Lokunin er á þjóðveginum fyrir sunnan Hvammstanga og einnig við Blönduós.
Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að búið sé að ræsa út björgunarsveitir og unnið sé að því að koma ökumönnum til bjargar og leysa úr þeirri flækju sem hafi myndast.
Vegagerðin segir skyggni vera mjög slæmt og ökumenn komist ekki áfram þess vegna.
Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að vandræðin á svæðinu hafi byrjað upp úr sjö í kvöld. Flutningabíll hafi þverað veginn og við það hafi raðir myndast. Þá hafi bílar byrjað að skafa inni og einhverjir hafi farið útaf.
Þannig hafi flækjan myndast sem verið er að leysa.
Davíð segir að búast megi við því að það muni taka einhvern tíma til viðbótar að opna veginn.
Athugið: Mikil röð bíla hefur myndast á þjóðvegi 1 við Hvammstangaafleggjara vegna slæms skyggnis, verið er að reyna að greiða úr því og er fólk beðið um að sýna biðlund #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) March 11, 2021
Tilkynning frá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Nú er vonskuveður í Húnavatnssýslum og ökumenn í vandræðum í kring um...
Posted by Lögreglan á Norðurlandi vestra on Thursday, 11 March 2021