Körfubolti

Martin öflugur í lífs­nauð­syn­legum sigri Valencia

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martin Hermannsson átti flottan leik í kvöld.
Martin Hermannsson átti flottan leik í kvöld. Valencia

Valencia vann gríðarlega mikilvægan sigur á Fenerbahce í EuroLeague í körfubolta í kvöld. Lokatölur 66-52 og Valencia heldur í vonina um að komast í útsláttarkeppni EuroLeague.

Valencia byrjaði leikinn betur en segja má að varnarleikur beggja liða hafi verið í hávegum hafður í kvöld. Staðan í hálfleik var 37-28 og eftir að hafa skorað aðeins átta stig í þriðja leikhluta þá settu heimamenn í fluggírinn í fjórða leikhluta og unnu á endanum einkar öruggan 14 stiga sigur, lokatölur 66-52.

Martin Hermannsson lék tæplega 19 mínútur í kvöld. Skoraði hann 11 stig, tók þrjú fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.

Valencia er í 10. sæti deildarinnar með 15 sigra í 29 leikjum. Fenerbahce er í 7. sæti með 17 sigra og 11 töp. Valencia þarf að treysta á að Zenit St. Pétursborg og Baskonia tapi þeim leikjum sem þau eiga eftir á meðan Martin og félagar þurfa að vinna rest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×