Bjargar erfðafræðin dæmdum raðmorðingja?: Fékk 30 ára dóm fyrir að myrða börnin sín en vísindamenn segja hana saklausa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. mars 2021 12:10 Folbigg ber vitni fyrir rannsóknarnefnd árið 2019. Á efri myndinni er Patrick og Laura þar fyrir neðan. Níutíu virtir vísindamenn og læknar hafa skrifað undir áskorun til ríkisstjóra Nýju Suður-Wales og skorað á hann að náða Kathleen Folbigg og láta hana umsvifalaust lausa. Folbigg hefur setið í fangelsi í 18 ár fyrir að hafa myrt fjögur börn sín, eitt af öðru, en sérfræðingarnir segja að dauða barnanna megi líklega rekja til erfðagalla. Folbigg hefur verið kölluð „versti kvenraðmorðingi Ástralíu“ en árið 2003 var hún dæmd í 30 ára fangelsi fyrir að kæfa börn sín; Caleb, fæddan 1989, Patrick, fæddan 1990, Söruh, fædda 1992, og Lauru, fædda 1997. Við réttarhöldin lagði ákæruvaldið meðal annars fram dagbækur Folbigg, þar sem hún virðist álasa sjálfri sér fyrir dauða barnanna en stuðningsmenn hennar hafa bent á að hún tali aldrei um að hafa valdið dauða þeirra, heldur séu skrif hennar til marks um sektarkennd móður sem gat ekki verndað börnin sín frá dauðanum. Öll börnin með hættulegar genabreytingar Folbigg hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og ítrekað freistað þess að fá dómnum snúið. Vegna þess hversu umdeilt málið hefur verið sáu yfirvöld í Nýju Suður-Wales sig tilneydd til að gefa út yfirlýsingu fyrir tveimur árum þar sem þau sögðu það hafa verið skoðað til hlítar. Nú segja vísindamenn hins vegar að nýuppgötvuð stökkbreyting hafi líklega valdið dauða stúlknana tveggja, Söruh og Lauru. Stúlkurnar erfðu hið stökkbreytta gen, CALM2 G114R, frá móður sinni en breytingar á því eru þekktar fyrir að valda hjartastoppi, meðal annars hjá sofandi ungabörnum. Báðar stúlkurnar voru með sýkingu þegar þær létust, sem vísindamennirnir telja hafa orðið til þess að hjarta þeirra stöðvaðist. Þá voru drengirnir báðir með tvær breytingar á geninu BSN, sem vitað er að veldur banvænni flogaveiki hjá músum. Caleb hafði verið greindur með flogaveiki þegar hann lést. Sérfræðingarnir, þeirra á meðal tveir Nóbelsverðlaunahafar, segja ekkert benda til þess að börnin hafi verið kæfð og að dauða allra megi rekja til náttúrulegra orsaka. Ástralía Dómsmál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Folbigg hefur setið í fangelsi í 18 ár fyrir að hafa myrt fjögur börn sín, eitt af öðru, en sérfræðingarnir segja að dauða barnanna megi líklega rekja til erfðagalla. Folbigg hefur verið kölluð „versti kvenraðmorðingi Ástralíu“ en árið 2003 var hún dæmd í 30 ára fangelsi fyrir að kæfa börn sín; Caleb, fæddan 1989, Patrick, fæddan 1990, Söruh, fædda 1992, og Lauru, fædda 1997. Við réttarhöldin lagði ákæruvaldið meðal annars fram dagbækur Folbigg, þar sem hún virðist álasa sjálfri sér fyrir dauða barnanna en stuðningsmenn hennar hafa bent á að hún tali aldrei um að hafa valdið dauða þeirra, heldur séu skrif hennar til marks um sektarkennd móður sem gat ekki verndað börnin sín frá dauðanum. Öll börnin með hættulegar genabreytingar Folbigg hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og ítrekað freistað þess að fá dómnum snúið. Vegna þess hversu umdeilt málið hefur verið sáu yfirvöld í Nýju Suður-Wales sig tilneydd til að gefa út yfirlýsingu fyrir tveimur árum þar sem þau sögðu það hafa verið skoðað til hlítar. Nú segja vísindamenn hins vegar að nýuppgötvuð stökkbreyting hafi líklega valdið dauða stúlknana tveggja, Söruh og Lauru. Stúlkurnar erfðu hið stökkbreytta gen, CALM2 G114R, frá móður sinni en breytingar á því eru þekktar fyrir að valda hjartastoppi, meðal annars hjá sofandi ungabörnum. Báðar stúlkurnar voru með sýkingu þegar þær létust, sem vísindamennirnir telja hafa orðið til þess að hjarta þeirra stöðvaðist. Þá voru drengirnir báðir með tvær breytingar á geninu BSN, sem vitað er að veldur banvænni flogaveiki hjá músum. Caleb hafði verið greindur með flogaveiki þegar hann lést. Sérfræðingarnir, þeirra á meðal tveir Nóbelsverðlaunahafar, segja ekkert benda til þess að börnin hafi verið kæfð og að dauða allra megi rekja til náttúrulegra orsaka.
Ástralía Dómsmál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira