Hvar er besta ávöxtunin í dag? Björn Berg Gunnarsson skrifar 10. mars 2021 08:02 „Hvar er best fyrir fólk að geyma peningana sína í dag? Með öðrum orðum, hvað hefur hækkað mest undanfarna tólf mánuði?“ Þetta er fyrirspurn sem mér barst fyrir nokkru og ekki í fyrsta sinn sem ég heyri rætt um ávöxtun með þessum hætti. Í spjallhópum á samfélagsmiðlum keppist fólk við að benda á hvar mesta ávöxtun hefur verið að finna að undanförnu og ráðleggur samborgurum sínum að koma sparnaði sínum þar fyrir. Vissulega er einfalt og fljótlegt að líta á nýlegar ávöxtunartölur og telja sér trú um að sú ávöxtun endurtaki sig í sífellu en slík aðferðarfræði býður hættunni heim. Ýmsar ástæður geta verið fyrir góðri tímabundinni ávöxtun, ekki síst í stórskrítnu árferði eins og því sem við höfum gengið í gegnum undanfarið ár. Til þess að ávöxtun fortíðar endurtaki sig þarf ekki bara að treysta á að sömu aðstæður ríki áfram heldur einnig sambærilegar breytingar á mörkuðum, en hversu líklegt er það? Skörpustu vaxtalækkanir í manna minnum hafa keyrt stýrivexti hérlendis niður í 0,75%, með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á markaði. Mun slíkt endurtaka sig? Veiking krónunnar vegna áhrifa COVID jók ávöxtun erlendra eigna í krónum talið. Eru líkur á álíka veikingu þetta árið? Veikingin jók einnig heildarávöxtun verðtryggðs sparnaðar hérlendis. Mun verðbólga halda áfram að aukast eins og hún gerði í fyrra? Hlutabréfamarkaðir um allan heim hafa rokið upp þrátt fyrir efnahagskreppu, meðal annars vegna mikillar peningaprentunar, neikvæðra raunvaxta og fárra annarra fjárfestingarkosta. Mun slíkt aukast enn frekar í ár? Captain Hindsight, ofurhetja South Park þáttanna, mætti á slysstaði og fór yfir það sem hefði mátt gera betur til að komast hjá óhappinu. Undir lófaklappi flaug hann svo á brott í leit að nýju ævintýri. Það var þó takmarkað gagn af honum, rétt eins og upplýsingum um ávöxtun í fortíð. Það er góð ástæða fyrir því að ólöglegt er að birta ávöxtunartölur í auglýsingum á Íslandi án þess að taka sérstaklega fram að ávöxtun í fortíð sé ekki vísbending um ávöxtun í framtíð og það er gott að hafa það í huga. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Mest lesið Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Hvar er best fyrir fólk að geyma peningana sína í dag? Með öðrum orðum, hvað hefur hækkað mest undanfarna tólf mánuði?“ Þetta er fyrirspurn sem mér barst fyrir nokkru og ekki í fyrsta sinn sem ég heyri rætt um ávöxtun með þessum hætti. Í spjallhópum á samfélagsmiðlum keppist fólk við að benda á hvar mesta ávöxtun hefur verið að finna að undanförnu og ráðleggur samborgurum sínum að koma sparnaði sínum þar fyrir. Vissulega er einfalt og fljótlegt að líta á nýlegar ávöxtunartölur og telja sér trú um að sú ávöxtun endurtaki sig í sífellu en slík aðferðarfræði býður hættunni heim. Ýmsar ástæður geta verið fyrir góðri tímabundinni ávöxtun, ekki síst í stórskrítnu árferði eins og því sem við höfum gengið í gegnum undanfarið ár. Til þess að ávöxtun fortíðar endurtaki sig þarf ekki bara að treysta á að sömu aðstæður ríki áfram heldur einnig sambærilegar breytingar á mörkuðum, en hversu líklegt er það? Skörpustu vaxtalækkanir í manna minnum hafa keyrt stýrivexti hérlendis niður í 0,75%, með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á markaði. Mun slíkt endurtaka sig? Veiking krónunnar vegna áhrifa COVID jók ávöxtun erlendra eigna í krónum talið. Eru líkur á álíka veikingu þetta árið? Veikingin jók einnig heildarávöxtun verðtryggðs sparnaðar hérlendis. Mun verðbólga halda áfram að aukast eins og hún gerði í fyrra? Hlutabréfamarkaðir um allan heim hafa rokið upp þrátt fyrir efnahagskreppu, meðal annars vegna mikillar peningaprentunar, neikvæðra raunvaxta og fárra annarra fjárfestingarkosta. Mun slíkt aukast enn frekar í ár? Captain Hindsight, ofurhetja South Park þáttanna, mætti á slysstaði og fór yfir það sem hefði mátt gera betur til að komast hjá óhappinu. Undir lófaklappi flaug hann svo á brott í leit að nýju ævintýri. Það var þó takmarkað gagn af honum, rétt eins og upplýsingum um ávöxtun í fortíð. Það er góð ástæða fyrir því að ólöglegt er að birta ávöxtunartölur í auglýsingum á Íslandi án þess að taka sérstaklega fram að ávöxtun í fortíð sé ekki vísbending um ávöxtun í framtíð og það er gott að hafa það í huga. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar