Ekki búist við látum ef kvikan brýst upp á yfirborðið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. mars 2021 19:00 Jarðeðlisfræðingur telur að brjótist kvika upp á yfirborðið á Reykjanesskaga gæti það gert nær án fyrirvara. Smáskjálftavirkni á svæðinu er nær stöðug Jarðhræringar á Reykjanesskaga halda áfram þótt skjálftum stærri en þrír hafi fækkað verulega. Virknin jókst í morgunsárið syðst í kvikuganginum, og er virknin nær staðbundin þar. Á sama tíma myndaðist óróahviða sem stóð í um tvær klukkustundir. Sú þriðja í röðinni. Viðvarandi smáskjálftavirkni er á svæðinu en kvikan er á um eins kílómetra dýpi og þarf ekki mikið til þess að brjótast út. Vísindamenn telja að kvikan hafi þrjá möguleika til þess að vaxa syðsta endanum. Það er að hún þrýstir út frá sér á þeim stað þar sem hún er. Að hún leiti til hliðar í stað þess að ná upp á yfirborðið eða að kvikan nái upp á yfirboðið með eldgosi. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands segir stöðuna krítíska og að fylgjast þurfi vel með. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla ÍslandsVísir/Egill „Þegar að kvikan er svona skammt undir yfirborðinu að þá eru merki kannski ekki svo sterk. Það er ekkert stórt sem að gerist áður en að kvikan kemur upp til yfirborðs. Þetta er alls saman mjög krítískt og búið að búa til leið fyrir kvikuna til þess að ná nánast alla leið upp á yfirborð. Stærð gossins, komist það upp á yfirborðið, væri í líkindum við þrjár til fjórar Elliðaár, yrði rólegt hraungos og tíu sinnum minna en eldgosið í Holuhrauni í lok ágúst 2014. Vísindamenn telja að kvikan getið hegðað sér á þrjá vegu í kvikugöngunum. Hún gæti staðið í stað og þanist út á þeim stað sem hún er í jarpskorpunni. Hún gæti fundið sér leið áfram lárétt undir jarðlögum eða haldið áfram þá leið sem hún stefnir, upp á yfirborðið. Vísir/HÞ Þannig að brjótist eldgos út á þessu svæði þá gæti það gerst á þess að menn myndu vita af því? „Við reiknum með að sjá einhver ummerki sérstaklega í skjálftunum og hugsanlega aflögun en þau merki gætu verið mjög veik. Við höfum dæmi eins og eldgosið á Fimmvörðuhálsi þar sem að merkin voru svo væg að það voru bændur í kring sem sáu fyrst eldgosið,“ segir Freysteinn. Vísindaráð almannavarna fundaði ekki í dag en í tilkynningu frá því í gær segir að gera megi ráð fyrir jarðskjálftavirkni og óróahviðum sambærilegum og þeim sem mældust nú í morgun samfara stækkun kvikugangsins. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Kvikan hefur þrjá möguleika til þess að vaxa Jarðskjálftavirkni við Fagradalsfjall jókst um klukkan tuttugu mínútur yfir fimm í morgun. Samhliða henni myndaðist óróakviða sem stóð í um tvær klukkustundir. 9. mars 2021 12:01 Greina merki um óróa við Fagradalsfjall Upp úr klukkan fimm í morgun greindu náttúruvársérfræðingar á vakt á Veðurstofu Íslands merki um óróapúls við Fagradalsfjall. 9. mars 2021 06:17 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Jarðhræringar á Reykjanesskaga halda áfram þótt skjálftum stærri en þrír hafi fækkað verulega. Virknin jókst í morgunsárið syðst í kvikuganginum, og er virknin nær staðbundin þar. Á sama tíma myndaðist óróahviða sem stóð í um tvær klukkustundir. Sú þriðja í röðinni. Viðvarandi smáskjálftavirkni er á svæðinu en kvikan er á um eins kílómetra dýpi og þarf ekki mikið til þess að brjótast út. Vísindamenn telja að kvikan hafi þrjá möguleika til þess að vaxa syðsta endanum. Það er að hún þrýstir út frá sér á þeim stað þar sem hún er. Að hún leiti til hliðar í stað þess að ná upp á yfirborðið eða að kvikan nái upp á yfirboðið með eldgosi. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands segir stöðuna krítíska og að fylgjast þurfi vel með. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla ÍslandsVísir/Egill „Þegar að kvikan er svona skammt undir yfirborðinu að þá eru merki kannski ekki svo sterk. Það er ekkert stórt sem að gerist áður en að kvikan kemur upp til yfirborðs. Þetta er alls saman mjög krítískt og búið að búa til leið fyrir kvikuna til þess að ná nánast alla leið upp á yfirborð. Stærð gossins, komist það upp á yfirborðið, væri í líkindum við þrjár til fjórar Elliðaár, yrði rólegt hraungos og tíu sinnum minna en eldgosið í Holuhrauni í lok ágúst 2014. Vísindamenn telja að kvikan getið hegðað sér á þrjá vegu í kvikugöngunum. Hún gæti staðið í stað og þanist út á þeim stað sem hún er í jarpskorpunni. Hún gæti fundið sér leið áfram lárétt undir jarðlögum eða haldið áfram þá leið sem hún stefnir, upp á yfirborðið. Vísir/HÞ Þannig að brjótist eldgos út á þessu svæði þá gæti það gerst á þess að menn myndu vita af því? „Við reiknum með að sjá einhver ummerki sérstaklega í skjálftunum og hugsanlega aflögun en þau merki gætu verið mjög veik. Við höfum dæmi eins og eldgosið á Fimmvörðuhálsi þar sem að merkin voru svo væg að það voru bændur í kring sem sáu fyrst eldgosið,“ segir Freysteinn. Vísindaráð almannavarna fundaði ekki í dag en í tilkynningu frá því í gær segir að gera megi ráð fyrir jarðskjálftavirkni og óróahviðum sambærilegum og þeim sem mældust nú í morgun samfara stækkun kvikugangsins.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Kvikan hefur þrjá möguleika til þess að vaxa Jarðskjálftavirkni við Fagradalsfjall jókst um klukkan tuttugu mínútur yfir fimm í morgun. Samhliða henni myndaðist óróakviða sem stóð í um tvær klukkustundir. 9. mars 2021 12:01 Greina merki um óróa við Fagradalsfjall Upp úr klukkan fimm í morgun greindu náttúruvársérfræðingar á vakt á Veðurstofu Íslands merki um óróapúls við Fagradalsfjall. 9. mars 2021 06:17 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Kvikan hefur þrjá möguleika til þess að vaxa Jarðskjálftavirkni við Fagradalsfjall jókst um klukkan tuttugu mínútur yfir fimm í morgun. Samhliða henni myndaðist óróakviða sem stóð í um tvær klukkustundir. 9. mars 2021 12:01
Greina merki um óróa við Fagradalsfjall Upp úr klukkan fimm í morgun greindu náttúruvársérfræðingar á vakt á Veðurstofu Íslands merki um óróapúls við Fagradalsfjall. 9. mars 2021 06:17