Byggjum nýtt geðsjúkrahús Karl Reynir Einarsson skrifar 17. mars 2021 07:30 Árið 2010 var opinbera hlutafélagið Nýr Landspítali stofnað á grundvelli laga nr. 64/2010 um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík. Nú er áætlað að nýr meðferðarkjarni verði tekinn í notkun árið 2025 eða 2026, eða rétt um 15 árum eftir að verkefnið fór formleg af stað. Hafi einhverjir borið þá von í brjósti að þessi stóra og metnaðarfulla framkvæmd myndi leysa húsnæðismál Landspítala, þá er það því miður ekki rétt. Það kemur eflaust mörgum á óvart að ekki er gert ráð fyrir nýrri geðdeild í nýjum Landspítala. Hafist var handa við núverandi geðdeildarbyggingu árið 1974 og starfsemi hófst fimm árum seinna. Tíminn hefur ekki farið ljúfum höndum um geðdeildina við Hringbraut, það þekkja allir sem þangað hafa komið og þeir sem þar vinna. Dimmir, þröngir gangar einkenna húsnæðið og það hefur yfir sér sterkan stofnanablæ og viðhald ekki verið gott. Sumir þurfa að deila herbergi með öðrum. Hvaða áhrif ætli svona aðstæður hafi á líðan og bata þeirra þeirra leggjast inn á geðdeild á sínum erfiðustu stundum? Svarið liggur í augum uppi. Fleiri hús geðdeildar eru orðin úrelt. Starfsemi í húsnæðinu á Kleppi við Elliðaárvog, sem nú hýsir endurhæfingar-, öryggis-, og réttargeðdeild, hófst árið 1907, fyrir rúmri öld, þegar allt önnur viðhorf voru til geðraskana og meðferðarmöguleikar takmarkaðir. Húsnæðið ber þess glöggt merki. Að auki hefur komið fram að salernismál séu ekki í takt við kröfur nútímans og að loftræstikerfið sé ófullkomið, sem getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef upp kemur bráð loftborin sýking líkt og COVID-19. Nýjar geðdeildir á Norðurlöndunum, þeim löndum sem við helst viljum bera okkur saman við, bera vitni um breytt hugarfar og stefnu í hönnun geðdeilda. Sem dæmi má t.d. nefna nýja geðdeild í Vejle í Danmörku, sem var verðlaunuð fyrir hönnun árið 2018 (European Healthcare Design Awards). Sú deild endurspeglar nýja hugmyndafræði. Byggingin er lágreist og allt rými og umhverfið hannað með sjúklinginn og líðan hans í huga. Vítt er til veggja og og hátt til lofts, birtan er góð og gert ráð fyrir að auðvelt sé að fara út og hreyfa sig í heilsusamlegu og aðlaðandi umhverfi. Þetta er mikilvægara en margir átta sig á, því það hefur endurtekið komið fram að einungis með því að breyta aðstöðunni á þennan hátt fækkar þeim tilfellum þar sem sjúklingar eru beittir nauðung. Þrátt fyrir að augljóst sé að húsnæðisvandi Landspítala verði ekki leystur nema með nýju húsnæði liggur ekki fyrir hvenær eða hvar á að byggja nýja geðdeild. Þetta er áhyggjuefni því reynslan sýnir að það getur tekið langan tíma frá því ákvörðun er tekin um uppbyggingu þar til framkvæmdum er lokið. Það er því fagnaðarefni að nú sé komin fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um að skipaður verði starfshópur fagfólks og hagsmunaaðila, sem leggi fram tillögur að byggingu nýs geðsjúkrahúss. Þetta er löngu tímabært og erfitt að sjá að hægt sé að vera á móti svona góðu málefni. Þingsályktunin kemur hins vegar frá þingmönnum eins stjórnarandstöðuflokkanna og það þarf því ekki mikla þekkingu á stjórnmálum til að spá fyrir um hver líklegustu örlög málsins verða. Það sem vekur hins vegar ákveðna bjartsýni að þingmenn allra flokka hafa sýnt geðheilbrigðismálum mikinn skilning og velvilja í umræðum um málaflokkinn. Nú er tækifæri til að sýna það í verki. Vel verður fylgst með afdrifum þessa máls. Ef menn telja einhverja tæknilega annmarka á þeirri þingsályktun, sem nú hefur verið sett fram, þá skora ég á fulltrúa allra flokka að setjast niður og koma sér saman um farsæla lausn. Ég neita að trúa því að það geti verið pólitískur ágreiningur um málið. Hefjum undirbúning nýrrar geðdeildar strax á þessu ári. Við megum ekki meiri tíma missa. Höfundur er formaður Geðlæknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árið 2010 var opinbera hlutafélagið Nýr Landspítali stofnað á grundvelli laga nr. 64/2010 um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík. Nú er áætlað að nýr meðferðarkjarni verði tekinn í notkun árið 2025 eða 2026, eða rétt um 15 árum eftir að verkefnið fór formleg af stað. Hafi einhverjir borið þá von í brjósti að þessi stóra og metnaðarfulla framkvæmd myndi leysa húsnæðismál Landspítala, þá er það því miður ekki rétt. Það kemur eflaust mörgum á óvart að ekki er gert ráð fyrir nýrri geðdeild í nýjum Landspítala. Hafist var handa við núverandi geðdeildarbyggingu árið 1974 og starfsemi hófst fimm árum seinna. Tíminn hefur ekki farið ljúfum höndum um geðdeildina við Hringbraut, það þekkja allir sem þangað hafa komið og þeir sem þar vinna. Dimmir, þröngir gangar einkenna húsnæðið og það hefur yfir sér sterkan stofnanablæ og viðhald ekki verið gott. Sumir þurfa að deila herbergi með öðrum. Hvaða áhrif ætli svona aðstæður hafi á líðan og bata þeirra þeirra leggjast inn á geðdeild á sínum erfiðustu stundum? Svarið liggur í augum uppi. Fleiri hús geðdeildar eru orðin úrelt. Starfsemi í húsnæðinu á Kleppi við Elliðaárvog, sem nú hýsir endurhæfingar-, öryggis-, og réttargeðdeild, hófst árið 1907, fyrir rúmri öld, þegar allt önnur viðhorf voru til geðraskana og meðferðarmöguleikar takmarkaðir. Húsnæðið ber þess glöggt merki. Að auki hefur komið fram að salernismál séu ekki í takt við kröfur nútímans og að loftræstikerfið sé ófullkomið, sem getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef upp kemur bráð loftborin sýking líkt og COVID-19. Nýjar geðdeildir á Norðurlöndunum, þeim löndum sem við helst viljum bera okkur saman við, bera vitni um breytt hugarfar og stefnu í hönnun geðdeilda. Sem dæmi má t.d. nefna nýja geðdeild í Vejle í Danmörku, sem var verðlaunuð fyrir hönnun árið 2018 (European Healthcare Design Awards). Sú deild endurspeglar nýja hugmyndafræði. Byggingin er lágreist og allt rými og umhverfið hannað með sjúklinginn og líðan hans í huga. Vítt er til veggja og og hátt til lofts, birtan er góð og gert ráð fyrir að auðvelt sé að fara út og hreyfa sig í heilsusamlegu og aðlaðandi umhverfi. Þetta er mikilvægara en margir átta sig á, því það hefur endurtekið komið fram að einungis með því að breyta aðstöðunni á þennan hátt fækkar þeim tilfellum þar sem sjúklingar eru beittir nauðung. Þrátt fyrir að augljóst sé að húsnæðisvandi Landspítala verði ekki leystur nema með nýju húsnæði liggur ekki fyrir hvenær eða hvar á að byggja nýja geðdeild. Þetta er áhyggjuefni því reynslan sýnir að það getur tekið langan tíma frá því ákvörðun er tekin um uppbyggingu þar til framkvæmdum er lokið. Það er því fagnaðarefni að nú sé komin fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um að skipaður verði starfshópur fagfólks og hagsmunaaðila, sem leggi fram tillögur að byggingu nýs geðsjúkrahúss. Þetta er löngu tímabært og erfitt að sjá að hægt sé að vera á móti svona góðu málefni. Þingsályktunin kemur hins vegar frá þingmönnum eins stjórnarandstöðuflokkanna og það þarf því ekki mikla þekkingu á stjórnmálum til að spá fyrir um hver líklegustu örlög málsins verða. Það sem vekur hins vegar ákveðna bjartsýni að þingmenn allra flokka hafa sýnt geðheilbrigðismálum mikinn skilning og velvilja í umræðum um málaflokkinn. Nú er tækifæri til að sýna það í verki. Vel verður fylgst með afdrifum þessa máls. Ef menn telja einhverja tæknilega annmarka á þeirri þingsályktun, sem nú hefur verið sett fram, þá skora ég á fulltrúa allra flokka að setjast niður og koma sér saman um farsæla lausn. Ég neita að trúa því að það geti verið pólitískur ágreiningur um málið. Hefjum undirbúning nýrrar geðdeildar strax á þessu ári. Við megum ekki meiri tíma missa. Höfundur er formaður Geðlæknafélags Íslands.
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun