Sér fram á að á annað hundrað verði í sóttkví í lok dags Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. mars 2021 15:25 Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna. Vísir/Egill Smitrakningarteymi almannavarna er nú önnum kafið við að ná utan um alla þá sem gætu hafa orðið útsettir fyrir smiti vegna þeirra tveggja sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar í gær. Þegar Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður teymisins, var spurður hversu margir væru útsettir fyrir smiti svaraði hann því til að erfitt væri að segja til um nákvæma tölu því hún gæti tekið breytingum í ljósi þess að rakningarvinnan væri enn í fullum gangi. Hann sagðist þó sjá fram á að undir lok dags væru á annað hundrað manns komnir í sóttkví. Þegar hafa þrjátíu starfsmenn Hagkaups í Garðabæ þurft að fara í sóttkví eftir smit starfsmanns. Öllu færri þurftu þó að fara í sóttkví vegna starfsmanns Pizzunnar í Núpalind í Kópavogi eða tíu talsins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að sóttvarnayfirvöld taki málið sérstaklega föstum tökum og að fleiri myndu fara í sóttkví og sýnatöku vegna málsins en undir öðrum kringumstæðum í ljósi þess að breska afbrigði veirunnar er meira smitandi en önnur. Sjá nánar: Tengjast öðrum þeirra sem greindist um helgina Jóhann Björn tók undir þetta en bætti líka við að sérstaklega sé tekið hart á málinu vegna þess að rakningarteymið sjái mögulega fram á að ná að girða fyrir hópsýkinguna og ná aftur þeim góða árangri sem landsmenn nutu fyrir kórónuveirutilfelli helgarinnar. „Við reynum allt sem við getum til þess.“ Jóhann Björn kvaðst aðspurður hafa verið vongóður í byrjun dags en að svartsýnin láti alltaf á sér kræla með hverju nýju smiti sem sé utan sóttkvíar. Það sé aftur á móti jákvætt að rakningarteyminu hafi tekist að rekja þau fjögur smit sem greinst hafa utan sóttkvíar frá því á föstudag. Þeir tveir sem greindust með veiruna í gær utan sóttkvíar sóttust sjálfir eftir sýnatöku og rakningarteymið fann í kjölfarið tengingu á milli þeirra og annars þeirra tveggja sem greindust utan sóttkvíar um helgina. Jóhann Björn segir lykilatriði að fólk fari tafarlaust í sýnatöku um leið og það finni fyrir einkennum. Þá sé mun auðveldara að bregðast við. „…í stað þess að láta hjá líða að fara í sýnatöku. Velgengnin byggist á þessu samstarfi.“ Jóhann bendir á að afkastagetan á Suðurlandsbrautinni sé afar góð. Litlar sem engar raðir hafi myndast. Samvinna fólksins í landinu sé afar þýðingarmikil. Það sama gildi um forsvarsmenn viðburða. „Það er afar mikilvægt á svona viðburðum að halda skráningu til haga og að allir séu meðvitaðir um tilgang hennar. Það skiptir máli þegar svona kemur upp.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Tengjast öðrum þeirra sem greindist um helgina og líklega með breska afbrigðið Þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, og voru ekki í sóttkví, tengjast öðrum þeirra sem greindist með veiruna um helgina. Gengið er út frá því að hinir tveir nýgreindu séu með breska afbrigði veirunnar, líkt og þeir sem greindust dagana á undan. 9. mars 2021 12:29 Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í sóttkví Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í Garðabæ eru nú í sóttkví eftir að starfsmaður þar greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. 9. mars 2021 13:34 Starfsmaður Pizzunnar í Núpalind smitaður og tíu í sóttkví Allir starfsmenn Pizzunnar í Núpalind í Kópavogi, um tíu talsins, eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna um helgina. Starfsmaðurinn er pítsusendill og fór með nokkrar pítsur til viðskiptavina. 9. mars 2021 14:59 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Þegar Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður teymisins, var spurður hversu margir væru útsettir fyrir smiti svaraði hann því til að erfitt væri að segja til um nákvæma tölu því hún gæti tekið breytingum í ljósi þess að rakningarvinnan væri enn í fullum gangi. Hann sagðist þó sjá fram á að undir lok dags væru á annað hundrað manns komnir í sóttkví. Þegar hafa þrjátíu starfsmenn Hagkaups í Garðabæ þurft að fara í sóttkví eftir smit starfsmanns. Öllu færri þurftu þó að fara í sóttkví vegna starfsmanns Pizzunnar í Núpalind í Kópavogi eða tíu talsins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að sóttvarnayfirvöld taki málið sérstaklega föstum tökum og að fleiri myndu fara í sóttkví og sýnatöku vegna málsins en undir öðrum kringumstæðum í ljósi þess að breska afbrigði veirunnar er meira smitandi en önnur. Sjá nánar: Tengjast öðrum þeirra sem greindist um helgina Jóhann Björn tók undir þetta en bætti líka við að sérstaklega sé tekið hart á málinu vegna þess að rakningarteymið sjái mögulega fram á að ná að girða fyrir hópsýkinguna og ná aftur þeim góða árangri sem landsmenn nutu fyrir kórónuveirutilfelli helgarinnar. „Við reynum allt sem við getum til þess.“ Jóhann Björn kvaðst aðspurður hafa verið vongóður í byrjun dags en að svartsýnin láti alltaf á sér kræla með hverju nýju smiti sem sé utan sóttkvíar. Það sé aftur á móti jákvætt að rakningarteyminu hafi tekist að rekja þau fjögur smit sem greinst hafa utan sóttkvíar frá því á föstudag. Þeir tveir sem greindust með veiruna í gær utan sóttkvíar sóttust sjálfir eftir sýnatöku og rakningarteymið fann í kjölfarið tengingu á milli þeirra og annars þeirra tveggja sem greindust utan sóttkvíar um helgina. Jóhann Björn segir lykilatriði að fólk fari tafarlaust í sýnatöku um leið og það finni fyrir einkennum. Þá sé mun auðveldara að bregðast við. „…í stað þess að láta hjá líða að fara í sýnatöku. Velgengnin byggist á þessu samstarfi.“ Jóhann bendir á að afkastagetan á Suðurlandsbrautinni sé afar góð. Litlar sem engar raðir hafi myndast. Samvinna fólksins í landinu sé afar þýðingarmikil. Það sama gildi um forsvarsmenn viðburða. „Það er afar mikilvægt á svona viðburðum að halda skráningu til haga og að allir séu meðvitaðir um tilgang hennar. Það skiptir máli þegar svona kemur upp.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Tengjast öðrum þeirra sem greindist um helgina og líklega með breska afbrigðið Þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, og voru ekki í sóttkví, tengjast öðrum þeirra sem greindist með veiruna um helgina. Gengið er út frá því að hinir tveir nýgreindu séu með breska afbrigði veirunnar, líkt og þeir sem greindust dagana á undan. 9. mars 2021 12:29 Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í sóttkví Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í Garðabæ eru nú í sóttkví eftir að starfsmaður þar greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. 9. mars 2021 13:34 Starfsmaður Pizzunnar í Núpalind smitaður og tíu í sóttkví Allir starfsmenn Pizzunnar í Núpalind í Kópavogi, um tíu talsins, eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna um helgina. Starfsmaðurinn er pítsusendill og fór með nokkrar pítsur til viðskiptavina. 9. mars 2021 14:59 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Tengjast öðrum þeirra sem greindist um helgina og líklega með breska afbrigðið Þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, og voru ekki í sóttkví, tengjast öðrum þeirra sem greindist með veiruna um helgina. Gengið er út frá því að hinir tveir nýgreindu séu með breska afbrigði veirunnar, líkt og þeir sem greindust dagana á undan. 9. mars 2021 12:29
Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í sóttkví Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í Garðabæ eru nú í sóttkví eftir að starfsmaður þar greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. 9. mars 2021 13:34
Starfsmaður Pizzunnar í Núpalind smitaður og tíu í sóttkví Allir starfsmenn Pizzunnar í Núpalind í Kópavogi, um tíu talsins, eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna um helgina. Starfsmaðurinn er pítsusendill og fór með nokkrar pítsur til viðskiptavina. 9. mars 2021 14:59