Og fjallið það öskrar HIldur Þórisdóttir skrifar 11. mars 2021 15:31 Þeir sem hafa gengið í gegnum sáran missi vita að blæbrigði lífsins verður aldrei alveg eins eftir að náinn ástvinur kveður. Tíminn virðist standa í stað á sama tíma og sólin heldur áfram að rísa og hníga og gangverk mannlífsins heldur áfram. Þannig má að einhverju leyti lýsa lífinu á Seyðisfirði eftir hamfaraflóðið í desember. Flóðið þyrmdi mannslífum en skildi eftir ör á sálu íbúanna og svöðusár í bæjarmyndinni. Skriðurnar hrifu með sér fjölda bygginga en tóku enga manneskja með í hamförunum. Þó er til fjöldi frásagna fólks sem var nýfarið af skriðusvæðinu á meðan aðrir voru staddir á heimilum sínum staðsettum í miðri skriðunni. Í hamförunum misstu sumir heimilin sín á meðan aðrir misstu vinnustaðinn sinn. Öll misstum við eitthvað þó að sterkasta tilfinningin sem eftir stendur sé djúpt þakklæti fyrir að ekki fór verr. Skriðan þyrmdi mannslífum þó svo að verkefnið sem eftir stendur sé ærið. Það eru 1200 ár síðan viðlíka atburðir áttu sér stað á Seyðisfirði og efnahagslegt tjón með því mesta sem við höfum upplifað á Íslandi eftir slíkar hamfarir, metið á yfir tvo milljarða króna. Hreinsunarstarfið hefur verið yfirgripsmikið og lyft hefur verið grettistaki í að hreinsa gríðarlegt magn af leðju og aur, braki úr byggingum og mannhæðarháum steinum. Þar sem áður stóðu glæsileg hús má nú sjá moldarbrún sár. Vitanlega eru fjölmiðlar hættir að bera fréttir af staðnum enda eru hamfarir mun áhugaverðara fréttaefni en eftirköstin sem samfélagið þarf að takast á við. Það hefur verið styrkur að finna stuðning ríkisvaldsins sem nýverið lagði fram 215 milljónir til þriggja ára til þess að styðja við atvinnulífið sem fékk á sig bylmingshögg en mikið liggur við að endurreisa það svo Seyðisfjörður megi rísa á ný. Við sem upplifðum öskur fjallsins munum léttinn yfir því að Fjarðarheiðin var fær og hægt að komast úr firðinum þegar bærinn var rýmdur þennan örlagaríka dag. Daginn sem hluti fjallsins lét undan hinum mikla þrýstingi sem margra vikna ofsafengin rigning olli og 72 þúsund rúmmetrar af efni flæddu niður yfir byggðina. Það er ekki sjálfgefið á þessum árstíma og við sem búum hér og lifum við óboðlegar samgöngur hugsum með óhug til þess ef fjallvegurinn hefði lokað okkur inn í þessum ógnaraðstæðum. Það er líklega ekkert sem getur hjálpað samfélagi meira eftir slíkt áfall en að staðið verði við áður gefin fyrirheit um öruggar samgöngur með göngum undir Fjarðarheiði. Sú stund er komin. Höfundur er oddviti Austurlistans sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Múlaþing Byggðamál Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem hafa gengið í gegnum sáran missi vita að blæbrigði lífsins verður aldrei alveg eins eftir að náinn ástvinur kveður. Tíminn virðist standa í stað á sama tíma og sólin heldur áfram að rísa og hníga og gangverk mannlífsins heldur áfram. Þannig má að einhverju leyti lýsa lífinu á Seyðisfirði eftir hamfaraflóðið í desember. Flóðið þyrmdi mannslífum en skildi eftir ör á sálu íbúanna og svöðusár í bæjarmyndinni. Skriðurnar hrifu með sér fjölda bygginga en tóku enga manneskja með í hamförunum. Þó er til fjöldi frásagna fólks sem var nýfarið af skriðusvæðinu á meðan aðrir voru staddir á heimilum sínum staðsettum í miðri skriðunni. Í hamförunum misstu sumir heimilin sín á meðan aðrir misstu vinnustaðinn sinn. Öll misstum við eitthvað þó að sterkasta tilfinningin sem eftir stendur sé djúpt þakklæti fyrir að ekki fór verr. Skriðan þyrmdi mannslífum þó svo að verkefnið sem eftir stendur sé ærið. Það eru 1200 ár síðan viðlíka atburðir áttu sér stað á Seyðisfirði og efnahagslegt tjón með því mesta sem við höfum upplifað á Íslandi eftir slíkar hamfarir, metið á yfir tvo milljarða króna. Hreinsunarstarfið hefur verið yfirgripsmikið og lyft hefur verið grettistaki í að hreinsa gríðarlegt magn af leðju og aur, braki úr byggingum og mannhæðarháum steinum. Þar sem áður stóðu glæsileg hús má nú sjá moldarbrún sár. Vitanlega eru fjölmiðlar hættir að bera fréttir af staðnum enda eru hamfarir mun áhugaverðara fréttaefni en eftirköstin sem samfélagið þarf að takast á við. Það hefur verið styrkur að finna stuðning ríkisvaldsins sem nýverið lagði fram 215 milljónir til þriggja ára til þess að styðja við atvinnulífið sem fékk á sig bylmingshögg en mikið liggur við að endurreisa það svo Seyðisfjörður megi rísa á ný. Við sem upplifðum öskur fjallsins munum léttinn yfir því að Fjarðarheiðin var fær og hægt að komast úr firðinum þegar bærinn var rýmdur þennan örlagaríka dag. Daginn sem hluti fjallsins lét undan hinum mikla þrýstingi sem margra vikna ofsafengin rigning olli og 72 þúsund rúmmetrar af efni flæddu niður yfir byggðina. Það er ekki sjálfgefið á þessum árstíma og við sem búum hér og lifum við óboðlegar samgöngur hugsum með óhug til þess ef fjallvegurinn hefði lokað okkur inn í þessum ógnaraðstæðum. Það er líklega ekkert sem getur hjálpað samfélagi meira eftir slíkt áfall en að staðið verði við áður gefin fyrirheit um öruggar samgöngur með göngum undir Fjarðarheiði. Sú stund er komin. Höfundur er oddviti Austurlistans sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun