Telur aðstæður nú ekki sambærilegar og síðasta haust þegar rakningu og sóttkví var beitt Birgir Olgeirsson skrifar 10. mars 2021 12:02 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir að ekki sé búið að ná utan um hópsmitið þó enginn hafi greinst með veiruna innanlands í gær. Hann vinnur nú að tillögum til ráðherra um næstu aðgerðir og en segir ekki mikið svigrúm fyrir tilslakanir með þetta hópsmit hangandi yfir. 800 sýni voru tekin innanlands í gær og var ekkert þeirra með veiruna. Þórólfur Guðnason segir að Íslendingar séu ekki komnir í var enn sem komið er fyrir þessari hópsýkingu. „Það getur tekið nokkra daga fyrir smit að verða greinanlegt á sýnatöku og svo líka aðeins lengri tíma að fá einkenni. Það er kannski þessi vika sem þarf að líða varðandi einkennin. Sýni sem verða tekin seinni part vikunnar eiga að segja okkur hvort við séum komin út úr þessu eða ekki,“ segir Þórólfur. Þeir sem voru útsettir á tónleikum í Hörpu á föstudag verða kallaðir aftur í sýnatöku á morgun. „Við köllum ekki alla aftur, það fer eftir aðstæðum. Fólk sem var í Hörpu á föstudag verður kallað aftur í sýnatöku á morgun. Við erum að leita af okkur allan grun.“Hann segir smitrakningu ekki hafa leitt neitt nýtt í ljós varðandi þessa hópsýkingu. Enn sé gengið út frá því að hópsýkingin hafi komist af stað með snertismiti á stigagangi í fjölbýlishúsi. „Það er líklegast að þetta hafi verið einhverskonar snertismit eins og staðan er.“ Kallað hefur verið eftir því að gripið verði til harðra aðgerða strax til að ná utan um hópsmitið. Þórólfur telur ekki tilefni til þess að svo stöddu, heldur vilji hann frekar ná utan um það með rakningu og sóttkví. Hið sama var uppi á teningnum þegar hópsýking kom upp síðastliðið haust sem leiddi af sér bylgju. Þá var beitt rakningu og sóttkví. Þórólfur segir aðstæðurnar síðastliðið haust og nú ekki þær sömu. „Það voru allt öðruvísi aðstæður þá. Þá voru við stórar hópsýkingar sem byrjuðu á krám og hnefaleikastöð og svo framvegis. Þetta var mjög dreift og úti um allt. Við reyndum að beita aðgerðum á marga staði. Nú erum við með þetta mjög afmarkað í byrjun og ég vona að þær aðgerðir sem við höfum gripið til muni ná utan um það. Þannig að þetta er ekki sambærilegt.“ En nú er breska afbrigðið sagt meira smitandi og valda meiri veikindum. Er þá ekki tilefni til að beita harðari aðgerðum? „Eins og ég er búinn að segja þá erum við að grípa til viðameiri smitrakningar og setja og fleiri í sóttkví og taka sýni en við höfum gert áður og ég ætla að vona að það dugi.“ Hann vinnur nú að tillögu um næstu aðgerðir sem taka gildi átjánda mars. „Eins og áður er ég ekki að segja frá því fyrr en þær koma fram og nær dregur hvað verður í mínum tillögum. En þær munu miðast við stöðuna eins og hún verður en ég held að maður geti sagt að í mínum huga er ekki mikið svigrúm til að slaka mikið á með þetta hangandi yfir sér.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Sjá meira
800 sýni voru tekin innanlands í gær og var ekkert þeirra með veiruna. Þórólfur Guðnason segir að Íslendingar séu ekki komnir í var enn sem komið er fyrir þessari hópsýkingu. „Það getur tekið nokkra daga fyrir smit að verða greinanlegt á sýnatöku og svo líka aðeins lengri tíma að fá einkenni. Það er kannski þessi vika sem þarf að líða varðandi einkennin. Sýni sem verða tekin seinni part vikunnar eiga að segja okkur hvort við séum komin út úr þessu eða ekki,“ segir Þórólfur. Þeir sem voru útsettir á tónleikum í Hörpu á föstudag verða kallaðir aftur í sýnatöku á morgun. „Við köllum ekki alla aftur, það fer eftir aðstæðum. Fólk sem var í Hörpu á föstudag verður kallað aftur í sýnatöku á morgun. Við erum að leita af okkur allan grun.“Hann segir smitrakningu ekki hafa leitt neitt nýtt í ljós varðandi þessa hópsýkingu. Enn sé gengið út frá því að hópsýkingin hafi komist af stað með snertismiti á stigagangi í fjölbýlishúsi. „Það er líklegast að þetta hafi verið einhverskonar snertismit eins og staðan er.“ Kallað hefur verið eftir því að gripið verði til harðra aðgerða strax til að ná utan um hópsmitið. Þórólfur telur ekki tilefni til þess að svo stöddu, heldur vilji hann frekar ná utan um það með rakningu og sóttkví. Hið sama var uppi á teningnum þegar hópsýking kom upp síðastliðið haust sem leiddi af sér bylgju. Þá var beitt rakningu og sóttkví. Þórólfur segir aðstæðurnar síðastliðið haust og nú ekki þær sömu. „Það voru allt öðruvísi aðstæður þá. Þá voru við stórar hópsýkingar sem byrjuðu á krám og hnefaleikastöð og svo framvegis. Þetta var mjög dreift og úti um allt. Við reyndum að beita aðgerðum á marga staði. Nú erum við með þetta mjög afmarkað í byrjun og ég vona að þær aðgerðir sem við höfum gripið til muni ná utan um það. Þannig að þetta er ekki sambærilegt.“ En nú er breska afbrigðið sagt meira smitandi og valda meiri veikindum. Er þá ekki tilefni til að beita harðari aðgerðum? „Eins og ég er búinn að segja þá erum við að grípa til viðameiri smitrakningar og setja og fleiri í sóttkví og taka sýni en við höfum gert áður og ég ætla að vona að það dugi.“ Hann vinnur nú að tillögu um næstu aðgerðir sem taka gildi átjánda mars. „Eins og áður er ég ekki að segja frá því fyrr en þær koma fram og nær dregur hvað verður í mínum tillögum. En þær munu miðast við stöðuna eins og hún verður en ég held að maður geti sagt að í mínum huga er ekki mikið svigrúm til að slaka mikið á með þetta hangandi yfir sér.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Sjá meira