„Furðulega góður tími“ eftir krabbameinsmeðferð Sindri Sverrisson skrifar 15. mars 2021 08:00 Jóhann Björn Sigurbjörnsson á spretti fyrir hönd Íslands á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi sumarið 2019. mynd/ÍSÍ „Ég ætla að ná toppstandi aftur en það tekur tíma,“ segir Skagfirðingurinn Jóhann Björn Sigurbjörnsson, einn fremsti spretthlaupari þjóðarinnar, í viðtali við RÚV. Hann sneri aftur til keppni um helgina eftir lyfjameðferð vegna eitlakrabbameins. Jóhann Björn, sem er 26 ára gamall, var á meðal keppenda á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum í Laugardalshöll. Landsliðsmaðurinn hljóp á 7,07 sekúndum í undanrásum 60 metra hlaups og var í boðhlaupssveit UMSS í 4x400 metra boðhlaupi, eftir vel heppnaða lyfjameðferð í fyrra. „Ég greindist sem sagt með krabbamein fyrir ári síðan og byrjaði í lyfjameðferð fyrir sirka ári síðan. Síðan gekk það allt upp og ég náði að byrja að æfa aðeins síðasta haust, rólega. Svo er ég að koma mér aftur í gang núna, og ákvað að keppa um helgina því það er svo gaman að keppa,“ sagði Jóhann Björn við RÚV eftir mótið. „Ég hljóp bara undanrásirnar í 60 metrunum. Þetta var furðulega góður tími hjá mér, 7,07 sekúndur, en ég ákvað að sleppa úrslitunum bara til að passa mig því ég er ekki alveg í besta keppnisforminu núna,“ sagði Jóhann Björn sem á enn piltamet í 100 og 200 metra hlaupi. Hann hefur best hlaupið 60 metra hlaup innanhúss á 6,93 sekúndum. Jóhann Björn keppti fyrir íslenska landsliðið á Smáþjóðaleikunum og í Evrópubikarnum sumarið 2019 og eins og fyrr segir stefnir hann á að komast smám saman í landsliðsform á nýjan leik. „Næsta haust er ég að stefna á að byrja að æfa alveg eins og ég æfði áður. Núna er stefnan að æfa þrisvar í viku og bara koma sér í gang.“ Frjálsar íþróttir Skagafjörður Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Fleiri fréttir Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Sjá meira
Jóhann Björn, sem er 26 ára gamall, var á meðal keppenda á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum í Laugardalshöll. Landsliðsmaðurinn hljóp á 7,07 sekúndum í undanrásum 60 metra hlaups og var í boðhlaupssveit UMSS í 4x400 metra boðhlaupi, eftir vel heppnaða lyfjameðferð í fyrra. „Ég greindist sem sagt með krabbamein fyrir ári síðan og byrjaði í lyfjameðferð fyrir sirka ári síðan. Síðan gekk það allt upp og ég náði að byrja að æfa aðeins síðasta haust, rólega. Svo er ég að koma mér aftur í gang núna, og ákvað að keppa um helgina því það er svo gaman að keppa,“ sagði Jóhann Björn við RÚV eftir mótið. „Ég hljóp bara undanrásirnar í 60 metrunum. Þetta var furðulega góður tími hjá mér, 7,07 sekúndur, en ég ákvað að sleppa úrslitunum bara til að passa mig því ég er ekki alveg í besta keppnisforminu núna,“ sagði Jóhann Björn sem á enn piltamet í 100 og 200 metra hlaupi. Hann hefur best hlaupið 60 metra hlaup innanhúss á 6,93 sekúndum. Jóhann Björn keppti fyrir íslenska landsliðið á Smáþjóðaleikunum og í Evrópubikarnum sumarið 2019 og eins og fyrr segir stefnir hann á að komast smám saman í landsliðsform á nýjan leik. „Næsta haust er ég að stefna á að byrja að æfa alveg eins og ég æfði áður. Núna er stefnan að æfa þrisvar í viku og bara koma sér í gang.“
Frjálsar íþróttir Skagafjörður Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Fleiri fréttir Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða