Danir hætta tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca Atli Ísleifsson skrifar 11. mars 2021 09:58 Bóluefni AstraZenica er eitt þeirra bóluefna sem hafa verið notuð í fjöldabólusetningunum hér á landi. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-19 eftir tilkynningar um að grunur sé um alvarlegar aukaverkanir varðandi blóðtappa. Notkuninni verður hætt í tvær vikur til að byrja með. Frá þessu segir á vef Danska ríkisútvarpsins. Þar er vísað í tilkynningu frá Dönsku heilbrigðisstofnuninni (d. Sundhedsstyrelsen). Tilkynningar hafi borist um „alvarleg tilfelli blóðtappa“ hjá fólki sem hafi verið bólusett gegn Covid-19 með bóluefni AstraZeneca. Ein tilkynningin snýr að dauðsfalli. Því hafi verið beint til þeirra sem halda utan um bólusetningar í landinu að hætta notkun bóluefnis AstraZeneca tímabundið. Lyfjastofnun landsins muni nú ráðast í gerð nýs mats á efninu. Ekki léttvæg ákvörðun Søren Brostrøm, forstjóri Dönsku heilbrigðisstofnunarinnar, segir það ekki léttvæga ákvörðun að stöðva notkunina á umræddu efni. Danir standi nú í umfangsmestu bólusetningunum í sögu landsins og því sé þörf á öllu því bóluefni sem til boða stendur. En þar sem verið sé að bólusetja svo marga verði að bregðast við þegar tilkynningar um aukaverkanir sem þessar berist. Brostrøm segur þörf á nýju mati áður en hægt sé að hefja notkun á bóluefni AstraZeneca á ný. Brostrøm segir að þeir sem hafi nú þegar fengið fyrri sprautuna af bóluefni AstraZeneca þurfi að bíða eftir seinni sprautunni. Búið sé að aflýsa bólusetningartíma hjá öllum þeim sem áttu að fá bóluefni AstraZeneca, en áfram verði bólusett með öðrum þeim bóluefnum sem í boði eru. Í frétt EuroNews segir að notkun bóluefnis AstraZeneca hafi einnig verið stöðvuð í Austurríki, Lúxemborg, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Danmörk Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Frá þessu segir á vef Danska ríkisútvarpsins. Þar er vísað í tilkynningu frá Dönsku heilbrigðisstofnuninni (d. Sundhedsstyrelsen). Tilkynningar hafi borist um „alvarleg tilfelli blóðtappa“ hjá fólki sem hafi verið bólusett gegn Covid-19 með bóluefni AstraZeneca. Ein tilkynningin snýr að dauðsfalli. Því hafi verið beint til þeirra sem halda utan um bólusetningar í landinu að hætta notkun bóluefnis AstraZeneca tímabundið. Lyfjastofnun landsins muni nú ráðast í gerð nýs mats á efninu. Ekki léttvæg ákvörðun Søren Brostrøm, forstjóri Dönsku heilbrigðisstofnunarinnar, segir það ekki léttvæga ákvörðun að stöðva notkunina á umræddu efni. Danir standi nú í umfangsmestu bólusetningunum í sögu landsins og því sé þörf á öllu því bóluefni sem til boða stendur. En þar sem verið sé að bólusetja svo marga verði að bregðast við þegar tilkynningar um aukaverkanir sem þessar berist. Brostrøm segur þörf á nýju mati áður en hægt sé að hefja notkun á bóluefni AstraZeneca á ný. Brostrøm segir að þeir sem hafi nú þegar fengið fyrri sprautuna af bóluefni AstraZeneca þurfi að bíða eftir seinni sprautunni. Búið sé að aflýsa bólusetningartíma hjá öllum þeim sem áttu að fá bóluefni AstraZeneca, en áfram verði bólusett með öðrum þeim bóluefnum sem í boði eru. Í frétt EuroNews segir að notkun bóluefnis AstraZeneca hafi einnig verið stöðvuð í Austurríki, Lúxemborg, Eistlandi, Lettlandi og Litháen.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Danmörk Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira