„Við erum að rannsaka morðmál hérna“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. mars 2021 13:41 Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að lögreglan hafi lagt fram kröfu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um að verjandi Íslendingsins sem sat í gæsluvarðhaldi verði kallaður til sem vitni í málinu. Lögreglu hafi ástæðu til að ætla að verjandinn búi yfir vitneskju sem skipti rannsóknina máli. Vísir/Egill t.v. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem fer fyrir rannsókn Rauðagerðismálsins gefur lítið fyrir ummæli Steinbergs Finnbogasonar í Fréttablaðinu í morgun þess efnis að lögreglan vilji losna við Steinberg sem verjanda. Steinbergur er verjandi Íslendings sem sat í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að morðinu í Rauðagerði en sætir nú farbanni. Steinbergur ritaði grein í Fréttablaðinu í morgun þar sem hann greindi frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi lagt fram kröfu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að Steinbergur verði kallaður til sem vitni í málinu. Fallist dómurinn á þá kröfu lögreglu mun Steinbergur ekki lengur geta sinnt störfum verjanda í málinu. Íslendingurinn muni því þurfa nýjan verjanda. Steinbergur sagði í grein sinni að það væri „væri eitthvað mikið að“ ef lögreglan gæti ítrekað „leikið þann leik að breyta verjanda í vitni til þess annars vegar að losna við hann úr málinu og hins vegar að pumpa upp úr honum upplýsingar sem hann kann að búa yfir vegna trúnaðarsambands við skjólstæðing sinn.“ Margeir segir aftur á móti að gripið sé til þessa ráðs ef ástæða er til og að lögreglan teldi ástæðu til í þessu tilfelli. Margeir vísar máli sínu til stuðnings til 33. gr. laga um meðferð sakamála. „Þarna teljum við hann [Steinberg] geta búið yfir vitneskju sem við teljum skipta máli og viljum fá þær upplýsingar og þar af leiðandi er þessu úrræði beitt.“ Um sé að ræða með alvarlegustu málum sem lögreglan fáist við. „Við erum að rannsaka morðmál hérna.“ Margeir Sveinsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vísar máli sínu til stuðnings til 4. mgr. 33 gr. laga um meðferð sakamála þar sem kveðið er á um að ekki megi skipa eða tilnefna þann verjanda sem gegnt hefur starfi matsmanns eða kann að verða kvaddur til að gefa skýrslu sem vitni í máli ellegar er að öðru leyti svo viðriðinn mál eða aðila að hætta sé á að hann geti ekki gætt hagsmuna sakbornings sem skyldi. Uppfært kl. 18.08 með viðbrögðum frá Steinbergi: „Mér þykja þessi viðbrögð lögreglumannsins satt að segja með miklum ólíkindum. Ég skrifaði þessa grein til þess að undirstrika mikilvægi þeirrar grundvallarreglu að við séum öll jöfn fyrir lögunum. Viðbrögð lögreglumannsins staðfesta nákvæmlega það sem ég hafði áhyggjur af og þessi ámælisverðu vinnubrögð réttlætt með því einu að málið sé alvarlegra en önnur og kalli þannig á frávik frá grundvallarréttindum sakaðra manna.“ Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Erlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira
Steinbergur er verjandi Íslendings sem sat í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að morðinu í Rauðagerði en sætir nú farbanni. Steinbergur ritaði grein í Fréttablaðinu í morgun þar sem hann greindi frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi lagt fram kröfu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að Steinbergur verði kallaður til sem vitni í málinu. Fallist dómurinn á þá kröfu lögreglu mun Steinbergur ekki lengur geta sinnt störfum verjanda í málinu. Íslendingurinn muni því þurfa nýjan verjanda. Steinbergur sagði í grein sinni að það væri „væri eitthvað mikið að“ ef lögreglan gæti ítrekað „leikið þann leik að breyta verjanda í vitni til þess annars vegar að losna við hann úr málinu og hins vegar að pumpa upp úr honum upplýsingar sem hann kann að búa yfir vegna trúnaðarsambands við skjólstæðing sinn.“ Margeir segir aftur á móti að gripið sé til þessa ráðs ef ástæða er til og að lögreglan teldi ástæðu til í þessu tilfelli. Margeir vísar máli sínu til stuðnings til 33. gr. laga um meðferð sakamála. „Þarna teljum við hann [Steinberg] geta búið yfir vitneskju sem við teljum skipta máli og viljum fá þær upplýsingar og þar af leiðandi er þessu úrræði beitt.“ Um sé að ræða með alvarlegustu málum sem lögreglan fáist við. „Við erum að rannsaka morðmál hérna.“ Margeir Sveinsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vísar máli sínu til stuðnings til 4. mgr. 33 gr. laga um meðferð sakamála þar sem kveðið er á um að ekki megi skipa eða tilnefna þann verjanda sem gegnt hefur starfi matsmanns eða kann að verða kvaddur til að gefa skýrslu sem vitni í máli ellegar er að öðru leyti svo viðriðinn mál eða aðila að hætta sé á að hann geti ekki gætt hagsmuna sakbornings sem skyldi. Uppfært kl. 18.08 með viðbrögðum frá Steinbergi: „Mér þykja þessi viðbrögð lögreglumannsins satt að segja með miklum ólíkindum. Ég skrifaði þessa grein til þess að undirstrika mikilvægi þeirrar grundvallarreglu að við séum öll jöfn fyrir lögunum. Viðbrögð lögreglumannsins staðfesta nákvæmlega það sem ég hafði áhyggjur af og þessi ámælisverðu vinnubrögð réttlætt með því einu að málið sé alvarlegra en önnur og kalli þannig á frávik frá grundvallarréttindum sakaðra manna.“
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Erlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira