Þú átt bara að kunna þetta Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 9. mars 2021 10:01 Um þessar mundir eru skil á skattframtali yfirvofandi. Ágæt áminning hér til þeirra sem því kannski hafa gleymt. Sumir sitja sveittir og skilja ekkert í skýrslunni. Aðrir eru slakir og ýta bara á „áfram, áfram..“. Hins vegar er hugsun mín önnur með grein þessari. Því að á ári hverju vaknar þessi spurning „af hverju er ekki kennt að skila skattframtali í skóla?“. Frábær spurning, hún á vel við. Það hefur lengi verið talað um að þjálfa fjármálalæsi í grunnskóla. Ýmist er það rætt á sveitastjórnarstiginu eða af alþingismönnum. Menn velta því fyrir sér hvar umræðan eigi heima. Aðalnámskrá grunnskólanna, sem mennta- og menningarmálaráðherra setur, er nú orðin áratugsgömul, þar er í einu orði minnst á fjármálalæsi í kaflanum „sjálfbærni“. Það þarf því að knýja fram endurskoðun á henni svo aðalnámskrá sé í takt við þær áherslur sem eiga við á hverjum tíma. Sterkt hefði verið að nefna fjármálalæsi í menntastefnu 2030 eða þá þær áskoranir sem blasa við unga fólkinu í dag þegar störfin þróast í takt við fjórðu iðnbyltinguna en bóknámið nær ekki utan um þær samfélagslegu breytingar sem í gangi eru. Þetta er ekki einungis spurning um að læra að skila skattskýrslunni, sem börn á 16 aldursári þurfa að skila, heldur líka til að efla fjármálavitund í umhverfinu. Hvernig á að spara? Hvernig á að lesa launaseðilinn? Hvaða áhætta fylgir því að taka smálán? Það þarf líka að þjálfa almenna skynsemi Við stöndum fyrir því að raunfærni, eða almenn hæfni, er ýmist ekki þjálfuð eða þá að kennsluefnið sé úrelt. Þetta heyrist bæði frá nemendum og kennurum á grunnskólastiginu. Áskoranir nútímans kalla á frekari fræðslu um t.d. lýðheilsu út frá lífstílssjúkdómum og almennu heilbrigði, einnig kynfræðslu í takt við tímann. Þjálfun í gagnrýnni hugsun á yngri skólastigum gæti reynst dýrmæt fyrir þá ungu einstaklinga sem læra að beita henni gagnvart stanslausu upplýsingaflæði og óreiðu sem birtist á öllum miðlum. Við þjálfum að beita almennri skynsemi gagnvart „fake news“ og þá mögulega náum við utan um þann skaða sem algóritminn á samfélagsmiðlunum kann að veita. Atvinnulífið kallar einnig á fleiri einstaklinga sem kunna að beita gagnrýnni hugsun og hafa greiningarfærni á því mikla magni af upplýsingum sem vinna þarf úr hverju sinni. Því þarf að efla þessa færni mun fyrr en á háskólastigi. Skapandi greinar sem undirstaða nýsköpunar Gera þarf list- og verknámi hærra undir höfði. Það verkefni hefur verið í gangi og í sjálfu sér gengið vel. En við þurfum líka að efla skapandi greinar á grunnskólastiginu og kynda undir frumkvöðulinn í einstaklingnum. Skapandi hugsun leiðir til nýsköpunar og nýsköpun er forsenda framfara og aukinnar verðmætasköpunar í samfélaginu. Tækifærin eru mörg og tíminn til að hrista upp í hlutunum er núna. Hvenær ætlum við að hætta að hugsa „þetta hefur alltaf verið gert svona“? og raunverulega breyta? Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Skattar og tollar Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru skil á skattframtali yfirvofandi. Ágæt áminning hér til þeirra sem því kannski hafa gleymt. Sumir sitja sveittir og skilja ekkert í skýrslunni. Aðrir eru slakir og ýta bara á „áfram, áfram..“. Hins vegar er hugsun mín önnur með grein þessari. Því að á ári hverju vaknar þessi spurning „af hverju er ekki kennt að skila skattframtali í skóla?“. Frábær spurning, hún á vel við. Það hefur lengi verið talað um að þjálfa fjármálalæsi í grunnskóla. Ýmist er það rætt á sveitastjórnarstiginu eða af alþingismönnum. Menn velta því fyrir sér hvar umræðan eigi heima. Aðalnámskrá grunnskólanna, sem mennta- og menningarmálaráðherra setur, er nú orðin áratugsgömul, þar er í einu orði minnst á fjármálalæsi í kaflanum „sjálfbærni“. Það þarf því að knýja fram endurskoðun á henni svo aðalnámskrá sé í takt við þær áherslur sem eiga við á hverjum tíma. Sterkt hefði verið að nefna fjármálalæsi í menntastefnu 2030 eða þá þær áskoranir sem blasa við unga fólkinu í dag þegar störfin þróast í takt við fjórðu iðnbyltinguna en bóknámið nær ekki utan um þær samfélagslegu breytingar sem í gangi eru. Þetta er ekki einungis spurning um að læra að skila skattskýrslunni, sem börn á 16 aldursári þurfa að skila, heldur líka til að efla fjármálavitund í umhverfinu. Hvernig á að spara? Hvernig á að lesa launaseðilinn? Hvaða áhætta fylgir því að taka smálán? Það þarf líka að þjálfa almenna skynsemi Við stöndum fyrir því að raunfærni, eða almenn hæfni, er ýmist ekki þjálfuð eða þá að kennsluefnið sé úrelt. Þetta heyrist bæði frá nemendum og kennurum á grunnskólastiginu. Áskoranir nútímans kalla á frekari fræðslu um t.d. lýðheilsu út frá lífstílssjúkdómum og almennu heilbrigði, einnig kynfræðslu í takt við tímann. Þjálfun í gagnrýnni hugsun á yngri skólastigum gæti reynst dýrmæt fyrir þá ungu einstaklinga sem læra að beita henni gagnvart stanslausu upplýsingaflæði og óreiðu sem birtist á öllum miðlum. Við þjálfum að beita almennri skynsemi gagnvart „fake news“ og þá mögulega náum við utan um þann skaða sem algóritminn á samfélagsmiðlunum kann að veita. Atvinnulífið kallar einnig á fleiri einstaklinga sem kunna að beita gagnrýnni hugsun og hafa greiningarfærni á því mikla magni af upplýsingum sem vinna þarf úr hverju sinni. Því þarf að efla þessa færni mun fyrr en á háskólastigi. Skapandi greinar sem undirstaða nýsköpunar Gera þarf list- og verknámi hærra undir höfði. Það verkefni hefur verið í gangi og í sjálfu sér gengið vel. En við þurfum líka að efla skapandi greinar á grunnskólastiginu og kynda undir frumkvöðulinn í einstaklingnum. Skapandi hugsun leiðir til nýsköpunar og nýsköpun er forsenda framfara og aukinnar verðmætasköpunar í samfélaginu. Tækifærin eru mörg og tíminn til að hrista upp í hlutunum er núna. Hvenær ætlum við að hætta að hugsa „þetta hefur alltaf verið gert svona“? og raunverulega breyta? Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar