Systir Kim segir Biden að valda ekki vandræðum Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2021 10:50 Kim Yo Jong, systir einræðisherra Norður-Kóreu. AP/Jorge Silva Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, sendi Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, og ríkisstjórn hans tóninn í morgun. Hún sagði Biden að forðast það að valda usla, ef hann vildi sofa vel næstu fjögur árin. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá Kim sem birt var af ríkisdagblaði Norður-Kóru en hún stýrir samskiptum einræðisríkisins við nágranna sína í suðri. Samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar eru ummæli Kim rakin til þess að að Antony Blinken og Lloud Austin, utanríkis- og varnarmálaráðherrar Bandaríkjanna eru nú staddir í Asíu. Í ferð þeirra um heimsálfuna munu þeir meðal annars heimsækja bandamenn Bandaríkjanna í Japan og Suður-Kóreu auk annarra ríkja á svæðinu. Hún gagnrýndi Bandaríkin og Suður-Kóreu einnig fyrir sameiginlegar heræfingar sem hófust í síðustu viku og hótaði því að draga Norður-Kóreu úr samkomulagi frá 2018 um að draga úr spennu á svæðinu og leggja niður sérstaka deild sem haldið hefur utan um samskipti við Suður-Kóreu. Hún sagði heræfingar vera ógn gegn Norður-Kóreu og jafnvel þó þær væru smáar. Þar að auki sagði Kim að mögulega yrði lögð niður sérstök skrifstofa sem hefði séð um skipulagðar ferðir frá Suður-Kóreu til Demantsfjalls en þeim ferðum var hætt árið 2008, þegar hermaður skaut ferðamann frá Suður-Kóreu til bana. Kim hefur á undanförnum mánuðum verið tiltölulega stóryrt í garð Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Sjá einnig: Kim, systir Kim, segir herforingja Suður-Kóreu heimska Ríkisstjórn Bidens hefur sagt að tilraunir hafi verið gerðar til að ná samskiptum við ríkisstjórn Kim Jong Un. Þar á bæ hafi menn þó hingað til neitað að taka upp símann. Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar hafa þessar tilraunir staðið yfir frá því í síðasta mánuði. Kim Jong Un hefur heitið því að bæta kjarnorkuvopnum í vopnabúr sitt en ljóst er að Norður-Kórea gengur nú í gegnum mikla efnahagsörðugleika. Þá hafa samskipti Norður- og Suður-Kóreu versnað töluvert á undanförnum mánuðum. Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Öllum stafar ógn af ríkjum í afneitun og feluleik Þrjú ríki virðast í afneitun eða feluleik þegar kemur að Covid-19 og hafa ekki deilt upplýsingum um stöðu mála. Umrædd ríki eru Tansanía, Túrkmenistan og Norður-Kórea en sérfræðingar segja áhyggjuefni að SARS-CoV-2 fái mögulega að grassera óáreitt á ákveðnum stöðum. 5. mars 2021 14:28 Yfirgáfu Norður-Kóreu á handknúnum járnbrautavagni Rússneskir erindrekar og fjölskyldur þeirra þurftu að nota handknúinn járnbrautarvagn til að ferðast frá Norður-Kóreu, þar sem landamærin eru alfarið lokuð vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. 26. febrúar 2021 10:02 Misstu af átta tækifærum til að sjá mann synda til Suður-Kóreu Hermenn Suður-Kóreu tóku ekki eftir manni frá Norður-Kóreu sem birtist átta sinnum á upptökum og setti viðvörunarkerfi í gang meðan hann synti til suðurs með ströndum Kóreuskaga. 23. febrúar 2021 15:06 Eiginkona Kim Jong-un birtist aftur opinberlega í fyrsta sinn í rúmt ár Ri Sol-ju, eiginkona Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, hefur birst opinberlega í fyrsta sinn í rúmt ár. 17. febrúar 2021 10:30 Tölvuþrjótar Kim reyndu að stela gögnum um bóluefni Tölvuþrjótar á vegum Norður-Kóreu hafa reynt að stela upplýsingum um framleiðslu bóluefna og þar á meðal uppskriftinni að bóluefni Pfizer. Þetta kom fram á fundi forsvarsmanna leyniþjónustu Suður-Kóreu með þingmönnum í nótt. 16. febrúar 2021 11:00 Kim heldur þróun kjarnorkuvopna áfram Yfirvöld einræðisríkisins Norður-Kóreu héldu þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn, áfram í fyrra. Það var gert þrátt fyrir alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn einræðisríkinu vegna þessara þróunarverkefna. 8. febrúar 2021 23:09 Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira
Þetta kom fram í yfirlýsingu frá Kim sem birt var af ríkisdagblaði Norður-Kóru en hún stýrir samskiptum einræðisríkisins við nágranna sína í suðri. Samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar eru ummæli Kim rakin til þess að að Antony Blinken og Lloud Austin, utanríkis- og varnarmálaráðherrar Bandaríkjanna eru nú staddir í Asíu. Í ferð þeirra um heimsálfuna munu þeir meðal annars heimsækja bandamenn Bandaríkjanna í Japan og Suður-Kóreu auk annarra ríkja á svæðinu. Hún gagnrýndi Bandaríkin og Suður-Kóreu einnig fyrir sameiginlegar heræfingar sem hófust í síðustu viku og hótaði því að draga Norður-Kóreu úr samkomulagi frá 2018 um að draga úr spennu á svæðinu og leggja niður sérstaka deild sem haldið hefur utan um samskipti við Suður-Kóreu. Hún sagði heræfingar vera ógn gegn Norður-Kóreu og jafnvel þó þær væru smáar. Þar að auki sagði Kim að mögulega yrði lögð niður sérstök skrifstofa sem hefði séð um skipulagðar ferðir frá Suður-Kóreu til Demantsfjalls en þeim ferðum var hætt árið 2008, þegar hermaður skaut ferðamann frá Suður-Kóreu til bana. Kim hefur á undanförnum mánuðum verið tiltölulega stóryrt í garð Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Sjá einnig: Kim, systir Kim, segir herforingja Suður-Kóreu heimska Ríkisstjórn Bidens hefur sagt að tilraunir hafi verið gerðar til að ná samskiptum við ríkisstjórn Kim Jong Un. Þar á bæ hafi menn þó hingað til neitað að taka upp símann. Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar hafa þessar tilraunir staðið yfir frá því í síðasta mánuði. Kim Jong Un hefur heitið því að bæta kjarnorkuvopnum í vopnabúr sitt en ljóst er að Norður-Kórea gengur nú í gegnum mikla efnahagsörðugleika. Þá hafa samskipti Norður- og Suður-Kóreu versnað töluvert á undanförnum mánuðum.
Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Öllum stafar ógn af ríkjum í afneitun og feluleik Þrjú ríki virðast í afneitun eða feluleik þegar kemur að Covid-19 og hafa ekki deilt upplýsingum um stöðu mála. Umrædd ríki eru Tansanía, Túrkmenistan og Norður-Kórea en sérfræðingar segja áhyggjuefni að SARS-CoV-2 fái mögulega að grassera óáreitt á ákveðnum stöðum. 5. mars 2021 14:28 Yfirgáfu Norður-Kóreu á handknúnum járnbrautavagni Rússneskir erindrekar og fjölskyldur þeirra þurftu að nota handknúinn járnbrautarvagn til að ferðast frá Norður-Kóreu, þar sem landamærin eru alfarið lokuð vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. 26. febrúar 2021 10:02 Misstu af átta tækifærum til að sjá mann synda til Suður-Kóreu Hermenn Suður-Kóreu tóku ekki eftir manni frá Norður-Kóreu sem birtist átta sinnum á upptökum og setti viðvörunarkerfi í gang meðan hann synti til suðurs með ströndum Kóreuskaga. 23. febrúar 2021 15:06 Eiginkona Kim Jong-un birtist aftur opinberlega í fyrsta sinn í rúmt ár Ri Sol-ju, eiginkona Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, hefur birst opinberlega í fyrsta sinn í rúmt ár. 17. febrúar 2021 10:30 Tölvuþrjótar Kim reyndu að stela gögnum um bóluefni Tölvuþrjótar á vegum Norður-Kóreu hafa reynt að stela upplýsingum um framleiðslu bóluefna og þar á meðal uppskriftinni að bóluefni Pfizer. Þetta kom fram á fundi forsvarsmanna leyniþjónustu Suður-Kóreu með þingmönnum í nótt. 16. febrúar 2021 11:00 Kim heldur þróun kjarnorkuvopna áfram Yfirvöld einræðisríkisins Norður-Kóreu héldu þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn, áfram í fyrra. Það var gert þrátt fyrir alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn einræðisríkinu vegna þessara þróunarverkefna. 8. febrúar 2021 23:09 Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira
Öllum stafar ógn af ríkjum í afneitun og feluleik Þrjú ríki virðast í afneitun eða feluleik þegar kemur að Covid-19 og hafa ekki deilt upplýsingum um stöðu mála. Umrædd ríki eru Tansanía, Túrkmenistan og Norður-Kórea en sérfræðingar segja áhyggjuefni að SARS-CoV-2 fái mögulega að grassera óáreitt á ákveðnum stöðum. 5. mars 2021 14:28
Yfirgáfu Norður-Kóreu á handknúnum járnbrautavagni Rússneskir erindrekar og fjölskyldur þeirra þurftu að nota handknúinn járnbrautarvagn til að ferðast frá Norður-Kóreu, þar sem landamærin eru alfarið lokuð vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. 26. febrúar 2021 10:02
Misstu af átta tækifærum til að sjá mann synda til Suður-Kóreu Hermenn Suður-Kóreu tóku ekki eftir manni frá Norður-Kóreu sem birtist átta sinnum á upptökum og setti viðvörunarkerfi í gang meðan hann synti til suðurs með ströndum Kóreuskaga. 23. febrúar 2021 15:06
Eiginkona Kim Jong-un birtist aftur opinberlega í fyrsta sinn í rúmt ár Ri Sol-ju, eiginkona Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, hefur birst opinberlega í fyrsta sinn í rúmt ár. 17. febrúar 2021 10:30
Tölvuþrjótar Kim reyndu að stela gögnum um bóluefni Tölvuþrjótar á vegum Norður-Kóreu hafa reynt að stela upplýsingum um framleiðslu bóluefna og þar á meðal uppskriftinni að bóluefni Pfizer. Þetta kom fram á fundi forsvarsmanna leyniþjónustu Suður-Kóreu með þingmönnum í nótt. 16. febrúar 2021 11:00
Kim heldur þróun kjarnorkuvopna áfram Yfirvöld einræðisríkisins Norður-Kóreu héldu þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn, áfram í fyrra. Það var gert þrátt fyrir alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn einræðisríkinu vegna þessara þróunarverkefna. 8. febrúar 2021 23:09