Alfreð vill fækka liðum Sindri Sverrisson skrifar 10. mars 2021 17:00 Alfreð Gíslason með kaffibolla á HM í Egyptalandi. Hann freistar þess nú að koma Þýskalandi á næsta stórmót, Ólympíuleikana í Tókýó. Instagram/@alligisla Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands, segir að það bitni til að mynda á þýska landsliðinu hve þétt leikjadagskráin sé í efstu deild Þýskalands í handbolta. Hann er á leið í leiki sem ráða því hvort Þýskaland spilar á Ólympíuleikunum í Tókýó. Alfreð vill að liðum í efstu deild Þýskalands verði fækkað. Þannig gefist meiri tími fyrir landsliðsmenn til að koma saman. Liðin hafa verið 18 síðustu ár en eru 20 í vetur eftir að ekki tókst að ljúka tímabilinu í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins. „Deild með 16 liðum er besta stærðin að mínu mati. Við ættum að stefna að því,“ sagði Alfreð við Berliner Morgenpost. Þýskaland spilar um helgina í riðli með Svíþjóð, Slóveníu og Alsír í ólympíuumspili. Tvö efstu liðin komast til Tókýó í júlí. Þýska liðið kom saman til æfinga á mánudag og hefur því örfáa daga til undirbúnings. „Sem þjálfari hef ég kvartað undan því 20 ár hve álagið er mikið á leikmönnum. Það hefur hins vegar ekki minnkað, heldur þvert á móti aukist vegna fleiri alþjóðlegra keppna,“ sagði Alfreð. Hann segir alla verða að hafa það í huga hve lítill tími sé fyrir þýska landsliðið til að hittast og bæta sinn leik, af þessum sökum. „Þetta er gjaldið sem við þurfum að greiða. Í öðrum löndum eru efstu deildirnar með 12-14 liðum og hafa þannig meiri tíma fyrir landsliðin í aðdraganda stórmóta,“ sagði Alfreð. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Þýski handboltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Alfreð vill að liðum í efstu deild Þýskalands verði fækkað. Þannig gefist meiri tími fyrir landsliðsmenn til að koma saman. Liðin hafa verið 18 síðustu ár en eru 20 í vetur eftir að ekki tókst að ljúka tímabilinu í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins. „Deild með 16 liðum er besta stærðin að mínu mati. Við ættum að stefna að því,“ sagði Alfreð við Berliner Morgenpost. Þýskaland spilar um helgina í riðli með Svíþjóð, Slóveníu og Alsír í ólympíuumspili. Tvö efstu liðin komast til Tókýó í júlí. Þýska liðið kom saman til æfinga á mánudag og hefur því örfáa daga til undirbúnings. „Sem þjálfari hef ég kvartað undan því 20 ár hve álagið er mikið á leikmönnum. Það hefur hins vegar ekki minnkað, heldur þvert á móti aukist vegna fleiri alþjóðlegra keppna,“ sagði Alfreð. Hann segir alla verða að hafa það í huga hve lítill tími sé fyrir þýska landsliðið til að hittast og bæta sinn leik, af þessum sökum. „Þetta er gjaldið sem við þurfum að greiða. Í öðrum löndum eru efstu deildirnar með 12-14 liðum og hafa þannig meiri tíma fyrir landsliðin í aðdraganda stórmóta,“ sagði Alfreð.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Þýski handboltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira