Samherji segist ekki til skattrannsóknar í Færeyjum Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2021 10:42 Viðskipti Samherja í Namibíu hafa verið til náinnar skoðunnar undanfarin misseri. RÚV fullyrti í gær að skattrannsókn væri hafin í Færeyjum í tengslum við málið en Samherji neitar því. Vísir/Egill Útgerðarfélagið Samherji hafnar því að það sé til rannsóknar skattayfirvalda í Færeyjum. Það sakar Ríkisútvarpið um að snúa út úr ummælum yfirmanni færeyska skattsins í frétt sinni í gær. Fullyrt var að rannsókn á mögulegum skattalagabrotum Samherja væri hafin í Færeyjum í frétt á vef Ríkisútvarpsins í gær. Vísaði það til ummæla Eyðuns Mørkøre, yfirmanns færeyska skattsins, í fréttaþætti færeyska sjónvarpsins á fimmtudagskvöld. „Mín fyrsta hugsun var: hér er skítamál á ferðinni,“ hafði RÚV eftir Mørkøre varðandi ásakanir um að Samherji hefði misnotað skattareglur í Færeyjum til að komast hjá skattgreiðslum í Namibíu. Fyrirtækið hefur verið sakað um að múta ráðamönnum í Afríkulandinu til að komast yfir kvóta þar. Í yfirlýsingu frá Samherja í morgun fullyrðir fyrirtækið að það hafi fengið staðfest frá Mørkøre að engin skattrannsókn sé hafin á hendur Samherja í Færeyjum. Hann hafi einnig staðfest að RÚV hafi haft sagt rangt frá ummælum hans. Segist fyrirtækið hafa óskað eftir því að fréttir Ríkisútvarpsins verði leiðréttar þar sem þær byggi á „rangtúlkun og útúrsnúningi“ á ummælum Mørkøre. Engu að síður virtist Mørkøre gefa sterklega í skyn að mál Samherja gæti komið til kasta yfirvalda í þættinum. „Það er enn ekki tímabært að gefa sér neitt um niðurstöðu en það er ekki ólíklegt að málið endi hjá lögreglu,“ hefur RÚV eftir Mørkøre úr þættinum. Mørkøre brást í þættinum við heimildarmynd sem var unnin í samstarfi við fréttaskýringarþáttin Kveik á RÚV og Wikileaks og var sýnd í Færeyjum í vikunni. Í henni er fjallað um það sem eru sagðar sérkennilegar peningatilfærslur frá tveimur namibískum útgerðarfélögum Samherja til félags Samherja í Færeyjum árin 2016 og 2017. Vísir hefur sent Mørkøre fyrirspurn um hvort rannsókn fari fram á Samherja í Færeyjum. Færeyjar Ríkisútvarpið Samherjaskjölin Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Fullyrt var að rannsókn á mögulegum skattalagabrotum Samherja væri hafin í Færeyjum í frétt á vef Ríkisútvarpsins í gær. Vísaði það til ummæla Eyðuns Mørkøre, yfirmanns færeyska skattsins, í fréttaþætti færeyska sjónvarpsins á fimmtudagskvöld. „Mín fyrsta hugsun var: hér er skítamál á ferðinni,“ hafði RÚV eftir Mørkøre varðandi ásakanir um að Samherji hefði misnotað skattareglur í Færeyjum til að komast hjá skattgreiðslum í Namibíu. Fyrirtækið hefur verið sakað um að múta ráðamönnum í Afríkulandinu til að komast yfir kvóta þar. Í yfirlýsingu frá Samherja í morgun fullyrðir fyrirtækið að það hafi fengið staðfest frá Mørkøre að engin skattrannsókn sé hafin á hendur Samherja í Færeyjum. Hann hafi einnig staðfest að RÚV hafi haft sagt rangt frá ummælum hans. Segist fyrirtækið hafa óskað eftir því að fréttir Ríkisútvarpsins verði leiðréttar þar sem þær byggi á „rangtúlkun og útúrsnúningi“ á ummælum Mørkøre. Engu að síður virtist Mørkøre gefa sterklega í skyn að mál Samherja gæti komið til kasta yfirvalda í þættinum. „Það er enn ekki tímabært að gefa sér neitt um niðurstöðu en það er ekki ólíklegt að málið endi hjá lögreglu,“ hefur RÚV eftir Mørkøre úr þættinum. Mørkøre brást í þættinum við heimildarmynd sem var unnin í samstarfi við fréttaskýringarþáttin Kveik á RÚV og Wikileaks og var sýnd í Færeyjum í vikunni. Í henni er fjallað um það sem eru sagðar sérkennilegar peningatilfærslur frá tveimur namibískum útgerðarfélögum Samherja til félags Samherja í Færeyjum árin 2016 og 2017. Vísir hefur sent Mørkøre fyrirspurn um hvort rannsókn fari fram á Samherja í Færeyjum.
Færeyjar Ríkisútvarpið Samherjaskjölin Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira