Mikil tækifæri framundan í fasteignatækniiðnaði Hjörtur Sigurðsson, Hlynur Guðjónsson og Eyrún Arnarsdóttir skrifa 15. mars 2021 15:31 Fasteignatækni (e. Proptech) er regnhlífarhugtak yfir tæknifyrirtæki sem vinna með fasteignir á einn eða annan hátt. Starfsemi þessara fyrirtækja getur falið í sér undirbúning framkvæmda, hönnun, uppbyggingu, rekstur, leigu og umbreytingu fasteigna með tækni, en öll eiga þessi fasteignatæknifyrirtæki það sameiginlegt að hafa tækniþróun og -notkun sem ráðandi þátt í starfsemi sinni. Á Íslandi starfar fjöldi slíkra fyrirtækja og er fasteignatækni vaxandi iðnaður. Flest þessara fyrirtækja bjóða upp á eða eru að þróa hugbúnaðarlausnir og sum þeirra framleiða einnig tækjabúnað. Fyrirtækin eiga það mörg sameiginlegt að vinna með lausnir sem snúa að sjálfbærni með því að veita yfirsýn og hafa stjórn á kolefnisfótspori, auðlindanotkun og orku. Mörg þeirra myndu jafnframt flokkast undir það að vera svokölluð fjártæknifyrirtæki (e. Fintech) sem einnig er vaxandi grein hér á landi. Á Norðurlöndunum hafa fasteignatæknifyrirtæki tengst í samtökum í hverju landi. Þannig hefur myndast net tengiliða þar sem fyrirtækin deila þekkingu á því hvernig nálgast megi fjárfesta sem hafa áhuga á þessum flokki fyrirtækja og viðskiptahraðla sem henta þeim. Samtök iðnaðarins í samstarfi við Nordic Innovation House í New York stóð fyrir opnum rafrænum kynningarfundi um fasteignatækniiðnaðinn á Íslandi fyrir skömmu. Innan Samtaka iðnaðarins eru aðildarfyrirtæki sem starfa á sviði fasteignatækni og kynningarfundurinn var fyrsta skrefið í þá átt að efla tengslanet þessara aðila og auka upplýsingagjöf til fyrirtækja í fasteignatækniiðnaði. Það eru mikil tækifæri fólgin í því að íslensk fasteignatæknifyrirtæki tengist í gegnum sambærilegt net og starfrækt er á Norðurlöndunum. Þannig opnast vettvangur fyrir fyrirtækin til að deila þekkingu og áskorunum. Einnig gæti opnast gátt til Norðurlanda og í því felast möguleikar á þátttöku í starfi nýrra samtaka á þeim slóðum. Við hvetjum áhugasama til að hafa samband við greinarhöfunda til að nálgast upplýsingar og taka þátt í starfi fasteignatæknihópsins á Íslandi innan Samtaka iðnaðarins og í starfi Nordic Innovation House í New York. Höfundar: Hjörtur Sigurðsson, framkvæmdastjóri VSB verkfræðistofu Hlynur Guðjónsson, aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi aðalræðisskrifstofu Íslands í New York Eyrún Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Nýsköpun Fasteignamarkaður Fjártækni Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Fasteignatækni (e. Proptech) er regnhlífarhugtak yfir tæknifyrirtæki sem vinna með fasteignir á einn eða annan hátt. Starfsemi þessara fyrirtækja getur falið í sér undirbúning framkvæmda, hönnun, uppbyggingu, rekstur, leigu og umbreytingu fasteigna með tækni, en öll eiga þessi fasteignatæknifyrirtæki það sameiginlegt að hafa tækniþróun og -notkun sem ráðandi þátt í starfsemi sinni. Á Íslandi starfar fjöldi slíkra fyrirtækja og er fasteignatækni vaxandi iðnaður. Flest þessara fyrirtækja bjóða upp á eða eru að þróa hugbúnaðarlausnir og sum þeirra framleiða einnig tækjabúnað. Fyrirtækin eiga það mörg sameiginlegt að vinna með lausnir sem snúa að sjálfbærni með því að veita yfirsýn og hafa stjórn á kolefnisfótspori, auðlindanotkun og orku. Mörg þeirra myndu jafnframt flokkast undir það að vera svokölluð fjártæknifyrirtæki (e. Fintech) sem einnig er vaxandi grein hér á landi. Á Norðurlöndunum hafa fasteignatæknifyrirtæki tengst í samtökum í hverju landi. Þannig hefur myndast net tengiliða þar sem fyrirtækin deila þekkingu á því hvernig nálgast megi fjárfesta sem hafa áhuga á þessum flokki fyrirtækja og viðskiptahraðla sem henta þeim. Samtök iðnaðarins í samstarfi við Nordic Innovation House í New York stóð fyrir opnum rafrænum kynningarfundi um fasteignatækniiðnaðinn á Íslandi fyrir skömmu. Innan Samtaka iðnaðarins eru aðildarfyrirtæki sem starfa á sviði fasteignatækni og kynningarfundurinn var fyrsta skrefið í þá átt að efla tengslanet þessara aðila og auka upplýsingagjöf til fyrirtækja í fasteignatækniiðnaði. Það eru mikil tækifæri fólgin í því að íslensk fasteignatæknifyrirtæki tengist í gegnum sambærilegt net og starfrækt er á Norðurlöndunum. Þannig opnast vettvangur fyrir fyrirtækin til að deila þekkingu og áskorunum. Einnig gæti opnast gátt til Norðurlanda og í því felast möguleikar á þátttöku í starfi nýrra samtaka á þeim slóðum. Við hvetjum áhugasama til að hafa samband við greinarhöfunda til að nálgast upplýsingar og taka þátt í starfi fasteignatæknihópsins á Íslandi innan Samtaka iðnaðarins og í starfi Nordic Innovation House í New York. Höfundar: Hjörtur Sigurðsson, framkvæmdastjóri VSB verkfræðistofu Hlynur Guðjónsson, aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi aðalræðisskrifstofu Íslands í New York Eyrún Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði Samtaka iðnaðarins
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar