Krísufundir hjá konungsfjölskyldunni vegna viðtalsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2021 08:42 Harry Bretaprins og Meghan Markle í viðtalinu við Opruh Winfrey. AP/Joe Pugliese/Harpo Productions Breska konungsfjölskyldan hefur haldið krísufundi í kjölfar viðtals Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex, þau Meghan Markle og Harry Bretaprins. Viðtalið var frumsýnt á CBS-sjónvarpsstöðinni á sunnudagskvöld en sýnt í Bretlandi í heild sinni í gærkvöldi. Margt af því sem kemur fram í viðtalinu hefur vakið gríðarlega athygli, ekki bara í Bretlandi heldur víða um heim. Meðal annars mun meðlimur konungsfjölskyldunnar hafa velt því upp við Harry hvernig húðlitur Archie, sonar þeirra Meghan, yrði en móðir Meghan er svört. Þá upplýsti Meghan að hún hefði glímt við sjálfsvígshugleiðingar á meðan hún gekk með Archie en að henni hefði verið neitað um hjálp þegar hún leitaði eftir henni hjá fjölskyldunni. Konungsfjölskyldan hefur ekkert brugðist við viðtalinu en greint er frá krísufundunum í frétt á vef BBC í morgun. Þar er haft eftir Danielu Relph, fréttaritara BBC í málefnum konungsfjölskyldunnar, að það verði aðeins erfiðara með tímanum fyrir fjölskylduna að segja ekki neitt. Fjölskyldan muni þó ekki vilja láta ýta sér út í að segja eitthvað of fljótt. Það eru sérstaklega dæmin um kynþáttafordóma innan konungsfjölskyldunnar sem kallað er eftir að bregðast verði við. Þannig sagði Kate Green, skuggamálaráðherra Verkamannaflokksins í menntamálum, frásögn Meghan af sjálfsvígshugleiðingum og viðbrögðum hallarinnar sláandi. „Og ef það eru ásakanir um kynþáttafordóma þá myndi ég ætla að höllin tæki það mjög alvarlega og rannsakaði málið að fullu,“ sagði Green. Undir þetta tók Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, sem sagði að fullyrðingar Meghan um kynþáttafordóma og skort á stuðningi við að leita sér hjálpar við andlegum veikindum ætti að taka mjög alvarlega. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur ekki viljað tjá sig um viðtalið. Hann neitaði að svara spurningum um það í gær en kvaðst þó bera mikla og djúpa virðingu fyrir drottningu og því sameiningarhlutverki sem hún gegnir. „Þegar það kemur að málefnum sem tengjast konungsfjölskyldunni þá er það rétta í stöðunni fyrir forsætisráðherra að segja ekkert,“ sagði Johnson þegar hann var spurður sérstaklega út í það hvort hann teldi kynþáttafordóma vera til staðar innan fjölskyldunnar. Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Margt af því sem kemur fram í viðtalinu hefur vakið gríðarlega athygli, ekki bara í Bretlandi heldur víða um heim. Meðal annars mun meðlimur konungsfjölskyldunnar hafa velt því upp við Harry hvernig húðlitur Archie, sonar þeirra Meghan, yrði en móðir Meghan er svört. Þá upplýsti Meghan að hún hefði glímt við sjálfsvígshugleiðingar á meðan hún gekk með Archie en að henni hefði verið neitað um hjálp þegar hún leitaði eftir henni hjá fjölskyldunni. Konungsfjölskyldan hefur ekkert brugðist við viðtalinu en greint er frá krísufundunum í frétt á vef BBC í morgun. Þar er haft eftir Danielu Relph, fréttaritara BBC í málefnum konungsfjölskyldunnar, að það verði aðeins erfiðara með tímanum fyrir fjölskylduna að segja ekki neitt. Fjölskyldan muni þó ekki vilja láta ýta sér út í að segja eitthvað of fljótt. Það eru sérstaklega dæmin um kynþáttafordóma innan konungsfjölskyldunnar sem kallað er eftir að bregðast verði við. Þannig sagði Kate Green, skuggamálaráðherra Verkamannaflokksins í menntamálum, frásögn Meghan af sjálfsvígshugleiðingum og viðbrögðum hallarinnar sláandi. „Og ef það eru ásakanir um kynþáttafordóma þá myndi ég ætla að höllin tæki það mjög alvarlega og rannsakaði málið að fullu,“ sagði Green. Undir þetta tók Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, sem sagði að fullyrðingar Meghan um kynþáttafordóma og skort á stuðningi við að leita sér hjálpar við andlegum veikindum ætti að taka mjög alvarlega. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur ekki viljað tjá sig um viðtalið. Hann neitaði að svara spurningum um það í gær en kvaðst þó bera mikla og djúpa virðingu fyrir drottningu og því sameiningarhlutverki sem hún gegnir. „Þegar það kemur að málefnum sem tengjast konungsfjölskyldunni þá er það rétta í stöðunni fyrir forsætisráðherra að segja ekkert,“ sagði Johnson þegar hann var spurður sérstaklega út í það hvort hann teldi kynþáttafordóma vera til staðar innan fjölskyldunnar.
Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira