Telur að PSG hafi bolmagn til að landa Messi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. mars 2021 19:00 Hver veit nema Lionel Messi verði leikmaður PSG þegar næsta leiktíðin 2021-2022 fer af stað. EPA-EFE/YOAN VALAT Forráðamenn Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain eru bjartsýnir á að félagið geti samið við argentíska snillinginn Lionel Messi í sumar eftir að samningur hans við Barcelona rennur út. Eins og alþjóð veit þá óskaði Lionel Messi eftir því að fara frá Barcelona að loknu síðasta tímabili. Á endanum var ákveðið að hann myndi spila með félaginu út þetta tímabil eða þangað til samningur hans rennur út. Óvíst er hver staða hins 34 ára gamla Messi er núna. Þrátt fyrir að félagið hafi dottið út úr Meistaradeild Evrópu í 16-liða úrslitum – gegn PSG að sjálfsögðu – þá er Joan Laporta kominn aftur í forsetastólinn og almennt virðist bjartara yfir félaginu nú heldur en fyrir níu mánuðum er Messi óskaði eftir því að yfirgefa Börsunga. Þannig er þó mál með vexti að félagið er stórskuldugt, raunar svo að það ætti í raun að vera gjaldþrota en það er annað mál. Þar með er ljóst að Barcelona getur ekki boðið Messi nýjan samning neitt í líkingu við þann sem hann er með í dag. Þar kemur PSG inn í myndina en franska félagið – sem fór í úrslit Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð – telur sig vera í kjörstöðu til að semja við Messi. Félagið telur sig geta boðið honum launapakka sem hann yrði sáttur með. Þá yrði hann þjálfaður af landa sínum Mauricio Pochettino ásamt því að fyrrum samherji hans Neymar er að sjálfsögðu á launaskrá PSG. "Optimism is high" at PSG that they are in position to sign Leo Messi this summer, reports @marcelobechler pic.twitter.com/lxLfe7HWmd— B/R Football (@brfootball) March 12, 2021 Þetta staðfestir argentíski blaðamaðurinn Marcelo Bechler en sá er talinn einkar áreiðanlegur er kemur að málum Lionel Messi. Hann fullyrðir að forráðamenn PSG séu öruggir með að þeir geti fengið Messi til Parísar fyrir næstu leiktíð. Það fylgir þó ekki sögunni hvort PSG þurfi að selja hinn franska Kylian Mbappé til að hafa efni á Messi en Mbappé verður samningslaus sumarið 2022 og er talið að PSG vilji frekar selja hann í sumar en að missa hann þá. Sama hvað þá er ljóst að verður spennandi að sjá hvað gerist í sumar en ásamt Messi er fjöldinn allur af stórstjörnum knattspyrnunnar að renna út á samning. Þar má til að mynda nefna Sergio Ramos – sem hefur boðið Messi að búa hjá sér í Madríd – og David Alaba. Fótbolti Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Sjá meira
Eins og alþjóð veit þá óskaði Lionel Messi eftir því að fara frá Barcelona að loknu síðasta tímabili. Á endanum var ákveðið að hann myndi spila með félaginu út þetta tímabil eða þangað til samningur hans rennur út. Óvíst er hver staða hins 34 ára gamla Messi er núna. Þrátt fyrir að félagið hafi dottið út úr Meistaradeild Evrópu í 16-liða úrslitum – gegn PSG að sjálfsögðu – þá er Joan Laporta kominn aftur í forsetastólinn og almennt virðist bjartara yfir félaginu nú heldur en fyrir níu mánuðum er Messi óskaði eftir því að yfirgefa Börsunga. Þannig er þó mál með vexti að félagið er stórskuldugt, raunar svo að það ætti í raun að vera gjaldþrota en það er annað mál. Þar með er ljóst að Barcelona getur ekki boðið Messi nýjan samning neitt í líkingu við þann sem hann er með í dag. Þar kemur PSG inn í myndina en franska félagið – sem fór í úrslit Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð – telur sig vera í kjörstöðu til að semja við Messi. Félagið telur sig geta boðið honum launapakka sem hann yrði sáttur með. Þá yrði hann þjálfaður af landa sínum Mauricio Pochettino ásamt því að fyrrum samherji hans Neymar er að sjálfsögðu á launaskrá PSG. "Optimism is high" at PSG that they are in position to sign Leo Messi this summer, reports @marcelobechler pic.twitter.com/lxLfe7HWmd— B/R Football (@brfootball) March 12, 2021 Þetta staðfestir argentíski blaðamaðurinn Marcelo Bechler en sá er talinn einkar áreiðanlegur er kemur að málum Lionel Messi. Hann fullyrðir að forráðamenn PSG séu öruggir með að þeir geti fengið Messi til Parísar fyrir næstu leiktíð. Það fylgir þó ekki sögunni hvort PSG þurfi að selja hinn franska Kylian Mbappé til að hafa efni á Messi en Mbappé verður samningslaus sumarið 2022 og er talið að PSG vilji frekar selja hann í sumar en að missa hann þá. Sama hvað þá er ljóst að verður spennandi að sjá hvað gerist í sumar en ásamt Messi er fjöldinn allur af stórstjörnum knattspyrnunnar að renna út á samning. Þar má til að mynda nefna Sergio Ramos – sem hefur boðið Messi að búa hjá sér í Madríd – og David Alaba.
Fótbolti Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram