Að velja, eða ekki að velja, hvar þú býrð Ólafur Þór Gunnarsson og Rúnar Gíslason skrifa 12. mars 2021 08:00 Við erum ekki öll eins. Það er eitt af því mikilvægasta við mannlegt samfélag. Þess vegna þarf samfélagið að gera ráð fyrir breytileikanum og fagna honum. Eitt að því sem skilur okkur að er hvernig umhverfi við kjósum okkur. Við viljum sem dæmi ekki öll búa í borg, við viljum ekki öll búa í sveit og við viljum ekki öll búa í litlum þorpum. Enda væru þau þá ekki lengur lítill þorp! Allt okkar val og breytileiki fyllir mósaíkmyndina sem gerir okkur að fjölbreyttu og góðu samfélagi. Límið í myndina og undirstaðan skiptir gríðarlega miklu máli. Þegar við veljum að búa á ákveðnum stað er það oft í aðra röndina okkar löngun sem ræður en í hina getur það verið samfélagsleg þörf sem einhver þarf að uppfylla. Bóndinn sem velur að búa með sauðfé er ekki bara að velja stað fyrir sitt heimili heldur er hann um leið að tryggja okkur hinum aðgang að þeim afurðum sem hann framleiðir. Hjúkrunarfræðingur á Hvammstanga er ekki bara að velja búsetu fyrir sig, heldur einnig að leggja sitt af mörkum til að aðrir geti búið þar líka. Háskólakennarinn sem velur að búa á Akureyri og kenna þar skiptir ekki bara máli fyrir sig og sína heldur samfélagið allt. Ofan á annað væri ömurlegt að allir byggju á sama stað, þó ekki væri nema vegna þess að á meðan sumir hafa góða nærveru þá hafa aðrir góða fjarveru! Til að allir okkar valkostir í lífinu gangi upp þarf samfélagið að spila með. Við þurfum að tryggja aðgengi að skólum og annarri nauðsynlegri þjónustu eins og heilbrigðisþjónustu. Við þurfum að tryggja samgöngur þannig að fólkið sem velur aðra búsetu en borgina geti sótt þjónustu út fyrir sitt samfélag, þegar á þarf að halda. Við þurfum að jafna aðstöðu þeirra sem búa í þéttbýli og dreifbýli. Við þurfum að horfast í augu við það að um leið og það kann að vera dýrara í krónum að veita grunnþjónustu utan mesta þéttbýlisins eins og póstþjónustu, samgöngur, löggæslu, heilsugæslu, framhaldsnám og fleira, er það líka nauðsynlegt. Það er nauðsynlegt til að við öll getum notið þess vals sem við viljum. Það er nefnilega þannig að um leið og ein tegund þjónustu hverfur úr einu byggðarlagi fækkar þeim sem hafa val um að búa þar, og val okkar sem búum ekki þar minnkar líka. Sem samfélag getum við ekki valið að hafa alla þjónustu alls staðar. En við getum valið að tryggja öllum aðgengi að þjónustu alls staðar. Þannig verða valkostir okkar allra um búsetu, líf og starf sem flestir. Við viljum öll vera á okkar eigin forsendum og þá verðum við líka að virða og skilja að forsendur annara eru ekki endilega þær sömu. Verum allskonar og verum allsstaðar! Ólafur Þór Gunnarsson er þingmaður Vinstri grænnaRúnar Gíslason er félagi í Ungum vinstri grænum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Við erum ekki öll eins. Það er eitt af því mikilvægasta við mannlegt samfélag. Þess vegna þarf samfélagið að gera ráð fyrir breytileikanum og fagna honum. Eitt að því sem skilur okkur að er hvernig umhverfi við kjósum okkur. Við viljum sem dæmi ekki öll búa í borg, við viljum ekki öll búa í sveit og við viljum ekki öll búa í litlum þorpum. Enda væru þau þá ekki lengur lítill þorp! Allt okkar val og breytileiki fyllir mósaíkmyndina sem gerir okkur að fjölbreyttu og góðu samfélagi. Límið í myndina og undirstaðan skiptir gríðarlega miklu máli. Þegar við veljum að búa á ákveðnum stað er það oft í aðra röndina okkar löngun sem ræður en í hina getur það verið samfélagsleg þörf sem einhver þarf að uppfylla. Bóndinn sem velur að búa með sauðfé er ekki bara að velja stað fyrir sitt heimili heldur er hann um leið að tryggja okkur hinum aðgang að þeim afurðum sem hann framleiðir. Hjúkrunarfræðingur á Hvammstanga er ekki bara að velja búsetu fyrir sig, heldur einnig að leggja sitt af mörkum til að aðrir geti búið þar líka. Háskólakennarinn sem velur að búa á Akureyri og kenna þar skiptir ekki bara máli fyrir sig og sína heldur samfélagið allt. Ofan á annað væri ömurlegt að allir byggju á sama stað, þó ekki væri nema vegna þess að á meðan sumir hafa góða nærveru þá hafa aðrir góða fjarveru! Til að allir okkar valkostir í lífinu gangi upp þarf samfélagið að spila með. Við þurfum að tryggja aðgengi að skólum og annarri nauðsynlegri þjónustu eins og heilbrigðisþjónustu. Við þurfum að tryggja samgöngur þannig að fólkið sem velur aðra búsetu en borgina geti sótt þjónustu út fyrir sitt samfélag, þegar á þarf að halda. Við þurfum að jafna aðstöðu þeirra sem búa í þéttbýli og dreifbýli. Við þurfum að horfast í augu við það að um leið og það kann að vera dýrara í krónum að veita grunnþjónustu utan mesta þéttbýlisins eins og póstþjónustu, samgöngur, löggæslu, heilsugæslu, framhaldsnám og fleira, er það líka nauðsynlegt. Það er nauðsynlegt til að við öll getum notið þess vals sem við viljum. Það er nefnilega þannig að um leið og ein tegund þjónustu hverfur úr einu byggðarlagi fækkar þeim sem hafa val um að búa þar, og val okkar sem búum ekki þar minnkar líka. Sem samfélag getum við ekki valið að hafa alla þjónustu alls staðar. En við getum valið að tryggja öllum aðgengi að þjónustu alls staðar. Þannig verða valkostir okkar allra um búsetu, líf og starf sem flestir. Við viljum öll vera á okkar eigin forsendum og þá verðum við líka að virða og skilja að forsendur annara eru ekki endilega þær sömu. Verum allskonar og verum allsstaðar! Ólafur Þór Gunnarsson er þingmaður Vinstri grænnaRúnar Gíslason er félagi í Ungum vinstri grænum
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun