Skapa sjö þúsund ný störf með fimm milljarða innspýtingu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. mars 2021 20:08 Ásmundur Einar Daðason er félags- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld hyggjast verja allt að fimm milljörðum til að skapa sjö þúsund ný tímabundin störf hér á landi. Félagsmálaráðherra segir mikilvægt að koma fólki í vinnu og virkja atvinnulíf til að skapa ný tækifæri. Tæplega 26 þúsund manns voru í minnkuðu starfshlutfalli eða án atvinnu í febrúar sem gerir um 12,5% atvinnuleysi. Þá höfðu 4700 verið á vinnu í tólf mánuði eða lengur. Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra kynntu í dag atvinnuátakið Hefjum störf sem er að stórum hluta ætlað síðastnefnda hópnum. Áætlað er að allt að fimm milljarðar fari í verkefnið og sjö þúsund ný störf verði til. Fyrirtæki sem hafa færri en 70 starfsmenn geta ráðið atvinnuleitendur sem hafa verið án atvinnu í 12 mánuði eða lengur. Nýjum starfsmanni fylgir ríflega fjögur hundruð og sjötíu þúsund krónur á mánuði í sex mánuði auk 11,5% framlags í lífeyrissjóð. Þá fá atvinnurekendur fá fullar atvinnuleysisbætur með atvinnuleitanda sem hefur verið án vinnu í 30 daga eða lengur, auk 11,5% framlags í lífeyrissjóð með hverjum nýjum starfsmanni í allt að sex mánuði. Sveitarfélög geta ráðið til sín einstaklinga sem fullnýttu bótarétt sinn innan á tímabilinu 1. október og til og með 31. desember 2020. Greitt verður 25% álag til að standa straum af kostnaði í tímabundnum átaksverkefnum hjá Félagasamtökum. „Við viljum koma atvinnuleysinu niður, við viljum að fólk komist í virkni og komist í atvinnu. Til þess að það gerist verðum við að virkja fyrirtækin í landinu, sveitarfélögin, stofnanirnar og líka frjálsu félagasamtökin,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra í samtali við fréttastofu í dag . Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði þá að ekki ætti að taka langan tíma til að koma verkefninu af stað en Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segist bjartsýn fyrir verkefninu. „Mörg fyrirtæki sem hafa þurft að segja upp fólki þurfa á fólki að halda en hafa kannski haft of litlar tekjur. Núna fá þau styrk á móti með starfsfólkinu þannig að ég trúi ekki öðru en að við sjáum fullt af störfum koma inn,“ sagði Unnur. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Dregur úr atvinnuleysi á milli mánaða Almennt atvinnuleysi í febrúar var 11,4 prósent og minnkaði um 0,2 prósentustig frá því í janúar þegar það mældist 11,6 prósent. 11. mars 2021 06:54 Hlutdeildarlán er ekki fyrir einstæðar mæður Kvennaverkfall Eflingar var á þessum alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir tveim árum. 8. mars 2021 16:00 Bjarni veðjar á fjórtán fjölskyldur Á samfélagsmiðlum má sjá mynd af baksvip Bjarna Benediktssonar formans Sjálfstæðisflokksins og efnahags- og fjármálaráðherra, þar sem hann stendur í ræðustól og horfir haukfránum augum fram í salinn. Yfir myndina er skrifað: Okkar stefna snýst um að veðja á einstaklinginn. Og þá vaknar spurningin: Hvaða einstaklingur er þetta sem Bjarni vill veðja á? 8. mars 2021 12:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Tæplega 26 þúsund manns voru í minnkuðu starfshlutfalli eða án atvinnu í febrúar sem gerir um 12,5% atvinnuleysi. Þá höfðu 4700 verið á vinnu í tólf mánuði eða lengur. Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra kynntu í dag atvinnuátakið Hefjum störf sem er að stórum hluta ætlað síðastnefnda hópnum. Áætlað er að allt að fimm milljarðar fari í verkefnið og sjö þúsund ný störf verði til. Fyrirtæki sem hafa færri en 70 starfsmenn geta ráðið atvinnuleitendur sem hafa verið án atvinnu í 12 mánuði eða lengur. Nýjum starfsmanni fylgir ríflega fjögur hundruð og sjötíu þúsund krónur á mánuði í sex mánuði auk 11,5% framlags í lífeyrissjóð. Þá fá atvinnurekendur fá fullar atvinnuleysisbætur með atvinnuleitanda sem hefur verið án vinnu í 30 daga eða lengur, auk 11,5% framlags í lífeyrissjóð með hverjum nýjum starfsmanni í allt að sex mánuði. Sveitarfélög geta ráðið til sín einstaklinga sem fullnýttu bótarétt sinn innan á tímabilinu 1. október og til og með 31. desember 2020. Greitt verður 25% álag til að standa straum af kostnaði í tímabundnum átaksverkefnum hjá Félagasamtökum. „Við viljum koma atvinnuleysinu niður, við viljum að fólk komist í virkni og komist í atvinnu. Til þess að það gerist verðum við að virkja fyrirtækin í landinu, sveitarfélögin, stofnanirnar og líka frjálsu félagasamtökin,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra í samtali við fréttastofu í dag . Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði þá að ekki ætti að taka langan tíma til að koma verkefninu af stað en Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segist bjartsýn fyrir verkefninu. „Mörg fyrirtæki sem hafa þurft að segja upp fólki þurfa á fólki að halda en hafa kannski haft of litlar tekjur. Núna fá þau styrk á móti með starfsfólkinu þannig að ég trúi ekki öðru en að við sjáum fullt af störfum koma inn,“ sagði Unnur.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Dregur úr atvinnuleysi á milli mánaða Almennt atvinnuleysi í febrúar var 11,4 prósent og minnkaði um 0,2 prósentustig frá því í janúar þegar það mældist 11,6 prósent. 11. mars 2021 06:54 Hlutdeildarlán er ekki fyrir einstæðar mæður Kvennaverkfall Eflingar var á þessum alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir tveim árum. 8. mars 2021 16:00 Bjarni veðjar á fjórtán fjölskyldur Á samfélagsmiðlum má sjá mynd af baksvip Bjarna Benediktssonar formans Sjálfstæðisflokksins og efnahags- og fjármálaráðherra, þar sem hann stendur í ræðustól og horfir haukfránum augum fram í salinn. Yfir myndina er skrifað: Okkar stefna snýst um að veðja á einstaklinginn. Og þá vaknar spurningin: Hvaða einstaklingur er þetta sem Bjarni vill veðja á? 8. mars 2021 12:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Dregur úr atvinnuleysi á milli mánaða Almennt atvinnuleysi í febrúar var 11,4 prósent og minnkaði um 0,2 prósentustig frá því í janúar þegar það mældist 11,6 prósent. 11. mars 2021 06:54
Hlutdeildarlán er ekki fyrir einstæðar mæður Kvennaverkfall Eflingar var á þessum alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir tveim árum. 8. mars 2021 16:00
Bjarni veðjar á fjórtán fjölskyldur Á samfélagsmiðlum má sjá mynd af baksvip Bjarna Benediktssonar formans Sjálfstæðisflokksins og efnahags- og fjármálaráðherra, þar sem hann stendur í ræðustól og horfir haukfránum augum fram í salinn. Yfir myndina er skrifað: Okkar stefna snýst um að veðja á einstaklinginn. Og þá vaknar spurningin: Hvaða einstaklingur er þetta sem Bjarni vill veðja á? 8. mars 2021 12:30