Lokaskotið: Hnífjöfn barátta um úrslitakeppni og FH gæti endað án stiga Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2021 23:01 Sunneva Einarsdóttir og Þorgerður Anna Atladóttir fóru yfir stöðuna í Olís-deildinni. Stöð 2 Sport Nú eru aðeins þrjár umferðir eftir af Olís-deild kvenna í handbolta áður en sex liða úrslitakeppni tekur við. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar rýndu í mögulegar útkomur úr lokaumferðunum. Baráttan um deildarmeistaratitilinn er á milli KA/Þórs og Fram. Akureyringar eru einu stigi ofar en liðin mætast í Safamýri í lokaumferðinni, 5. apríl. HK er sem stendur í 7. sæti og utan úrslitakeppninnar, aðeins einu stigi á eftir Haukum og Stjörnunni. „Ég held að þetta verði bara svona. Það er mín spá,“ sagði Sunneva Einarsdóttir. „Þetta er spurning með Hauka eða HK,“ sagði Þorgerður Anna Atladóttir og bætti við: „Það getur allt gerst. Það er fáránlega erfitt að spá fyrir um þetta.“ Innslagið úr Seinni bylgjunni má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Auk toppslagsins á milli Fram og KA/Þórs þá eiga Haukar og HK líka eftir að mætast í næstsíðustu umferð, og Haukar og Stjarnan í lokaumferðinni. „Þetta verður virkilega spennandi í síðustu leikjunum. Það er alltaf erfitt að spá, fyrir hverja einustu umferð,“ sagði Sunneva. Ósammála um hvort slæmt sé að sitja hjá Í úrslitakeppninni mætast fyrst liðin í 3. og 6. sæti, og liðin í 4. og 5. sæti. Efstu tvö liðin sitja sem sagt hjá. Sérfræðingarnir voru ekki alveg sammála um hvort það væri því gott eða slæmt að lenda í 2. sæti og þurfa að halda sér alfarið við með æfingum á meðan að önnur lið spila. Sunneva var ekki á því að það væri verra að sitja hjá: „En ég skil alveg um hvað þið eruð að tala. Það er skrýtið að fara aftur í 40 daga pásu.“ Á botni deildarinnar situr FH sem hefur ekki enn fengi stig á tímabilinu. „FH á Val, Fram og ÍBV eftir. Þarna er mögulega lið að fara í gegnum deildina án þess að fá eitt einasta stig,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir þáttastjórnandi. „Það er sorglegt, því það hefði átt að gerast í síðustu umferð,“ sagði Þorgerður, og vísaði til grátlegs taps FH gegn HK. Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Sjáðu draumamark Kristínar sem tryggði HK eins marks sigur á FH Fyrsta leik dagsins í Olís deild kvenna er lokið. HK marði þá stigalaust botnlið FH með eins marks mun, lokatölur 23-24 í Kaplakrika í Hafnafirði í dag. Sigurmarkið var stórglæsilegt og kom í síðustu sókn leiksins. 6. mars 2021 15:25 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Sjá meira
Baráttan um deildarmeistaratitilinn er á milli KA/Þórs og Fram. Akureyringar eru einu stigi ofar en liðin mætast í Safamýri í lokaumferðinni, 5. apríl. HK er sem stendur í 7. sæti og utan úrslitakeppninnar, aðeins einu stigi á eftir Haukum og Stjörnunni. „Ég held að þetta verði bara svona. Það er mín spá,“ sagði Sunneva Einarsdóttir. „Þetta er spurning með Hauka eða HK,“ sagði Þorgerður Anna Atladóttir og bætti við: „Það getur allt gerst. Það er fáránlega erfitt að spá fyrir um þetta.“ Innslagið úr Seinni bylgjunni má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Auk toppslagsins á milli Fram og KA/Þórs þá eiga Haukar og HK líka eftir að mætast í næstsíðustu umferð, og Haukar og Stjarnan í lokaumferðinni. „Þetta verður virkilega spennandi í síðustu leikjunum. Það er alltaf erfitt að spá, fyrir hverja einustu umferð,“ sagði Sunneva. Ósammála um hvort slæmt sé að sitja hjá Í úrslitakeppninni mætast fyrst liðin í 3. og 6. sæti, og liðin í 4. og 5. sæti. Efstu tvö liðin sitja sem sagt hjá. Sérfræðingarnir voru ekki alveg sammála um hvort það væri því gott eða slæmt að lenda í 2. sæti og þurfa að halda sér alfarið við með æfingum á meðan að önnur lið spila. Sunneva var ekki á því að það væri verra að sitja hjá: „En ég skil alveg um hvað þið eruð að tala. Það er skrýtið að fara aftur í 40 daga pásu.“ Á botni deildarinnar situr FH sem hefur ekki enn fengi stig á tímabilinu. „FH á Val, Fram og ÍBV eftir. Þarna er mögulega lið að fara í gegnum deildina án þess að fá eitt einasta stig,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir þáttastjórnandi. „Það er sorglegt, því það hefði átt að gerast í síðustu umferð,“ sagði Þorgerður, og vísaði til grátlegs taps FH gegn HK.
Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Sjáðu draumamark Kristínar sem tryggði HK eins marks sigur á FH Fyrsta leik dagsins í Olís deild kvenna er lokið. HK marði þá stigalaust botnlið FH með eins marks mun, lokatölur 23-24 í Kaplakrika í Hafnafirði í dag. Sigurmarkið var stórglæsilegt og kom í síðustu sókn leiksins. 6. mars 2021 15:25 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Sjá meira
Sjáðu draumamark Kristínar sem tryggði HK eins marks sigur á FH Fyrsta leik dagsins í Olís deild kvenna er lokið. HK marði þá stigalaust botnlið FH með eins marks mun, lokatölur 23-24 í Kaplakrika í Hafnafirði í dag. Sigurmarkið var stórglæsilegt og kom í síðustu sókn leiksins. 6. mars 2021 15:25