Umferð

Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár
Ný göngubrú er risin yfir Sæbraut og hafa margir skoðun á útliti hennar. Einn þeirra sem klórar sér í kollinum yfir brúnni er rithöfundurinn Andri Snær Magnason sem telur hönnunina merki um of afgerandi áhrif íslenskrar verkfræði í borgarlandslaginu. Fjölmargir leggja orð í belg.

Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag
Göngubrú yfir Sæbraut verður opnuð fyrir gangandi og hjólandi síðdegis í dag. Búið er að gera öryggisúttekt á brúnni og verða girðingar umhverfis framkvæmdasvæði fjarlægðar síðdegis í dag. Brúnni er ætlað að bæta umferðaröryggi verulega fyrir vegfarendur milli nýrrar Vogabyggðar og Vogahverfis, ekki síst fyrir skólabörn í Vogaskóla.

Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð
Grjót hrundi úr Holtsnúpi undir Eyjafjöllum í morgun og stór hnullungur fór yfir þjóðveginn. Þetta var á svipuðum stað og banaslys varð vegna grjóthruns í mars á þessu ári.

Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni
Konu á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur í gær var sagt að hún væri bær til að aka þegar hún blés í áfengismæli lögreglu við Landeyjahöfn en var handtekin vegna gruns um ölvunarakstur eftir að hafa blásið á næsta eftirlitspósti, nokkrum mínútum síðar. Hún reiknar með hárri sekt og að missa ökuréttindin. Aðalvarðstjóri segir ökumenn alfarið ábyrga í tilfellum sem þessu og að áfengismælar gefi einungis vísbendingu um vínandamagn.

Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs
Þyrluáhöfn Landhelgsisgæslunnar hefur sinnt umferðareftirliti í dag í samstarfi við lögregluna á Vesturlandi. Þrettán voru í dag sektaðir fyrir ölvunarakstur á Suðurlandi og um tvö hundruð stöðvaðir vegna hraðaksturs á Austurlandi. Umferðin um helgina hefur gengið stórslysalaust fyrir sig.

„Þetta er hættuleg helgi“
Stærsta ferðahelgi ársins, Verslunarmannahelgin, er að hefjast og umferðin á þjóðvegum landsins þegar farin að þyngjast. Forvarnasérfræðingur hvetur fólk til að vera varkárt og hafa hugann við aksturinn.

Klár fyrir Verslunarmannahelgina?
Verslunarmannahelgin er fjölmennasta ferðahátíð ársins á Íslandi. Þá leggja þúsundir landsmanna í hann, margir á leið á útihátíðir, í sumarhús eða til vina og vandamanna.

Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta
Lokað hefur verið fyrir umferð um Fjallabaksleið syðri norðan Mýrdalsjökuls. Ástæðan eru miklir vatnavextir og breytingar á árfarvegi. Um er að ræða vegakaflann frá Hólmsá að Mælifelli. Allur akstur er bannaður.

Hvalfjarðargöng opin á ný
Hvalfjarðargöngunum var lokað síðdegis eftir að ekið var á hæðarslár við báða enda ganganna.

Umferð beint um Þrengslin í dag
Til stendur að malbika veginn frá hringtorgi við Hveragerði að Kömbum frá klukkan níu til fjögur síðdegis í dag. Hellisheiði verður lokað til vesturs á meðan framkvæmdum stendur og umferð verður beint um Þrengslaveg.

Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum
Bifvélavirkjameistari í Þorlákshöfn þakkar sínum sæla fyrir að hann sjálfur, eiginkona og níu mánaða barn séu ekki stórslösuð og hreinlega enn á lífi. Mæðgurnar voru nærri heimaslóðum þar sem ferðamaður ók skyndilega í veg fyrir þær. Nokkrum vikum fyrr var eiginmaðurinn á fleygiferð á Hringveginum þegar sendiferðabíll blasti allt í einu við á röngum vegarhelmingi. Bæði atvikin eru til á upptöku.

Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal
Ekki miklu mátti muna þegar ökumaður tók fram úr öðrum á þjóðveginum fyrir norðan. Bíllinn komst aftur á sinn vegarhelming augnablikum áður en að bíll kom á fleygiferð úr hinni áttinni.

„Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“
Bifhjólafólk er orðið langþreytt á að bíða eftir að meira tillit sé tekið til þeirra í vegakerfinu. Þau hafi áhyggjur af stöðunni og vilji að rödd þeirra heyrist. Bifhjólamaður lést í umferðarslysi í Reykjavík í vikunni.

Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði
Flutningagámur liggur á akrein hringtorgs í Hveragerði eftir að gámurinn féll af flutningabíl.

Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur nú birt samráðsgátt uppfærslu á verklagsreglum fyrir rafhlaupahjólaleigur. Samráðið stendur til 15. ágúst og er óskað eftir athugasemdum frá almenningi og hagaðilum. Í umsögnum er að finna ákall um safnstæði, aukinn sýnileika hjólanna og að ekki megi leggja þeim á hjóla- og göngustíga.

Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs
Átta ökumenn eiga yfir höfði sér sviptingu ökuréttinda, auk sektar, og 246 ökumenn til viðbótar von á sekt vegna hraðaksturs við framkvæmdasvæði hjá Kringlumýrarbraut á vegarkafla á milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar á móts við Bólstaðarhlíð. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega
Þrír milljarðar verða settir til viðbótar í viðhald vega á landsbyggðinni árið 2025. Alþingi samþykkti tillögu ríkisstjórnarinnar þess efnis þegar fjáraukalög voru afgreidd á laugardag.

Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni
Varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að hraðakstur hafi verið að aukast undanfarin ár. Hann hafi stöðvað marga ökumenn sem voru að keyra of hratt um helgina, en sem betur fer hafi ekki orðið alvarleg slys.

Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu
Einn ökumaður var sviptur ökuréttindum í dag vegna hraðaksturs í Hlíðunum í Reykjavík, en hann ók á 132 kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraði er sextíu.

Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir
Reykjavíkurborg harmar mjög slysið sem varð við Hamrastekk í Breiðholti þann 19. júní síðastliðinn, þar sem sjö ára drengur slasaðist alvarlega þegar ekið var á hann.

Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs
Íbúar í Breiðholti safna undirskriftum og krefjast þess að umferðaröryggi verði bætt við Hamrastekk eftir að sjö ára drengur slasaðist alvarlega þegar ekið var þar á hann. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi Reykjavíkurborg erindi vegna málsins.

Hvalfjarðargöng opin á ný
Hvalfjarðargöng eru lokuð vegna bilaðs bíls inni í göngunum.

Árekstur á Kringlumýrarbraut
Árekstur varð laust upp úr klukkan 10 í morgun á Kringlumýrarbraut við Sæbraut. Búast má við töfum á umferð vegna slyssins.

Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut
Mikill viðbúnaður var á Sæbraut í Reykjavík í gærkvöldi þegar lögregla veitti ökumanni eftirför sem ók á gífurlegum hraða á móti umferð. Ökumaðurinn var handtekinn og fluttur niður á lögreglustöð.

Óku á yfir 60 og missa ökuréttindin
Ökumenn sem óku á yfir sextíu kílómetra hraða við framkvæmdasvæði í Reykjavík í gær eiga von á að verða sviptir ökuréttindunum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hraðakstur við vegavinnusvæði mikið vandamál hér á landi.

Fimm sviptir réttindum fyrir að aka of hratt á vinnusvæði
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu svipti í dag fimm ökumenn ökuréttindum sínum fyrir að aka of hratt á vinnusvæði þar sem hámarkshraði var 30 kílómetrar á klukkustund.

Vegagerðin vill hjörtun burt
Vegagerðin hefur óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtu í umferðarljósum, sem einkennt hafa bæinn um árabil, verði fjarlægð. Stofnunin segir hjörtun ógna umferðaröryggi.

Bíll valt í Kópavogi
Bíll valt á hliðina í umferðinni í Kópavogi á fimmta tímanum eftir hádegi í dag. Ökumaðurinn var einn í bílnum og slasaðist lítillega.

Bíll við bíl frá Ártúnsbrekku upp í Mosfellsbæ
Miklar umferðartafir eru í Mosfellsbæ þessa stundina vegna vegaframkvæmda og misskilnings þeim tengdum sem gætti hjá Vegagerðinni.

Oft langar og miklar tafir við Ölfusárbrú á Selfossi
Bæjarfulltrúi í Árborg hvetur ökumenn, sem eru að fara austur fyrir fjall að fara frekar þrengslin og yfir Óseyrarbrú á álagstímum í stað þess að fara yfir Ölfusárbrú á Selfossi því þar myndast oft miklar umferðarteppur. Dæmi er um að fólk þurfi að bíða allt upp í hálftíma til fjörutíu og fimm mínútur í röð í bílum sínum til að komast yfir brúna.