Það voru gestirnir frá Bilbao sem komust yfir. Iker Muniain skoraði fyrsta markið á 21. mínútu en Marcos Llorente jafnaði metin í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
Madrídingar fengu vítaspyrnu á 51. mínútu. Unai Nunez var dæmdur brotlegur eftir baráttu við Luis Suarez. Úrúgvæinn fór sjálfur á punktinn og skoraði. Lokatölur 2-1 sigur Atletico.
YOU MAY BREATHE! 😬
— Atlético de Madrid (@atletienglish) March 10, 2021
✊🏼 VERY IMPORTANT 𝐀𝐓𝐋𝐄𝐓𝐈 𝐖𝐈𝐍 ✊🏼
🔴⚪ #AúpaAtleti | ⚽ #AtletiAthletic pic.twitter.com/5ez6xNA4sJ
Madrídarliðið er með 62 stig á toppi deildarinnar. Barcelona er i öðru sætinu með 56 stig og Real í þriðja sætinu með 54 stig er tólf umferðir eru eftir.
Athletic Bilbao er í áttunda sætinu með 33 stig.

Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.