Frelsið fyrst Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 16. mars 2021 07:31 Bláar gallabuxur eru stranglega bannaðar. Þær fást ekki í búðum, þær fást ekki sendar til landsins og ef þú kemst yfir par skaltu fela það á öruggum stað því þín bíður löng fangelsisvist ef einhver kemst að því. Þetta er í Norður-Kóreu, ekki á Íslandi. Þar eru reyndar mörg önnur bönn sem okkur finnast álíka fáránleg. Við myndum aldrei banna bláar gallabuxur á hér á landi. Ekki nema í þingsal Alþingis, þar eimir eftir af slíkri forsjárhyggju. Virðing Alþingis hangir náttúrlega á því að fólk klæðist buxum sem eru ekki „úr gallaefni með tvöföldum saum á hliðinni“. Við furðum okkur á órökréttri forsjárhyggju í útlöndum. Hlæjum að henni jafnvel. Af hverju má ekki fagna Valentínusardegi í Pakistan, kaupa Kinder Egg í Bandaríkjunum eða nota tóbak í Bútan? Við myndum aldrei leggja almennt bann við athöfn eða hlut sem engan skaðar – eða skaðar einungis einstaklinginn sem um ræðir – er það nokkuð? Það er góður mælikvarði á frelsið hvort athöfn sé líkleg til að valda öðrum skaða eða ekki. Drukkinn einstaklingur getur valdið stórkostlegum skaða undir stýri. Í góðra vina hópi skaðar hann fyrst og fremst sjálfan sig. Þess vegna er annað af þessu bannað en hitt leyfilegt. Þrátt fyrir þennan eðlilega mælikvarða er stutt í forsjárhyggjuna hjá okkur. Tilhneigingin til að hafa vit fyrir fullveðja fólki er rík á Íslandi. Við bönnum hnefaleika í atvinnuskyni (og höfum gert í 65 ár) þrátt fyrir að þar mætist tveir einstaklingar af fúsum og frjálsum vilja, í íþrótt sem keppt er í um allan heim. Við bönnum fólki að kaupa áfengi í heil tvö ár eftir að það verður lögráða. Við bönnum foreldrum að nefna börnin sín öðrum nöfnum en þeim sem finnast í sérstakri skrá ríkisins – og borgum nefnd fyrir að úrskurða að fullkomlega eðlileg nöfn á borð við Nathalía og Regin séu óæskileg. Svona mætti lengi telja. Forsjárhyggjan er drifin áfram af þeirri hugsun að almennt bann sé eðlilegt upphafsskref. Eftir það er skoðað hvort slaka eigi á banni eða veita undanþágur ef sérstök rök mæla með því. Þessi hugsun bæði er röng og hættuleg. Í samfélagi frjálsra einstaklinga, þar sem löggjafinn sækir vald til fólksins, er óeðlilegt að lög séu reist á hugmyndafræði forsjárhyggju. Það færir stjórnvöldum aukið vald á kostnað frelsis einstaklingsins og fyllir löggjöfina okkar af bönnum og jafnvel refsiheimildum sem engin rök eru fyrir. Rétt nálgun er að frelsið komi fyrst. Frelsið er upphafsskrefið. Ef líklegt er að athöfn valdi öðrum skaða, þ.e. öðrum en eingöngu þeim sem aðhefst, þá er sjálfsagt að ræða þörfina á löggjöf. Og ef lög eru sett er mikilvægt að þau gangi ekki lengra en nauðsynlegt er til að draga úr hættunni. Að fólki sé ekki refsað fyrir hluti sem hafa ekki nokkur áhrif á aðra. Ef þessi nálgun væri raunin á Íslandi þá væru kannski lausasölulyf seld í verslunum, Uber á leigubílamarkaði, veip og annað nikótín sem hjálpar fólki að hætta að reykja aðgengilegra og dánaraðstoð leyfð. Kannski væri vímuefnaneysla álitin heilbrigðismál en ekki glæpur. Raunin er að í öllum þessum dæmum er bannið skaðlegra en frelsið. Og í því ljósi eru refsingarnar jafn fjarstæðukenndar og fangelsi fyrir að klæðast bláum gallabuxum. Höfundur er lögfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Göngum í takt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Bláar gallabuxur eru stranglega bannaðar. Þær fást ekki í búðum, þær fást ekki sendar til landsins og ef þú kemst yfir par skaltu fela það á öruggum stað því þín bíður löng fangelsisvist ef einhver kemst að því. Þetta er í Norður-Kóreu, ekki á Íslandi. Þar eru reyndar mörg önnur bönn sem okkur finnast álíka fáránleg. Við myndum aldrei banna bláar gallabuxur á hér á landi. Ekki nema í þingsal Alþingis, þar eimir eftir af slíkri forsjárhyggju. Virðing Alþingis hangir náttúrlega á því að fólk klæðist buxum sem eru ekki „úr gallaefni með tvöföldum saum á hliðinni“. Við furðum okkur á órökréttri forsjárhyggju í útlöndum. Hlæjum að henni jafnvel. Af hverju má ekki fagna Valentínusardegi í Pakistan, kaupa Kinder Egg í Bandaríkjunum eða nota tóbak í Bútan? Við myndum aldrei leggja almennt bann við athöfn eða hlut sem engan skaðar – eða skaðar einungis einstaklinginn sem um ræðir – er það nokkuð? Það er góður mælikvarði á frelsið hvort athöfn sé líkleg til að valda öðrum skaða eða ekki. Drukkinn einstaklingur getur valdið stórkostlegum skaða undir stýri. Í góðra vina hópi skaðar hann fyrst og fremst sjálfan sig. Þess vegna er annað af þessu bannað en hitt leyfilegt. Þrátt fyrir þennan eðlilega mælikvarða er stutt í forsjárhyggjuna hjá okkur. Tilhneigingin til að hafa vit fyrir fullveðja fólki er rík á Íslandi. Við bönnum hnefaleika í atvinnuskyni (og höfum gert í 65 ár) þrátt fyrir að þar mætist tveir einstaklingar af fúsum og frjálsum vilja, í íþrótt sem keppt er í um allan heim. Við bönnum fólki að kaupa áfengi í heil tvö ár eftir að það verður lögráða. Við bönnum foreldrum að nefna börnin sín öðrum nöfnum en þeim sem finnast í sérstakri skrá ríkisins – og borgum nefnd fyrir að úrskurða að fullkomlega eðlileg nöfn á borð við Nathalía og Regin séu óæskileg. Svona mætti lengi telja. Forsjárhyggjan er drifin áfram af þeirri hugsun að almennt bann sé eðlilegt upphafsskref. Eftir það er skoðað hvort slaka eigi á banni eða veita undanþágur ef sérstök rök mæla með því. Þessi hugsun bæði er röng og hættuleg. Í samfélagi frjálsra einstaklinga, þar sem löggjafinn sækir vald til fólksins, er óeðlilegt að lög séu reist á hugmyndafræði forsjárhyggju. Það færir stjórnvöldum aukið vald á kostnað frelsis einstaklingsins og fyllir löggjöfina okkar af bönnum og jafnvel refsiheimildum sem engin rök eru fyrir. Rétt nálgun er að frelsið komi fyrst. Frelsið er upphafsskrefið. Ef líklegt er að athöfn valdi öðrum skaða, þ.e. öðrum en eingöngu þeim sem aðhefst, þá er sjálfsagt að ræða þörfina á löggjöf. Og ef lög eru sett er mikilvægt að þau gangi ekki lengra en nauðsynlegt er til að draga úr hættunni. Að fólki sé ekki refsað fyrir hluti sem hafa ekki nokkur áhrif á aðra. Ef þessi nálgun væri raunin á Íslandi þá væru kannski lausasölulyf seld í verslunum, Uber á leigubílamarkaði, veip og annað nikótín sem hjálpar fólki að hætta að reykja aðgengilegra og dánaraðstoð leyfð. Kannski væri vímuefnaneysla álitin heilbrigðismál en ekki glæpur. Raunin er að í öllum þessum dæmum er bannið skaðlegra en frelsið. Og í því ljósi eru refsingarnar jafn fjarstæðukenndar og fangelsi fyrir að klæðast bláum gallabuxum. Höfundur er lögfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun