Systir Kim segir Biden að valda ekki vandræðum Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2021 10:50 Kim Yo Jong, systir einræðisherra Norður-Kóreu. AP/Jorge Silva Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, sendi Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, og ríkisstjórn hans tóninn í morgun. Hún sagði Biden að forðast það að valda usla, ef hann vildi sofa vel næstu fjögur árin. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá Kim sem birt var af ríkisdagblaði Norður-Kóru en hún stýrir samskiptum einræðisríkisins við nágranna sína í suðri. Samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar eru ummæli Kim rakin til þess að að Antony Blinken og Lloud Austin, utanríkis- og varnarmálaráðherrar Bandaríkjanna eru nú staddir í Asíu. Í ferð þeirra um heimsálfuna munu þeir meðal annars heimsækja bandamenn Bandaríkjanna í Japan og Suður-Kóreu auk annarra ríkja á svæðinu. Hún gagnrýndi Bandaríkin og Suður-Kóreu einnig fyrir sameiginlegar heræfingar sem hófust í síðustu viku og hótaði því að draga Norður-Kóreu úr samkomulagi frá 2018 um að draga úr spennu á svæðinu og leggja niður sérstaka deild sem haldið hefur utan um samskipti við Suður-Kóreu. Hún sagði heræfingar vera ógn gegn Norður-Kóreu og jafnvel þó þær væru smáar. Þar að auki sagði Kim að mögulega yrði lögð niður sérstök skrifstofa sem hefði séð um skipulagðar ferðir frá Suður-Kóreu til Demantsfjalls en þeim ferðum var hætt árið 2008, þegar hermaður skaut ferðamann frá Suður-Kóreu til bana. Kim hefur á undanförnum mánuðum verið tiltölulega stóryrt í garð Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Sjá einnig: Kim, systir Kim, segir herforingja Suður-Kóreu heimska Ríkisstjórn Bidens hefur sagt að tilraunir hafi verið gerðar til að ná samskiptum við ríkisstjórn Kim Jong Un. Þar á bæ hafi menn þó hingað til neitað að taka upp símann. Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar hafa þessar tilraunir staðið yfir frá því í síðasta mánuði. Kim Jong Un hefur heitið því að bæta kjarnorkuvopnum í vopnabúr sitt en ljóst er að Norður-Kórea gengur nú í gegnum mikla efnahagsörðugleika. Þá hafa samskipti Norður- og Suður-Kóreu versnað töluvert á undanförnum mánuðum. Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Öllum stafar ógn af ríkjum í afneitun og feluleik Þrjú ríki virðast í afneitun eða feluleik þegar kemur að Covid-19 og hafa ekki deilt upplýsingum um stöðu mála. Umrædd ríki eru Tansanía, Túrkmenistan og Norður-Kórea en sérfræðingar segja áhyggjuefni að SARS-CoV-2 fái mögulega að grassera óáreitt á ákveðnum stöðum. 5. mars 2021 14:28 Yfirgáfu Norður-Kóreu á handknúnum járnbrautavagni Rússneskir erindrekar og fjölskyldur þeirra þurftu að nota handknúinn járnbrautarvagn til að ferðast frá Norður-Kóreu, þar sem landamærin eru alfarið lokuð vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. 26. febrúar 2021 10:02 Misstu af átta tækifærum til að sjá mann synda til Suður-Kóreu Hermenn Suður-Kóreu tóku ekki eftir manni frá Norður-Kóreu sem birtist átta sinnum á upptökum og setti viðvörunarkerfi í gang meðan hann synti til suðurs með ströndum Kóreuskaga. 23. febrúar 2021 15:06 Eiginkona Kim Jong-un birtist aftur opinberlega í fyrsta sinn í rúmt ár Ri Sol-ju, eiginkona Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, hefur birst opinberlega í fyrsta sinn í rúmt ár. 17. febrúar 2021 10:30 Tölvuþrjótar Kim reyndu að stela gögnum um bóluefni Tölvuþrjótar á vegum Norður-Kóreu hafa reynt að stela upplýsingum um framleiðslu bóluefna og þar á meðal uppskriftinni að bóluefni Pfizer. Þetta kom fram á fundi forsvarsmanna leyniþjónustu Suður-Kóreu með þingmönnum í nótt. 16. febrúar 2021 11:00 Kim heldur þróun kjarnorkuvopna áfram Yfirvöld einræðisríkisins Norður-Kóreu héldu þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn, áfram í fyrra. Það var gert þrátt fyrir alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn einræðisríkinu vegna þessara þróunarverkefna. 8. febrúar 2021 23:09 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sjá meira
Þetta kom fram í yfirlýsingu frá Kim sem birt var af ríkisdagblaði Norður-Kóru en hún stýrir samskiptum einræðisríkisins við nágranna sína í suðri. Samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar eru ummæli Kim rakin til þess að að Antony Blinken og Lloud Austin, utanríkis- og varnarmálaráðherrar Bandaríkjanna eru nú staddir í Asíu. Í ferð þeirra um heimsálfuna munu þeir meðal annars heimsækja bandamenn Bandaríkjanna í Japan og Suður-Kóreu auk annarra ríkja á svæðinu. Hún gagnrýndi Bandaríkin og Suður-Kóreu einnig fyrir sameiginlegar heræfingar sem hófust í síðustu viku og hótaði því að draga Norður-Kóreu úr samkomulagi frá 2018 um að draga úr spennu á svæðinu og leggja niður sérstaka deild sem haldið hefur utan um samskipti við Suður-Kóreu. Hún sagði heræfingar vera ógn gegn Norður-Kóreu og jafnvel þó þær væru smáar. Þar að auki sagði Kim að mögulega yrði lögð niður sérstök skrifstofa sem hefði séð um skipulagðar ferðir frá Suður-Kóreu til Demantsfjalls en þeim ferðum var hætt árið 2008, þegar hermaður skaut ferðamann frá Suður-Kóreu til bana. Kim hefur á undanförnum mánuðum verið tiltölulega stóryrt í garð Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Sjá einnig: Kim, systir Kim, segir herforingja Suður-Kóreu heimska Ríkisstjórn Bidens hefur sagt að tilraunir hafi verið gerðar til að ná samskiptum við ríkisstjórn Kim Jong Un. Þar á bæ hafi menn þó hingað til neitað að taka upp símann. Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar hafa þessar tilraunir staðið yfir frá því í síðasta mánuði. Kim Jong Un hefur heitið því að bæta kjarnorkuvopnum í vopnabúr sitt en ljóst er að Norður-Kórea gengur nú í gegnum mikla efnahagsörðugleika. Þá hafa samskipti Norður- og Suður-Kóreu versnað töluvert á undanförnum mánuðum.
Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Öllum stafar ógn af ríkjum í afneitun og feluleik Þrjú ríki virðast í afneitun eða feluleik þegar kemur að Covid-19 og hafa ekki deilt upplýsingum um stöðu mála. Umrædd ríki eru Tansanía, Túrkmenistan og Norður-Kórea en sérfræðingar segja áhyggjuefni að SARS-CoV-2 fái mögulega að grassera óáreitt á ákveðnum stöðum. 5. mars 2021 14:28 Yfirgáfu Norður-Kóreu á handknúnum járnbrautavagni Rússneskir erindrekar og fjölskyldur þeirra þurftu að nota handknúinn járnbrautarvagn til að ferðast frá Norður-Kóreu, þar sem landamærin eru alfarið lokuð vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. 26. febrúar 2021 10:02 Misstu af átta tækifærum til að sjá mann synda til Suður-Kóreu Hermenn Suður-Kóreu tóku ekki eftir manni frá Norður-Kóreu sem birtist átta sinnum á upptökum og setti viðvörunarkerfi í gang meðan hann synti til suðurs með ströndum Kóreuskaga. 23. febrúar 2021 15:06 Eiginkona Kim Jong-un birtist aftur opinberlega í fyrsta sinn í rúmt ár Ri Sol-ju, eiginkona Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, hefur birst opinberlega í fyrsta sinn í rúmt ár. 17. febrúar 2021 10:30 Tölvuþrjótar Kim reyndu að stela gögnum um bóluefni Tölvuþrjótar á vegum Norður-Kóreu hafa reynt að stela upplýsingum um framleiðslu bóluefna og þar á meðal uppskriftinni að bóluefni Pfizer. Þetta kom fram á fundi forsvarsmanna leyniþjónustu Suður-Kóreu með þingmönnum í nótt. 16. febrúar 2021 11:00 Kim heldur þróun kjarnorkuvopna áfram Yfirvöld einræðisríkisins Norður-Kóreu héldu þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn, áfram í fyrra. Það var gert þrátt fyrir alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn einræðisríkinu vegna þessara þróunarverkefna. 8. febrúar 2021 23:09 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sjá meira
Öllum stafar ógn af ríkjum í afneitun og feluleik Þrjú ríki virðast í afneitun eða feluleik þegar kemur að Covid-19 og hafa ekki deilt upplýsingum um stöðu mála. Umrædd ríki eru Tansanía, Túrkmenistan og Norður-Kórea en sérfræðingar segja áhyggjuefni að SARS-CoV-2 fái mögulega að grassera óáreitt á ákveðnum stöðum. 5. mars 2021 14:28
Yfirgáfu Norður-Kóreu á handknúnum járnbrautavagni Rússneskir erindrekar og fjölskyldur þeirra þurftu að nota handknúinn járnbrautarvagn til að ferðast frá Norður-Kóreu, þar sem landamærin eru alfarið lokuð vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. 26. febrúar 2021 10:02
Misstu af átta tækifærum til að sjá mann synda til Suður-Kóreu Hermenn Suður-Kóreu tóku ekki eftir manni frá Norður-Kóreu sem birtist átta sinnum á upptökum og setti viðvörunarkerfi í gang meðan hann synti til suðurs með ströndum Kóreuskaga. 23. febrúar 2021 15:06
Eiginkona Kim Jong-un birtist aftur opinberlega í fyrsta sinn í rúmt ár Ri Sol-ju, eiginkona Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, hefur birst opinberlega í fyrsta sinn í rúmt ár. 17. febrúar 2021 10:30
Tölvuþrjótar Kim reyndu að stela gögnum um bóluefni Tölvuþrjótar á vegum Norður-Kóreu hafa reynt að stela upplýsingum um framleiðslu bóluefna og þar á meðal uppskriftinni að bóluefni Pfizer. Þetta kom fram á fundi forsvarsmanna leyniþjónustu Suður-Kóreu með þingmönnum í nótt. 16. febrúar 2021 11:00
Kim heldur þróun kjarnorkuvopna áfram Yfirvöld einræðisríkisins Norður-Kóreu héldu þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn, áfram í fyrra. Það var gert þrátt fyrir alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn einræðisríkinu vegna þessara þróunarverkefna. 8. febrúar 2021 23:09