Kynferðisbrota- og heimilisofbeldismál verða ekki undir í vinnu Jóns Steinars Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. mars 2021 18:24 Dómsmálaráðherra segir ótrúlegt að fólk skuli tjá sig um mál án þess að vera kunnugt um staðreyndir. Vísir/Vilhelm Vinna Jóns Steinars Gunnlaugssonar fyrir dómsmálaráðuneytið mun ekki snúa að málaflokkum er varða kynferðisbrot eða heimilisofbeldi. Þetta staðfestir Áslaug Arna Sigurbjörsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við Vísi. Dómsmálaráðherra hefur verið harðlega gagnrýndur í dag eftir að Fréttablaðið greindi frá því í morgun að hún hefði falið Jóni Steinari að skoða úrbætur í meðferð sakamála. Í fréttinni kom fram að verkefnið væri í mótun en snéri að tillögum um leiðir til að stytta málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. Gagnrýnin hefur aðallega snúist um ýmis ummæli sem lögmaðurinn hefur látið falla um mál er snúa að kynferðisbrotum en hann hefur meðal annars talað gegn þeirri þróun að slakað sé á sönnunarkröfum og aukin áhersla lögð á vitnisburð brotaþola. „Ég get alveg sett mig í þeirra spor,“ segir Áslaug Arna, spurð að því hvort hún skilji afstöðu þeirra kvenna sem kunna að setja spurningamerki við valið á Jóni Steinari. „Verkin mín í þessum málum dæma sig sjálf og öll þau frumvörp og lagabreytingar, og breytingar á kerfinu, sem ég hef fylgt eftir og náð í gegn,“ bætir hún við. Staðreynd málsins sé hins vegar sú að Jóni Steinari sé falið að skoða hvernig stytta megi málsmeðferðartímann í efnahagsbrotamálum til hagsbóta fyrir alla. Spurð að því hvort hann muni þá ekki fjalla um ofangreinda málið svarar hún hreinlega: „Nei.“ Jón Steinar hefur verið umdeildur vegna annarra skoðana sinna, svo sem á hæstarétti og niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í svokölluðu Landsréttarmáli. Ráðherra segir hins vegar reynslu hans á sviði efnahagsbrota hafa ráðið því að hann varð fyrir valinu. Mikilvægt er að huga að leiðum til að bæta réttarkerfið, gera það skilvirkara en gæta um leið fyllstu sanngirni gagnvart...Posted by Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir on Tuesday, March 9, 2021 Dómstólar Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Segja dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur Kvenréttindafélag Íslands og Stígamót segja Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur með því að fela Jóni Steinari Gunnlaugssyni að vinna að nauðsynlegum umbótum í réttarkerfinu. 9. mars 2021 17:38 „Köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er hneyksluð á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem samið hefur verið við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um aðstoð við vinnu ráðuneytisins að styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. 9. mars 2021 14:41 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Dómsmálaráðherra hefur verið harðlega gagnrýndur í dag eftir að Fréttablaðið greindi frá því í morgun að hún hefði falið Jóni Steinari að skoða úrbætur í meðferð sakamála. Í fréttinni kom fram að verkefnið væri í mótun en snéri að tillögum um leiðir til að stytta málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. Gagnrýnin hefur aðallega snúist um ýmis ummæli sem lögmaðurinn hefur látið falla um mál er snúa að kynferðisbrotum en hann hefur meðal annars talað gegn þeirri þróun að slakað sé á sönnunarkröfum og aukin áhersla lögð á vitnisburð brotaþola. „Ég get alveg sett mig í þeirra spor,“ segir Áslaug Arna, spurð að því hvort hún skilji afstöðu þeirra kvenna sem kunna að setja spurningamerki við valið á Jóni Steinari. „Verkin mín í þessum málum dæma sig sjálf og öll þau frumvörp og lagabreytingar, og breytingar á kerfinu, sem ég hef fylgt eftir og náð í gegn,“ bætir hún við. Staðreynd málsins sé hins vegar sú að Jóni Steinari sé falið að skoða hvernig stytta megi málsmeðferðartímann í efnahagsbrotamálum til hagsbóta fyrir alla. Spurð að því hvort hann muni þá ekki fjalla um ofangreinda málið svarar hún hreinlega: „Nei.“ Jón Steinar hefur verið umdeildur vegna annarra skoðana sinna, svo sem á hæstarétti og niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í svokölluðu Landsréttarmáli. Ráðherra segir hins vegar reynslu hans á sviði efnahagsbrota hafa ráðið því að hann varð fyrir valinu. Mikilvægt er að huga að leiðum til að bæta réttarkerfið, gera það skilvirkara en gæta um leið fyllstu sanngirni gagnvart...Posted by Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir on Tuesday, March 9, 2021
Dómstólar Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Segja dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur Kvenréttindafélag Íslands og Stígamót segja Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur með því að fela Jóni Steinari Gunnlaugssyni að vinna að nauðsynlegum umbótum í réttarkerfinu. 9. mars 2021 17:38 „Köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er hneyksluð á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem samið hefur verið við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um aðstoð við vinnu ráðuneytisins að styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. 9. mars 2021 14:41 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Segja dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur Kvenréttindafélag Íslands og Stígamót segja Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur með því að fela Jóni Steinari Gunnlaugssyni að vinna að nauðsynlegum umbótum í réttarkerfinu. 9. mars 2021 17:38
„Köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er hneyksluð á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem samið hefur verið við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um aðstoð við vinnu ráðuneytisins að styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. 9. mars 2021 14:41