Morales hrökklaðist úr embætti og flúði land eftir umdeildar forsetakosningar haustið 2019. Ásakanir voru um kosningasvik og til blóðugra mótmæla kom. Varaforseti Morales og leiðtogar öldungadeildar þingsins flúðu einnig land. Þannig kom það til að Áñez, leiðtogi lítils íhaldsflokks, tók við embætti forseta tímabundið. Sósíalistaflokkur Morales vann svo stórsigur í forseta- og þingkosningum sem voru haldnar í október.
Breska ríkisútvarpið BBC segir að saksóknarar hafi ekki greint frá sakarefninu ennþá. Áñez tísti handtökuskipuninni sem hún segir að hafa verið vegna hryðjuverka, uppreisnar og samsæris. „Pólitísku ofsóknirnar eru hafnar,“ tísti hún.
Rodrigo Guzman, fyrrverandi orkumálaráðherra, og Álvaro Coimbra, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafa þegar verið handteknir.