Að velja, eða ekki að velja, hvar þú býrð Ólafur Þór Gunnarsson og Rúnar Gíslason skrifa 12. mars 2021 08:00 Við erum ekki öll eins. Það er eitt af því mikilvægasta við mannlegt samfélag. Þess vegna þarf samfélagið að gera ráð fyrir breytileikanum og fagna honum. Eitt að því sem skilur okkur að er hvernig umhverfi við kjósum okkur. Við viljum sem dæmi ekki öll búa í borg, við viljum ekki öll búa í sveit og við viljum ekki öll búa í litlum þorpum. Enda væru þau þá ekki lengur lítill þorp! Allt okkar val og breytileiki fyllir mósaíkmyndina sem gerir okkur að fjölbreyttu og góðu samfélagi. Límið í myndina og undirstaðan skiptir gríðarlega miklu máli. Þegar við veljum að búa á ákveðnum stað er það oft í aðra röndina okkar löngun sem ræður en í hina getur það verið samfélagsleg þörf sem einhver þarf að uppfylla. Bóndinn sem velur að búa með sauðfé er ekki bara að velja stað fyrir sitt heimili heldur er hann um leið að tryggja okkur hinum aðgang að þeim afurðum sem hann framleiðir. Hjúkrunarfræðingur á Hvammstanga er ekki bara að velja búsetu fyrir sig, heldur einnig að leggja sitt af mörkum til að aðrir geti búið þar líka. Háskólakennarinn sem velur að búa á Akureyri og kenna þar skiptir ekki bara máli fyrir sig og sína heldur samfélagið allt. Ofan á annað væri ömurlegt að allir byggju á sama stað, þó ekki væri nema vegna þess að á meðan sumir hafa góða nærveru þá hafa aðrir góða fjarveru! Til að allir okkar valkostir í lífinu gangi upp þarf samfélagið að spila með. Við þurfum að tryggja aðgengi að skólum og annarri nauðsynlegri þjónustu eins og heilbrigðisþjónustu. Við þurfum að tryggja samgöngur þannig að fólkið sem velur aðra búsetu en borgina geti sótt þjónustu út fyrir sitt samfélag, þegar á þarf að halda. Við þurfum að jafna aðstöðu þeirra sem búa í þéttbýli og dreifbýli. Við þurfum að horfast í augu við það að um leið og það kann að vera dýrara í krónum að veita grunnþjónustu utan mesta þéttbýlisins eins og póstþjónustu, samgöngur, löggæslu, heilsugæslu, framhaldsnám og fleira, er það líka nauðsynlegt. Það er nauðsynlegt til að við öll getum notið þess vals sem við viljum. Það er nefnilega þannig að um leið og ein tegund þjónustu hverfur úr einu byggðarlagi fækkar þeim sem hafa val um að búa þar, og val okkar sem búum ekki þar minnkar líka. Sem samfélag getum við ekki valið að hafa alla þjónustu alls staðar. En við getum valið að tryggja öllum aðgengi að þjónustu alls staðar. Þannig verða valkostir okkar allra um búsetu, líf og starf sem flestir. Við viljum öll vera á okkar eigin forsendum og þá verðum við líka að virða og skilja að forsendur annara eru ekki endilega þær sömu. Verum allskonar og verum allsstaðar! Ólafur Þór Gunnarsson er þingmaður Vinstri grænnaRúnar Gíslason er félagi í Ungum vinstri grænum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Við erum ekki öll eins. Það er eitt af því mikilvægasta við mannlegt samfélag. Þess vegna þarf samfélagið að gera ráð fyrir breytileikanum og fagna honum. Eitt að því sem skilur okkur að er hvernig umhverfi við kjósum okkur. Við viljum sem dæmi ekki öll búa í borg, við viljum ekki öll búa í sveit og við viljum ekki öll búa í litlum þorpum. Enda væru þau þá ekki lengur lítill þorp! Allt okkar val og breytileiki fyllir mósaíkmyndina sem gerir okkur að fjölbreyttu og góðu samfélagi. Límið í myndina og undirstaðan skiptir gríðarlega miklu máli. Þegar við veljum að búa á ákveðnum stað er það oft í aðra röndina okkar löngun sem ræður en í hina getur það verið samfélagsleg þörf sem einhver þarf að uppfylla. Bóndinn sem velur að búa með sauðfé er ekki bara að velja stað fyrir sitt heimili heldur er hann um leið að tryggja okkur hinum aðgang að þeim afurðum sem hann framleiðir. Hjúkrunarfræðingur á Hvammstanga er ekki bara að velja búsetu fyrir sig, heldur einnig að leggja sitt af mörkum til að aðrir geti búið þar líka. Háskólakennarinn sem velur að búa á Akureyri og kenna þar skiptir ekki bara máli fyrir sig og sína heldur samfélagið allt. Ofan á annað væri ömurlegt að allir byggju á sama stað, þó ekki væri nema vegna þess að á meðan sumir hafa góða nærveru þá hafa aðrir góða fjarveru! Til að allir okkar valkostir í lífinu gangi upp þarf samfélagið að spila með. Við þurfum að tryggja aðgengi að skólum og annarri nauðsynlegri þjónustu eins og heilbrigðisþjónustu. Við þurfum að tryggja samgöngur þannig að fólkið sem velur aðra búsetu en borgina geti sótt þjónustu út fyrir sitt samfélag, þegar á þarf að halda. Við þurfum að jafna aðstöðu þeirra sem búa í þéttbýli og dreifbýli. Við þurfum að horfast í augu við það að um leið og það kann að vera dýrara í krónum að veita grunnþjónustu utan mesta þéttbýlisins eins og póstþjónustu, samgöngur, löggæslu, heilsugæslu, framhaldsnám og fleira, er það líka nauðsynlegt. Það er nauðsynlegt til að við öll getum notið þess vals sem við viljum. Það er nefnilega þannig að um leið og ein tegund þjónustu hverfur úr einu byggðarlagi fækkar þeim sem hafa val um að búa þar, og val okkar sem búum ekki þar minnkar líka. Sem samfélag getum við ekki valið að hafa alla þjónustu alls staðar. En við getum valið að tryggja öllum aðgengi að þjónustu alls staðar. Þannig verða valkostir okkar allra um búsetu, líf og starf sem flestir. Við viljum öll vera á okkar eigin forsendum og þá verðum við líka að virða og skilja að forsendur annara eru ekki endilega þær sömu. Verum allskonar og verum allsstaðar! Ólafur Þór Gunnarsson er þingmaður Vinstri grænnaRúnar Gíslason er félagi í Ungum vinstri grænum
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun