Landsréttar, en ríkið var dæmt til þess að greiða málskostnað sem nemur 4,5 milljónum króna. Embætti ríkislögmanns útvistaði málinu og var það því rekið af lögmanni utan stjórnsýslunnar. Þorbjörg segir Lilju ekki getað komið sér undan því að svara þessum spurningum þar sem þær varpi ljósi á hvernig hún fer með vald sitt sem ráðherra: „Hvort þar er verið að áfrýja máli vegna hagsmuna íslenska ríkisins eða mögulega vegna persónulegra hagsmuna ráðherra.“
Stjórnsýsla Jafnréttismál Dómsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Útvista dómsmáli menntamálaráðherra gegn Hafdísi Embætti ríkislögmanns útvistaði máli íslenska ríkisins og mennta- og menningarmálaráðherra gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur. Er málið því rekið af lögmanni utan stjórnsýslunnar. 7. mars 2021 15:19 Menntamálaráðherra tapaði í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um ógildingu úrskurðar kærunefndar jafnréttisnefndarmála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið. 5. mars 2021 12:12 Furða sig á málshöfðun Lilju Stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún furðar sig á ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að stefna félagsmanni félagsins fyrir dómi. 21. ágúst 2020 17:18 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Útvista dómsmáli menntamálaráðherra gegn Hafdísi Embætti ríkislögmanns útvistaði máli íslenska ríkisins og mennta- og menningarmálaráðherra gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur. Er málið því rekið af lögmanni utan stjórnsýslunnar. 7. mars 2021 15:19
Menntamálaráðherra tapaði í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um ógildingu úrskurðar kærunefndar jafnréttisnefndarmála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið. 5. mars 2021 12:12
Furða sig á málshöfðun Lilju Stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún furðar sig á ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að stefna félagsmanni félagsins fyrir dómi. 21. ágúst 2020 17:18