Þú átt bara að kunna þetta Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 9. mars 2021 10:01 Um þessar mundir eru skil á skattframtali yfirvofandi. Ágæt áminning hér til þeirra sem því kannski hafa gleymt. Sumir sitja sveittir og skilja ekkert í skýrslunni. Aðrir eru slakir og ýta bara á „áfram, áfram..“. Hins vegar er hugsun mín önnur með grein þessari. Því að á ári hverju vaknar þessi spurning „af hverju er ekki kennt að skila skattframtali í skóla?“. Frábær spurning, hún á vel við. Það hefur lengi verið talað um að þjálfa fjármálalæsi í grunnskóla. Ýmist er það rætt á sveitastjórnarstiginu eða af alþingismönnum. Menn velta því fyrir sér hvar umræðan eigi heima. Aðalnámskrá grunnskólanna, sem mennta- og menningarmálaráðherra setur, er nú orðin áratugsgömul, þar er í einu orði minnst á fjármálalæsi í kaflanum „sjálfbærni“. Það þarf því að knýja fram endurskoðun á henni svo aðalnámskrá sé í takt við þær áherslur sem eiga við á hverjum tíma. Sterkt hefði verið að nefna fjármálalæsi í menntastefnu 2030 eða þá þær áskoranir sem blasa við unga fólkinu í dag þegar störfin þróast í takt við fjórðu iðnbyltinguna en bóknámið nær ekki utan um þær samfélagslegu breytingar sem í gangi eru. Þetta er ekki einungis spurning um að læra að skila skattskýrslunni, sem börn á 16 aldursári þurfa að skila, heldur líka til að efla fjármálavitund í umhverfinu. Hvernig á að spara? Hvernig á að lesa launaseðilinn? Hvaða áhætta fylgir því að taka smálán? Það þarf líka að þjálfa almenna skynsemi Við stöndum fyrir því að raunfærni, eða almenn hæfni, er ýmist ekki þjálfuð eða þá að kennsluefnið sé úrelt. Þetta heyrist bæði frá nemendum og kennurum á grunnskólastiginu. Áskoranir nútímans kalla á frekari fræðslu um t.d. lýðheilsu út frá lífstílssjúkdómum og almennu heilbrigði, einnig kynfræðslu í takt við tímann. Þjálfun í gagnrýnni hugsun á yngri skólastigum gæti reynst dýrmæt fyrir þá ungu einstaklinga sem læra að beita henni gagnvart stanslausu upplýsingaflæði og óreiðu sem birtist á öllum miðlum. Við þjálfum að beita almennri skynsemi gagnvart „fake news“ og þá mögulega náum við utan um þann skaða sem algóritminn á samfélagsmiðlunum kann að veita. Atvinnulífið kallar einnig á fleiri einstaklinga sem kunna að beita gagnrýnni hugsun og hafa greiningarfærni á því mikla magni af upplýsingum sem vinna þarf úr hverju sinni. Því þarf að efla þessa færni mun fyrr en á háskólastigi. Skapandi greinar sem undirstaða nýsköpunar Gera þarf list- og verknámi hærra undir höfði. Það verkefni hefur verið í gangi og í sjálfu sér gengið vel. En við þurfum líka að efla skapandi greinar á grunnskólastiginu og kynda undir frumkvöðulinn í einstaklingnum. Skapandi hugsun leiðir til nýsköpunar og nýsköpun er forsenda framfara og aukinnar verðmætasköpunar í samfélaginu. Tækifærin eru mörg og tíminn til að hrista upp í hlutunum er núna. Hvenær ætlum við að hætta að hugsa „þetta hefur alltaf verið gert svona“? og raunverulega breyta? Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Skattar og tollar Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru skil á skattframtali yfirvofandi. Ágæt áminning hér til þeirra sem því kannski hafa gleymt. Sumir sitja sveittir og skilja ekkert í skýrslunni. Aðrir eru slakir og ýta bara á „áfram, áfram..“. Hins vegar er hugsun mín önnur með grein þessari. Því að á ári hverju vaknar þessi spurning „af hverju er ekki kennt að skila skattframtali í skóla?“. Frábær spurning, hún á vel við. Það hefur lengi verið talað um að þjálfa fjármálalæsi í grunnskóla. Ýmist er það rætt á sveitastjórnarstiginu eða af alþingismönnum. Menn velta því fyrir sér hvar umræðan eigi heima. Aðalnámskrá grunnskólanna, sem mennta- og menningarmálaráðherra setur, er nú orðin áratugsgömul, þar er í einu orði minnst á fjármálalæsi í kaflanum „sjálfbærni“. Það þarf því að knýja fram endurskoðun á henni svo aðalnámskrá sé í takt við þær áherslur sem eiga við á hverjum tíma. Sterkt hefði verið að nefna fjármálalæsi í menntastefnu 2030 eða þá þær áskoranir sem blasa við unga fólkinu í dag þegar störfin þróast í takt við fjórðu iðnbyltinguna en bóknámið nær ekki utan um þær samfélagslegu breytingar sem í gangi eru. Þetta er ekki einungis spurning um að læra að skila skattskýrslunni, sem börn á 16 aldursári þurfa að skila, heldur líka til að efla fjármálavitund í umhverfinu. Hvernig á að spara? Hvernig á að lesa launaseðilinn? Hvaða áhætta fylgir því að taka smálán? Það þarf líka að þjálfa almenna skynsemi Við stöndum fyrir því að raunfærni, eða almenn hæfni, er ýmist ekki þjálfuð eða þá að kennsluefnið sé úrelt. Þetta heyrist bæði frá nemendum og kennurum á grunnskólastiginu. Áskoranir nútímans kalla á frekari fræðslu um t.d. lýðheilsu út frá lífstílssjúkdómum og almennu heilbrigði, einnig kynfræðslu í takt við tímann. Þjálfun í gagnrýnni hugsun á yngri skólastigum gæti reynst dýrmæt fyrir þá ungu einstaklinga sem læra að beita henni gagnvart stanslausu upplýsingaflæði og óreiðu sem birtist á öllum miðlum. Við þjálfum að beita almennri skynsemi gagnvart „fake news“ og þá mögulega náum við utan um þann skaða sem algóritminn á samfélagsmiðlunum kann að veita. Atvinnulífið kallar einnig á fleiri einstaklinga sem kunna að beita gagnrýnni hugsun og hafa greiningarfærni á því mikla magni af upplýsingum sem vinna þarf úr hverju sinni. Því þarf að efla þessa færni mun fyrr en á háskólastigi. Skapandi greinar sem undirstaða nýsköpunar Gera þarf list- og verknámi hærra undir höfði. Það verkefni hefur verið í gangi og í sjálfu sér gengið vel. En við þurfum líka að efla skapandi greinar á grunnskólastiginu og kynda undir frumkvöðulinn í einstaklingnum. Skapandi hugsun leiðir til nýsköpunar og nýsköpun er forsenda framfara og aukinnar verðmætasköpunar í samfélaginu. Tækifærin eru mörg og tíminn til að hrista upp í hlutunum er núna. Hvenær ætlum við að hætta að hugsa „þetta hefur alltaf verið gert svona“? og raunverulega breyta? Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun