Skoða hvort erfiðara sé að greina nýtt afbrigði sem fannst í Frakklandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. mars 2021 23:05 Vísindamenn rannsaka nú hvort stökkbreyting kunni að hafa valdið því að afbrigðið sé illgreinanlegt með PCR-prófum. Julien Mattia/Anadolu Agency via Getty Nýtt afbrigði kórónuveirunnar hefur verið uppgötvað í Frakklandi. Afbrigðið er ekki talið meira smitandi eða valda alvarlegri veikindum en önnur, en kann að greinast illa í PCR-prófum. France24 greinir frá því að átta tilfelli afbrigðisins hefðu greinst hjá sjúklingum á spítala í Lannion í Bretagne-héraði. Sum þeirra hefðu ekki komið fram þegar sjúklingarnir voru prófaðir með PCR-prófum, sem iðulega er stuðst við þegar skimað er fyrir kórónuveirunni. Samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu rannsaka vísindamenn nú hvort stökkbreyting gæti hafa valdið því að erfiðara sé að greina kórónuveiruna hjá þeim sem smitast af afbrigðinu. Búið er að gera Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni viðvart vegna uppgötvunarinnar, og fylgist hún með gangi mála. Alþekkt er að veirur stökkbreytist þegar þær smitast á milli manna. Í langfæstum tilfellum hefur stökkbreyting mikla þýðingu, en í einstaka tilfellum getur hún orðið til þess að veiran breytist á þann hátt að erfiðara getur reynst að hindra útbreiðslu hennar. Eins og sakir standa eru þrjú afbrigði kórónuveirunnar sem valdið hafa heilbrigðisyfirvöldum og vísindamönnum víða um heim sérstökum áhyggjum. Þau eru kennd við Bretland, Suður-Afríku og Brasilíu. RÚV hefur eftir Þórólfi Guðnasyni sóttavarnalækni að fréttirnar séu ekki áhyggjuefni að svo stöddu. PCR-próf sem notuð eru hér á landi séu búin fleiri en einum þreifara sem leiti að veirunni í fólki. Hafa hætt notkun AstraZeneca Frönsk stjórnvöld hafa ekki viljað grípa til útgöngubanns þrátt fyrir fjölgun smita á milla daga, sem hafa verið í kring um 25 þúsund síðustu daga. Rúmlega 4,1 milljón manna hafa greinst með veiruna í landinu frá upphafi faraldursins, og yfir 91 þúsund látið lífið. Frakkland er þá á meðal þeirra þjóða sem hefur gripið til þess ráðs að stöðva tímabundið bólusetningar með bóluefni AstraZeneca, eftir að tilkynningar um blóðtappa hjá fólk sem hafði þegið bólusetningu með efninu tóku að berast. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagði fyrir helgi að ekki væri ástæða til að hætta notkun bóluefnisins og Lyfjastofnun Evrópu gaf það út í dag að hún teldi ávinning af notkun þess vegi þyngra en hættan á mögulegum aukaverkunum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
France24 greinir frá því að átta tilfelli afbrigðisins hefðu greinst hjá sjúklingum á spítala í Lannion í Bretagne-héraði. Sum þeirra hefðu ekki komið fram þegar sjúklingarnir voru prófaðir með PCR-prófum, sem iðulega er stuðst við þegar skimað er fyrir kórónuveirunni. Samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu rannsaka vísindamenn nú hvort stökkbreyting gæti hafa valdið því að erfiðara sé að greina kórónuveiruna hjá þeim sem smitast af afbrigðinu. Búið er að gera Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni viðvart vegna uppgötvunarinnar, og fylgist hún með gangi mála. Alþekkt er að veirur stökkbreytist þegar þær smitast á milli manna. Í langfæstum tilfellum hefur stökkbreyting mikla þýðingu, en í einstaka tilfellum getur hún orðið til þess að veiran breytist á þann hátt að erfiðara getur reynst að hindra útbreiðslu hennar. Eins og sakir standa eru þrjú afbrigði kórónuveirunnar sem valdið hafa heilbrigðisyfirvöldum og vísindamönnum víða um heim sérstökum áhyggjum. Þau eru kennd við Bretland, Suður-Afríku og Brasilíu. RÚV hefur eftir Þórólfi Guðnasyni sóttavarnalækni að fréttirnar séu ekki áhyggjuefni að svo stöddu. PCR-próf sem notuð eru hér á landi séu búin fleiri en einum þreifara sem leiti að veirunni í fólki. Hafa hætt notkun AstraZeneca Frönsk stjórnvöld hafa ekki viljað grípa til útgöngubanns þrátt fyrir fjölgun smita á milla daga, sem hafa verið í kring um 25 þúsund síðustu daga. Rúmlega 4,1 milljón manna hafa greinst með veiruna í landinu frá upphafi faraldursins, og yfir 91 þúsund látið lífið. Frakkland er þá á meðal þeirra þjóða sem hefur gripið til þess ráðs að stöðva tímabundið bólusetningar með bóluefni AstraZeneca, eftir að tilkynningar um blóðtappa hjá fólk sem hafði þegið bólusetningu með efninu tóku að berast. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagði fyrir helgi að ekki væri ástæða til að hætta notkun bóluefnisins og Lyfjastofnun Evrópu gaf það út í dag að hún teldi ávinning af notkun þess vegi þyngra en hættan á mögulegum aukaverkunum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira