Dæmdur til að greiða miskabætur fyrir að hafa veist að tveimur stúlkum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. mars 2021 17:53 Héraðsdómur Reykjaness hefur aðsetur í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til þess að greiða tveimur ólögráða stúlkum miskabætur fyrir að hafa beitt þær ofbeldi. Er honum gert að greiða annarri þeirra 450 þúsund krónur og hinni 200 þúsund krónur. Ákvörðun um frekari refsingu var frestað og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi í ágúst 2018 veist með ofbeldi, yfirgangi og vanvirðandi háttsemi að annarri stúlkunni, rifið í hár hennar, hrint henni og slegið í höfuð með þeim afleiðingum að hún hlaut mar og yfirborðsáverka á höfuð, yfirborðsáverka á hendi og olnboga og mar á hægra læri. Hina stúlkuna hafi maðurinn áreitt kynferðislega með því að káfa utan klæða á rassi hennar og brjóstum inni á veitinga- og skemmtistað. Þau hafi svo eftir að hafa yfirgefið staðinn farið á bryggjuna í bænum þar sem hann veittist að stúlkunni með ofbeldi, tók hana hálstaki þannig að þau féllu bæði á götuna með þeim afleiðingum að hún hlaut óþægindi á hálsi, mar á brjóstkassa og mar og yfirborðshrufl á vinstri úlnlið og hægri vísifingur. Stúlkurnar tvær, sem eru vinkonur, fóru saman á veitingastaðinn þar sem þær hittu manninn sem gaf stúlkunni, sem hann áreitti kynferðislega, mikið áfengi og varð hún mjög ölvuð. Maðurinn reyndi síðan að káfa á henni og sagðist ætla heim með henni. Stúlkurnar voru báðar undir lögaldri. Þremenningarnir fóru af veitingastaðnum niður á bryggju þar sem ákærði varð pirraður þegar fyrri stúlkan sagði að hann fengi ekki að fara heim með vinkonu hennar. Hin stúlkan hafi þá byrjað að öskra á manninn sem tók hana hálstaki þannig að litlu munaði að leið yfir hana. Vinkona hennar hafi þá farið að öskra á hann með þeim afleiðingum að maðurinn nálgaðist hana á ógnandi hátt. Hún sparkaði þá í hann en hann tók hana hálstaki, setti hnefann undir kjálkann á henni og hrinti henni í jörðina, reif svo í hárið á henni og kýldi hana ofan við gagnauga. Hún missti þá meðvitund og maðurinn sparkaði í hana þar sem hún lá. Maðurinn neitaði sök í málinu. Dómsmál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi í ágúst 2018 veist með ofbeldi, yfirgangi og vanvirðandi háttsemi að annarri stúlkunni, rifið í hár hennar, hrint henni og slegið í höfuð með þeim afleiðingum að hún hlaut mar og yfirborðsáverka á höfuð, yfirborðsáverka á hendi og olnboga og mar á hægra læri. Hina stúlkuna hafi maðurinn áreitt kynferðislega með því að káfa utan klæða á rassi hennar og brjóstum inni á veitinga- og skemmtistað. Þau hafi svo eftir að hafa yfirgefið staðinn farið á bryggjuna í bænum þar sem hann veittist að stúlkunni með ofbeldi, tók hana hálstaki þannig að þau féllu bæði á götuna með þeim afleiðingum að hún hlaut óþægindi á hálsi, mar á brjóstkassa og mar og yfirborðshrufl á vinstri úlnlið og hægri vísifingur. Stúlkurnar tvær, sem eru vinkonur, fóru saman á veitingastaðinn þar sem þær hittu manninn sem gaf stúlkunni, sem hann áreitti kynferðislega, mikið áfengi og varð hún mjög ölvuð. Maðurinn reyndi síðan að káfa á henni og sagðist ætla heim með henni. Stúlkurnar voru báðar undir lögaldri. Þremenningarnir fóru af veitingastaðnum niður á bryggju þar sem ákærði varð pirraður þegar fyrri stúlkan sagði að hann fengi ekki að fara heim með vinkonu hennar. Hin stúlkan hafi þá byrjað að öskra á manninn sem tók hana hálstaki þannig að litlu munaði að leið yfir hana. Vinkona hennar hafi þá farið að öskra á hann með þeim afleiðingum að maðurinn nálgaðist hana á ógnandi hátt. Hún sparkaði þá í hann en hann tók hana hálstaki, setti hnefann undir kjálkann á henni og hrinti henni í jörðina, reif svo í hárið á henni og kýldi hana ofan við gagnauga. Hún missti þá meðvitund og maðurinn sparkaði í hana þar sem hún lá. Maðurinn neitaði sök í málinu.
Dómsmál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira