Íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki tryggir sér þriggja milljóna dala fjármögnun Eiður Þór Árnason skrifar 16. mars 2021 21:39 Guðmundur Hafsteinsson, Kristján Ingi Mikaelsson, Sara Másdóttir og Björgvin Guðmundsson, starfsmenn Fractal 5. Fractal 5 Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Menlo Ventures hefur fjárfest í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Fractal 5, sem er að þróa nýjan hugbúnað á sviði samskiptatækni. Sjóðurinn leiðir fjárfestinguna og sest fulltrúi hans í stjórn félagsins, en meðal annarra fjárfesta er íslenski fjárfestingasjóðurinn Crowberry Capital. Heildarfjárfestingin nemur 3 milljónum Bandaríkjadala, eða um 384 milljónum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fractal 5 en forstjóri og stofnandi fyrirtækisins er Guðmundur Hafsteinsson. Hann hefur langa starfsreynslu í tæknigeiranum og vann meðal annars í fimmtán ár í Bandaríkjunum, síðast sem yfirmaður vöruþróunar hjá Google til 2019 áður en hann flutti aftur heim til Íslands. Þar áður leiddi Guðmundur þróunarvinnu hjá ýmsum fyrirtækjum, þar á meðal Apple, og eins fyrirtækjum sem hann stofnaði sjálfur og voru síðar yfirtekin, er segir í tilkynningu. Auk þess hefur Guðmundur leitt vinnu við mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Vilja auðvelda fólki að eiga í samskiptum „Fractal 5 var stofnað árið 2020 og þar starfa nú fjórir starfsmenn. Búist er við að fjölga starfsfólki á næstunni eftir því sem vöruþróuninni vindur fram og verkefnum fjölgar. Skipulag teymisins byggir á þeirri hugmyndafræði að hægt sé að ráða fólk hvar sem er í heiminum þar sem ekki sé um neinar eiginlegar höfuðstöðvar að ræða. Fljótlega fer frumútgáfa af lausn Fractal 5 í prófanir, en hún felur í sér tækni til að auðvelda fólki að eiga í samskiptum við einstaklinga og hópa sem það vill rækta samband við.“ Meðstofnandi Guðmundar í Fractal 5 er Björgvin Guðmundsson. Í um 13 ár starfaði hann í fjölmiðlum á Íslandi, síðast sem ritstjóri Viðskiptablaðsins. Í byrjun 2014 keypti hann ásamt fleirum KOM ráðgjöf og starfaði þar sem ráðgjafi fram til ársins 2020. Þá lét hann af daglegum störfum fyrir KOM og tók við sem stjórnarformaður fyrirtækisins. Ásamt Guðmundi og Björgvin starfa Sara Björk Másdóttir og Kristján Ingi Mikaelsson hjá Fractal 5 en Sara flutti frá Kísildalnum í Kaliforníu í ágúst 2020 og hóf þá strax störf hjá fyrirtækinu. Í Bandaríkjunum vann hún við hugbúnaðarþróun hjá þarlendu fyrirtæki með milligöngu samtaka sem ryðja leið fyrir efnilega forritara inn á vinnumarkað þar sem samkeppnin er mikil, er segir í tilkynningu. Sara er einn stofnanda Reboot Hack, sem er fyrsta nemendadrifna hakkaþonið á Íslandi. Kristján Ingi er fyrrverandi framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs Íslands og gegndi því starfi frá árinu 2018. Hann er sagður hafa verið „leiðandi í hópi íslenskra forritara, opnað nýjar leiðir við öflun og úrvinnslu gagna og virkjað samráð og umræður í samfélagi forritara með ráðstefnu- og fundahaldi.“ Hann starfaði sömuleiðis um tíma í Kísildalnum þar sem hann rak eigin fyrirtæki. Tækni Nýsköpun Mest lesið Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Sjóðurinn leiðir fjárfestinguna og sest fulltrúi hans í stjórn félagsins, en meðal annarra fjárfesta er íslenski fjárfestingasjóðurinn Crowberry Capital. Heildarfjárfestingin nemur 3 milljónum Bandaríkjadala, eða um 384 milljónum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fractal 5 en forstjóri og stofnandi fyrirtækisins er Guðmundur Hafsteinsson. Hann hefur langa starfsreynslu í tæknigeiranum og vann meðal annars í fimmtán ár í Bandaríkjunum, síðast sem yfirmaður vöruþróunar hjá Google til 2019 áður en hann flutti aftur heim til Íslands. Þar áður leiddi Guðmundur þróunarvinnu hjá ýmsum fyrirtækjum, þar á meðal Apple, og eins fyrirtækjum sem hann stofnaði sjálfur og voru síðar yfirtekin, er segir í tilkynningu. Auk þess hefur Guðmundur leitt vinnu við mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Vilja auðvelda fólki að eiga í samskiptum „Fractal 5 var stofnað árið 2020 og þar starfa nú fjórir starfsmenn. Búist er við að fjölga starfsfólki á næstunni eftir því sem vöruþróuninni vindur fram og verkefnum fjölgar. Skipulag teymisins byggir á þeirri hugmyndafræði að hægt sé að ráða fólk hvar sem er í heiminum þar sem ekki sé um neinar eiginlegar höfuðstöðvar að ræða. Fljótlega fer frumútgáfa af lausn Fractal 5 í prófanir, en hún felur í sér tækni til að auðvelda fólki að eiga í samskiptum við einstaklinga og hópa sem það vill rækta samband við.“ Meðstofnandi Guðmundar í Fractal 5 er Björgvin Guðmundsson. Í um 13 ár starfaði hann í fjölmiðlum á Íslandi, síðast sem ritstjóri Viðskiptablaðsins. Í byrjun 2014 keypti hann ásamt fleirum KOM ráðgjöf og starfaði þar sem ráðgjafi fram til ársins 2020. Þá lét hann af daglegum störfum fyrir KOM og tók við sem stjórnarformaður fyrirtækisins. Ásamt Guðmundi og Björgvin starfa Sara Björk Másdóttir og Kristján Ingi Mikaelsson hjá Fractal 5 en Sara flutti frá Kísildalnum í Kaliforníu í ágúst 2020 og hóf þá strax störf hjá fyrirtækinu. Í Bandaríkjunum vann hún við hugbúnaðarþróun hjá þarlendu fyrirtæki með milligöngu samtaka sem ryðja leið fyrir efnilega forritara inn á vinnumarkað þar sem samkeppnin er mikil, er segir í tilkynningu. Sara er einn stofnanda Reboot Hack, sem er fyrsta nemendadrifna hakkaþonið á Íslandi. Kristján Ingi er fyrrverandi framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs Íslands og gegndi því starfi frá árinu 2018. Hann er sagður hafa verið „leiðandi í hópi íslenskra forritara, opnað nýjar leiðir við öflun og úrvinnslu gagna og virkjað samráð og umræður í samfélagi forritara með ráðstefnu- og fundahaldi.“ Hann starfaði sömuleiðis um tíma í Kísildalnum þar sem hann rak eigin fyrirtæki.
Tækni Nýsköpun Mest lesið Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira