Hrósar ríkisstjórninni og segir ferðaþjónustuna fagna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. mars 2021 14:36 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar „Það er fagnað mjög og mikil gleði er á meðal ferðaþjónustufyrirtækja og ferðaþjónustunnar almennt.“ Þetta segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, en gleðiefnið er ákvörðun ríkisstjórnarinnar um breytingar á landamærunum. Þeir sem eru bólusettir og eru búsettir utan Schengen-svæðisins mega koma til landsins gegn framvísun vottorðs. Dómsmálaráðherra greindi frá þessari ákvörðun að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Við vorum orðin svo þyrst í góð tíðindi. Bara að það sé möguleiki á að eitthvað gerist gleður fólk mikið þannig að þetta er miði inn í framtíðina, virkilega. Nú er bara að sjá hvernig viðbrögðin verða.“ Bjarnheiður segir ákvörðunina mikið gleðiefni því 40% allra gistinátta ársins 2019 megi rekja til bandarískra og breskra ferðamanna. Því sé um að ræða gríðarlega mikilvægan markhóp. „Bólusetning í Bretlandi og Bandaríkjunum gengur betur en í Evrópu þannig að þetta verður orðinn álitlegur hópur eftir nokkrar vikur sem annað hvort er bólusettur eða búinn að fá veiruna.“ Bjarnheiður kveðst aðspurð telja að þessi ákvörðun verði beinn liður í markaðssetningu landsins. Íslandsstofa hafi í gegnum faraldurinn brugðist við aðstæðum hverju sinni. „Þannig að ég tel einsýnt að nú veðri farið að einbeita sér í auknum mæli að þessum tveimur löndum, ég held það sé alveg á hreinu.“ Bjarnheiður segir að hún hefði ekki búist við að þessi ákvörðun yrði tekin. „Nei, ég bjóst ekki við því. Allt í einu fór af stað einhver bylgja þar sem fólk fór að hugsa um þetta og þetta gerðist bara mjög hratt, þessi ákvörðun stjórnvalda. Mér finnst bara alveg til fyrirmyndar að sjá svona fumlaus vinnubrögð hjá ríkisstjórninni hvað þetta varðar því þetta skiptir alveg gríðarlegu máli. Það má alveg hrósa henni fyrir það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þessar breytingar á sóttvarnareglum taka gildi 18. mars Skrá þarf alla gesti á viðburðum og óheimilt er að bjóða upp á veitingar í hléi þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir tekur gildi. Þá þarf að passa betur upp á sóttvarnir á stöðum þar sem boðið er upp á hlaðborð. Reglugerðin tekur gildi 18. mars og gildir til 9. apríl. 16. mars 2021 12:43 Þeir sem eru bólusettir utan Schengen mega koma til landsins Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningarvottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Þar með má hleypa þeim inn í landið sem bólusettir eru gegn kórónuveirunni í til dæmis Bretlandi og Bandaríkjunum. 16. mars 2021 11:25 Bréf í Icelandair hækka eftir tíðindi af vottorðum Gengi hlutabréfa í flugfélaginu Icelandair tóku vænan kipp upp á við um hádegisbil eftir að tilkynnt var að farþegar með bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen yrðu tekin gild. Þar með má meðal annars hleypa Bretum og Bandaríkjamönnum inn í landið sem hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni. 16. mars 2021 14:35 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara algjörlega galið“ Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Þetta segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, en gleðiefnið er ákvörðun ríkisstjórnarinnar um breytingar á landamærunum. Þeir sem eru bólusettir og eru búsettir utan Schengen-svæðisins mega koma til landsins gegn framvísun vottorðs. Dómsmálaráðherra greindi frá þessari ákvörðun að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Við vorum orðin svo þyrst í góð tíðindi. Bara að það sé möguleiki á að eitthvað gerist gleður fólk mikið þannig að þetta er miði inn í framtíðina, virkilega. Nú er bara að sjá hvernig viðbrögðin verða.“ Bjarnheiður segir ákvörðunina mikið gleðiefni því 40% allra gistinátta ársins 2019 megi rekja til bandarískra og breskra ferðamanna. Því sé um að ræða gríðarlega mikilvægan markhóp. „Bólusetning í Bretlandi og Bandaríkjunum gengur betur en í Evrópu þannig að þetta verður orðinn álitlegur hópur eftir nokkrar vikur sem annað hvort er bólusettur eða búinn að fá veiruna.“ Bjarnheiður kveðst aðspurð telja að þessi ákvörðun verði beinn liður í markaðssetningu landsins. Íslandsstofa hafi í gegnum faraldurinn brugðist við aðstæðum hverju sinni. „Þannig að ég tel einsýnt að nú veðri farið að einbeita sér í auknum mæli að þessum tveimur löndum, ég held það sé alveg á hreinu.“ Bjarnheiður segir að hún hefði ekki búist við að þessi ákvörðun yrði tekin. „Nei, ég bjóst ekki við því. Allt í einu fór af stað einhver bylgja þar sem fólk fór að hugsa um þetta og þetta gerðist bara mjög hratt, þessi ákvörðun stjórnvalda. Mér finnst bara alveg til fyrirmyndar að sjá svona fumlaus vinnubrögð hjá ríkisstjórninni hvað þetta varðar því þetta skiptir alveg gríðarlegu máli. Það má alveg hrósa henni fyrir það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þessar breytingar á sóttvarnareglum taka gildi 18. mars Skrá þarf alla gesti á viðburðum og óheimilt er að bjóða upp á veitingar í hléi þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir tekur gildi. Þá þarf að passa betur upp á sóttvarnir á stöðum þar sem boðið er upp á hlaðborð. Reglugerðin tekur gildi 18. mars og gildir til 9. apríl. 16. mars 2021 12:43 Þeir sem eru bólusettir utan Schengen mega koma til landsins Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningarvottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Þar með má hleypa þeim inn í landið sem bólusettir eru gegn kórónuveirunni í til dæmis Bretlandi og Bandaríkjunum. 16. mars 2021 11:25 Bréf í Icelandair hækka eftir tíðindi af vottorðum Gengi hlutabréfa í flugfélaginu Icelandair tóku vænan kipp upp á við um hádegisbil eftir að tilkynnt var að farþegar með bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen yrðu tekin gild. Þar með má meðal annars hleypa Bretum og Bandaríkjamönnum inn í landið sem hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni. 16. mars 2021 14:35 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara algjörlega galið“ Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Þessar breytingar á sóttvarnareglum taka gildi 18. mars Skrá þarf alla gesti á viðburðum og óheimilt er að bjóða upp á veitingar í hléi þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir tekur gildi. Þá þarf að passa betur upp á sóttvarnir á stöðum þar sem boðið er upp á hlaðborð. Reglugerðin tekur gildi 18. mars og gildir til 9. apríl. 16. mars 2021 12:43
Þeir sem eru bólusettir utan Schengen mega koma til landsins Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningarvottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Þar með má hleypa þeim inn í landið sem bólusettir eru gegn kórónuveirunni í til dæmis Bretlandi og Bandaríkjunum. 16. mars 2021 11:25
Bréf í Icelandair hækka eftir tíðindi af vottorðum Gengi hlutabréfa í flugfélaginu Icelandair tóku vænan kipp upp á við um hádegisbil eftir að tilkynnt var að farþegar með bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen yrðu tekin gild. Þar með má meðal annars hleypa Bretum og Bandaríkjamönnum inn í landið sem hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni. 16. mars 2021 14:35