Hólmfríður Magnúsdóttir leggur skóna á hilluna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. mars 2021 20:45 Hólmfríður Magnúsdóttir í baráttunni með íslenska landsliðinu á sínum tíma. Vísir/Daníel Hólmfríður Magnúsdóttir hefur ákveðið að leggja takkaskóna á hilluna eftir 20 ára feril. Þetta tilkynnti hún á Facebook-síðu sinni rétt í þessu. Í pistlinum – sem má lesa hér að neðan – fer Hólmfríður yfir feril sinn frá upphafi en hún var aðeins 16 ára gömul þegar hún hóf að leika með meistaraflokki KR. Hún lék einnig með ÍBV, Selfossi og Val hér á landi. Á ferli sínum hér á landi lék Hólmfríður als 186 leiki í deild, bikar og Evrópu. Alla deildarleiki sína lék hún í efstu deild og þá skoraði hún 134 mörk. Hólmfríður lék erlendis sem atvinnumaður til fjölda ára. Hún lék með Avaldsnes [Noregi], Fjortuna Hjörring [Danmörku], Kristianstads [Svíþjóð] og Philadelphia Independence [Bandaríkin]. Þá lék hún einnig 113 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim 37 mörk. Þá lék hún 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skoraði í þeim fimm mörk. Hólmfríður var hluti af íslenska liðinu sem fór á EM 2009, 2013 og 2017. Skoraði hún fyrsta mark Íslands á stórmóti er hún kom íslenska liðinu 1-0 yfir í leik gegn Frakklandi á EM í Finnlandi 2009. Það fór þó svo að Ísland tapaði 3-1. Aðeins Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað fleiri mörk fyrir íslenska kvennalandsliðið en Hólmfríður. Alls hefur Margrét Lára skorað 79 mörk og ljóst að það er langt í að einhver slær það met. Hér að neðan má sjá pistil Hólmfríðar þar sem hún hrósar Olgu Færseth sérstaklega og segir Olgu hafa gengið henni í móðurhlutverk innanvallar á hennar fyrstu árum á vellinum. „Héðan í frá spila ég leikinn úr stúkunni og held áfram að njóta lífsins í sveitinni án legghlífa,“ segir að endingu í pistli Hólmfríðar. Skórnir á hilluna Eftir 20 ára feril í meistaraflokk hef ég tekið þá ákvörðun að taka af mér legghlífarnar og koma...Posted by Holmfridur Magnusdottir on Tuesday, March 16, 2021 Fótbolti Íslenski boltinn Árborg Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Í pistlinum – sem má lesa hér að neðan – fer Hólmfríður yfir feril sinn frá upphafi en hún var aðeins 16 ára gömul þegar hún hóf að leika með meistaraflokki KR. Hún lék einnig með ÍBV, Selfossi og Val hér á landi. Á ferli sínum hér á landi lék Hólmfríður als 186 leiki í deild, bikar og Evrópu. Alla deildarleiki sína lék hún í efstu deild og þá skoraði hún 134 mörk. Hólmfríður lék erlendis sem atvinnumaður til fjölda ára. Hún lék með Avaldsnes [Noregi], Fjortuna Hjörring [Danmörku], Kristianstads [Svíþjóð] og Philadelphia Independence [Bandaríkin]. Þá lék hún einnig 113 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim 37 mörk. Þá lék hún 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skoraði í þeim fimm mörk. Hólmfríður var hluti af íslenska liðinu sem fór á EM 2009, 2013 og 2017. Skoraði hún fyrsta mark Íslands á stórmóti er hún kom íslenska liðinu 1-0 yfir í leik gegn Frakklandi á EM í Finnlandi 2009. Það fór þó svo að Ísland tapaði 3-1. Aðeins Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað fleiri mörk fyrir íslenska kvennalandsliðið en Hólmfríður. Alls hefur Margrét Lára skorað 79 mörk og ljóst að það er langt í að einhver slær það met. Hér að neðan má sjá pistil Hólmfríðar þar sem hún hrósar Olgu Færseth sérstaklega og segir Olgu hafa gengið henni í móðurhlutverk innanvallar á hennar fyrstu árum á vellinum. „Héðan í frá spila ég leikinn úr stúkunni og held áfram að njóta lífsins í sveitinni án legghlífa,“ segir að endingu í pistli Hólmfríðar. Skórnir á hilluna Eftir 20 ára feril í meistaraflokk hef ég tekið þá ákvörðun að taka af mér legghlífarnar og koma...Posted by Holmfridur Magnusdottir on Tuesday, March 16, 2021
Fótbolti Íslenski boltinn Árborg Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira